Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ekkert fararsnið á veirunni en smittölur lágar

Guð­rún Asp­e­lund sótt­varna­lækn­ir tel­ur lík­legt að kór­ónu­veir­an sem get­ur vald­ið Covid-19 sé kom­in til þess að vera í heim­in­um. Enn grein­ist fólk smit­að á spít­öl­um lands­ins flesta daga og seg­ir Guð­rún mesta áhyggju­efn­ið ef fólk í við­kvæm­um hóp­um smit­ast.

Ekkert fararsnið á veirunni en smittölur lágar
Sýnataka Andlitsgrímur, sífelldar sýnatökur og tveggja metra fjarlægð voru hluti af daglegu lífi á meðan faraldrinum stóð. Fyrir flesta er sá veruleiki löngu horfinn á braut. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sjö til 35 einstaklingar hafa greinst vikulega með Covid-19 hér á landi í PCR prófum og klínískum greiningum á síðastliðnum þremur mánuðum, samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis. 

Sýni hafa aðallega verið tekin á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri að undanförnu, annars vegar til þess að hægt sé að meðhöndla fólk rétt og hins vegar til þess að koma í veg fyrir að smit berist til annarra sjúklinga eða starfsfólks. 

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er hætt að taka sýni vegna einkenna Covid-19 og tekur einungis sýni hjá fólki sem er á leið til landa sem krefjast neikvæðs Covid-19 prófs ferðamanna við komuna þangað. 

Greind sýni hafa því verið mjög fá að undanförnu. Líklega eru fleiri smitaðir úti í samfélaginu, og vita ýmist af því með því að taka heimapróf eða gera sér ekki grein fyrir því að þeir séu með Covid. Landlæknisembættið hefur ekki upplýsingar um það hve margir þeir einstaklingar eru. 

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
5
Fréttir

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár