Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

RÚV fær ekki að fjarlægja tröppur og er bent á að það vanti tré

Ósk Rík­is­út­varps­ins um að fá að fjar­lægja steypt­ar steintröpp­ur sem tengja lóð út­varps­húss­ins við gatna­mót Háa­leit­is­braut­ar og Bú­staða­veg­ar hef­ur ver­ið hafn­að af skipu­lags­full­trú­an­um í Reykja­vík, sem bend­ir einnig á að frá­gang­ur svæð­is­ins sé ekki í takt við gild­andi skipu­lag.

RÚV fær ekki að fjarlægja tröppur og er bent á að það vanti tré
Tröppur Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur tekið neikvætt í ósk Ríkisútvarpsins um að fá að fjarlægja þessar steyptu tröppur, sem tengja lóðina við Efstaleiti 1 við gatnamót Háaleitisbrautar og Bústaðavegar. Mynd: Já.is

Ríkisútvarpið ohf. sendi nýlega inn umsókn til embættis skipulagsfulltrúans í Reykjavíkurborg, um að fá að fjarlægja tröppur sem liggja frá bakhlið útvarpshússins í Efstaleiti og niður að gatnamótum Háaleitisbrautar og Bústaðavegs. Umsókninni var hafnað og benti skipulagsfulltrúinn einnig á að frágangur á þessu horni lóðarinnar væri ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.

Uppgefnar ástæður fyrir því að Ríkisútvarpið vildi fá að breyta skipulag og fjarlægja tröppurnar voru sá mikli hæðarmunur sem er á milli lóðarinnar í Efstaleitinu og gatnamótanna og það að Ríkisútvarpinu, sem lóðarhafa, „reynist erfitt að halda tröppunum öruggum fyrir gangandi vegfarendur sér í lagi á veturna vegna snjós og klaka“.

Mikilvæg göngutenging

Umsókn RÚV var tekin fyrir á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. júlí. Tekið var neikvætt í erindið, sem áður segir, en skipulagsfulltrúinn segir að tröppurnar séu mikilvæg tenging fyrir íbúa svæðisins og þá sem vinna á svæðinu. 

„Það að fjarlæga tröppurnar myndi skerða aðgengi gangandi vegfarenda um svæðið og því ekki hægt að fallast á það,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa. 

Einnig er þar bent á að á svæðinu sé í gildi deiliskipulag, sem samþykkt var 9. desember 2016. „Á því deiliskipulagi er gert ráð fyrir að tré séu á suðausturhorni lóðarinnar við Efstaleiti 1. Núverandi frágangur svæðisins er því ófullnægjandi samkvæmt deiliskipulagi,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa.

TréTeikning úr skipulagi RÚV-reitsins frá 2016.

Teiknaða loftmyndin hér til hliðar úr skipulaginu frá 2016 sýnir hvernig gert var ráð fyrir því að trjám yrði plantað á milli útvarpshússins og Háaleitisbrautar.

Skipulagið gerir auk þess ráð fyrir því að göngutengingar í gegnum svæðið liggi meðfram útvarpshúsinu og um þann stiga, sem Ríkisútvarpið vill nú losna við, en fær ekki.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár