Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka

Mið­flokk­ur­inn bæt­ir lít­il­lega við sig og Við­reisn dal­ar. Litl­ar breyt­ing­ar eru á fylgi flokka frá síð­ustu könn­un en stuðn­ing­ur við rík­is­stjórn­ina held­ur áfram að minnka. Sam­fylk­ing­in er enn stærsti flokk­ur­inn.

Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka
Missa fylgi Vinstri græn, undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur, Sjálfstæðisflokkur, sem Bjarni Benediktsson fer fyrir, og Framsóknarflokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar hafa misst töluverðan stuðning á síðustu misserum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Samfykingin mælist enn stærsti flokkurinn og fylgi Sjálfstæðisflokks mælist enn næst mest, með 21 prósent fylgi. Litlar breytingar eru á fylgi flokka frá síðustu mælingum en stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dragast saman. Stuðningurinn mælist 33 prósent en fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja mælist meira.

Þetta sýnir nýr Þjóðarpúls Gallup sem greint var frá á RÚV í kvöld. 

Fylgi Samfylkingarinnar mælist 28,6 prósent. Það myndi skila flokknum 21 þingmanni. Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist í 21 prósenti, sem þýddi 15 þingmenn. Píratar njóta stuðnings 10,5 prósent fólks, sem gæfi flokknum 6 þingmenn. Aðrir flokkar mælast undir 10 prósentum.

Framsóknarflokkurinn mælist með 8,9 prósent stuðning og fengi 6 þingmenn; Miðflokkurinn með 8,5 prósent, sem færði flokknum 5 þingmenn, og Viðreisn mælist með 7 prósent og fengi 4 þingmenn. Fylgi við Vinstri græn, flokk forsætisráðherra, mælist 6,1 prósent og þýddi það að flokkurinn fengi aðeins 3 þingmenn.

Flokkur fólksins mælist í könnuninni með 5,7 prósent fylgi, sem myndi skila 3 þingmönnum, og Sósíalistar mælast með 3,6 prósent sem myndi sennilega ekki duga fyrir til að koma mönnum að.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Var það ekki skítseyðið og foringi stærstu skipulöðu glæpasamtaka Íslands, sjálfstæðisflokksins bjarN1 benediktsson gjaldþrota kóngur sem stóð froðufellandi í púltinu á hinu lágt virta alþingi um að Jóhanna Sig ætti SKO að skila lyklunum vegna þess að í skoðanakönnunum væri hennar ríkisstjórn BARA með 35% stuðning landsmanna.
    Hvar eru lyklarnir siðblindi bjarN1 glæpa hundur ?
    Nú er fínt tækifæri fyrir glæpa hundinn að sína smá manndóm og skila lyklunum
    0
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Rikistjornin er fallin og þarf að hætta, engin þessara 3ja flokka er með aðild að EU
    a sinni stefnuskra. Þetta folk vill halda Dauðahaldi i Kronuna og halda folki með litið að moða ur i GAPASTOKK.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár