Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Sjá fyrir sér um 200 íbúðir á einum reit í Skeifunni

Skipu­lags­full­trú­inn í Reykja­vík hef­ur tek­ið já­kvætt í frumdrög fast­eigna­fé­lags­ins Eik­ar að upp­bygg­ingu um 200 íbúða og 3.000 fer­metra at­vinnu­hús­næð­is á tveim­ur samliggj­andi lóð­um í Skeif­unni.

Sjá fyrir sér um 200 íbúðir á einum reit í Skeifunni
Skeifan 7-9 Hér má sjá teikningu úr tillögu arkitektastofunnar tp bennet að uppbyggingu á reit Eikar í Skeifunni. Um 200 íbúðir eiga að geta verið í samtengdu fjölbýlishúsi á fjórum til átta hæðum. Mynd: tp bennett

Skipulagsfulltrúinn í Reykjavíkurborg tekur jákvætt í hugmyndir fasteignafélagsins Eikar um mikla uppbyggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis á lóðum númer 7 og 9 í Skeifunni. Húsið á lóð númer 7 hýsti áður verslun Elko og í húsinu á lóð númer 9 er dekkjaverkstæðið Nesdekk með starfsemi í dag.

Málið var tekið fyrir á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. júlí, en í umsögn embættisins kemur fram að frumdrög að uppbyggingu á lóðunum tveimur gerir ráð fyrir um 200 íbúðum og um 3.000 fermetra atvinnuhúsnæði, auk bílakjallara fyrir um 200 bíla. Tillagan er sögð fela í sér byggingu fjögurra til átta hæða samtengdra fjölbýlishúsa og inngarðs ofan á verslunar- og þjónusturými á jarðhæð. 

SvæðiðHér sjást húsin sem eru á reitnum í dag, að Skeifunni 7 og 9.

Tillagan gengur út frá því að iðnaðarhús að Skeifunni 5, sem meðal annars hýsa í dag verslun ÁTVR og eru einnig í eigu Eikar, verði endurnýtt og að torg og bílastæði verði gert á milli þeirra og fyrirhugaðrar fjölbýlishúsasamstæðu, með gönguleið sem tengi Skeifuna við verslunarmiðstöðina í Glæsibæ og leið Borgarlínu um Suðurlandsbraut. 

„Jákvætt er tekið í fyrirliggjandi frumdrög að uppbyggingu reitsins. Vinna þarf greiningu á kolefnisspori uppbyggingar samhliða hönnun, sem og greiningar á dagsbirtu íbúða, skuggavarpi af byggingum, hljóðvist, skjólmyndun og dvalarsvæðum á lóð sem njóti sólar,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa.

Umbreyting Skeifunnar í takti við rammaskipulag

Rammaskipulag fyrir Skeifuna var samþykkt í borgarráði undir lok árs 2017. Í því var gert ráð fyrir mikilli endurnýjun svæðisins og uppbyggingu mörghundruð íbúða.

Nú þegar eru risin stærðarinnar fjölbýlishús við Grensásveg 1, sem má segja að séu forsmekkurinn af því sem koma skal, ef horft er til þeirra heimilda sem rammaskipulagið opnar á.

Eik fasteignafélag hefur átt lóðina við Skeifuna 7 um nokkurn tíma, en keypti lóðina að Skeifunni 9 árið 2020 af Heldi, eiganda Bílaleigu Akureyrar, en höfuðstöðvar bílaleigunnar voru í húsinu. Fasteignamat eignarinnar nam 489 milljónum króna á þeim tíma, samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins um kaup Eikar á reitnum. 

Auk þessara tveggja lóða í Skeifunni á Eik fasteignir að Skeifunni 5, Skeifunni 8, Skeifunni 11 og Skeifunni 19. 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár