Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sjá fyrir sér um 200 íbúðir á einum reit í Skeifunni

Skipu­lags­full­trú­inn í Reykja­vík hef­ur tek­ið já­kvætt í frumdrög fast­eigna­fé­lags­ins Eik­ar að upp­bygg­ingu um 200 íbúða og 3.000 fer­metra at­vinnu­hús­næð­is á tveim­ur samliggj­andi lóð­um í Skeif­unni.

Sjá fyrir sér um 200 íbúðir á einum reit í Skeifunni
Skeifan 7-9 Hér má sjá teikningu úr tillögu arkitektastofunnar tp bennet að uppbyggingu á reit Eikar í Skeifunni. Um 200 íbúðir eiga að geta verið í samtengdu fjölbýlishúsi á fjórum til átta hæðum. Mynd: tp bennett

Skipulagsfulltrúinn í Reykjavíkurborg tekur jákvætt í hugmyndir fasteignafélagsins Eikar um mikla uppbyggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis á lóðum númer 7 og 9 í Skeifunni. Húsið á lóð númer 7 hýsti áður verslun Elko og í húsinu á lóð númer 9 er dekkjaverkstæðið Nesdekk með starfsemi í dag.

Málið var tekið fyrir á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. júlí, en í umsögn embættisins kemur fram að frumdrög að uppbyggingu á lóðunum tveimur gerir ráð fyrir um 200 íbúðum og um 3.000 fermetra atvinnuhúsnæði, auk bílakjallara fyrir um 200 bíla. Tillagan er sögð fela í sér byggingu fjögurra til átta hæða samtengdra fjölbýlishúsa og inngarðs ofan á verslunar- og þjónusturými á jarðhæð. 

SvæðiðHér sjást húsin sem eru á reitnum í dag, að Skeifunni 7 og 9.

Tillagan gengur út frá því að iðnaðarhús að Skeifunni 5, sem meðal annars hýsa í dag verslun ÁTVR og eru einnig í eigu Eikar, verði endurnýtt og að torg og bílastæði verði gert á milli þeirra og fyrirhugaðrar fjölbýlishúsasamstæðu, með gönguleið sem tengi Skeifuna við verslunarmiðstöðina í Glæsibæ og leið Borgarlínu um Suðurlandsbraut. 

„Jákvætt er tekið í fyrirliggjandi frumdrög að uppbyggingu reitsins. Vinna þarf greiningu á kolefnisspori uppbyggingar samhliða hönnun, sem og greiningar á dagsbirtu íbúða, skuggavarpi af byggingum, hljóðvist, skjólmyndun og dvalarsvæðum á lóð sem njóti sólar,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa.

Umbreyting Skeifunnar í takti við rammaskipulag

Rammaskipulag fyrir Skeifuna var samþykkt í borgarráði undir lok árs 2017. Í því var gert ráð fyrir mikilli endurnýjun svæðisins og uppbyggingu mörghundruð íbúða.

Nú þegar eru risin stærðarinnar fjölbýlishús við Grensásveg 1, sem má segja að séu forsmekkurinn af því sem koma skal, ef horft er til þeirra heimilda sem rammaskipulagið opnar á.

Eik fasteignafélag hefur átt lóðina við Skeifuna 7 um nokkurn tíma, en keypti lóðina að Skeifunni 9 árið 2020 af Heldi, eiganda Bílaleigu Akureyrar, en höfuðstöðvar bílaleigunnar voru í húsinu. Fasteignamat eignarinnar nam 489 milljónum króna á þeim tíma, samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins um kaup Eikar á reitnum. 

Auk þessara tveggja lóða í Skeifunni á Eik fasteignir að Skeifunni 5, Skeifunni 8, Skeifunni 11 og Skeifunni 19. 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
5
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
2
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
4
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
2
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár