Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

RÚV fær ekki að fjarlægja tröppur og er bent á að það vanti tré

Ósk Rík­is­út­varps­ins um að fá að fjar­lægja steypt­ar steintröpp­ur sem tengja lóð út­varps­húss­ins við gatna­mót Háa­leit­is­braut­ar og Bú­staða­veg­ar hef­ur ver­ið hafn­að af skipu­lags­full­trú­an­um í Reykja­vík, sem bend­ir einnig á að frá­gang­ur svæð­is­ins sé ekki í takt við gild­andi skipu­lag.

RÚV fær ekki að fjarlægja tröppur og er bent á að það vanti tré
Tröppur Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur tekið neikvætt í ósk Ríkisútvarpsins um að fá að fjarlægja þessar steyptu tröppur, sem tengja lóðina við Efstaleiti 1 við gatnamót Háaleitisbrautar og Bústaðavegar. Mynd: Já.is

Ríkisútvarpið ohf. sendi nýlega inn umsókn til embættis skipulagsfulltrúans í Reykjavíkurborg, um að fá að fjarlægja tröppur sem liggja frá bakhlið útvarpshússins í Efstaleiti og niður að gatnamótum Háaleitisbrautar og Bústaðavegs. Umsókninni var hafnað og benti skipulagsfulltrúinn einnig á að frágangur á þessu horni lóðarinnar væri ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.

Uppgefnar ástæður fyrir því að Ríkisútvarpið vildi fá að breyta skipulag og fjarlægja tröppurnar voru sá mikli hæðarmunur sem er á milli lóðarinnar í Efstaleitinu og gatnamótanna og það að Ríkisútvarpinu, sem lóðarhafa, „reynist erfitt að halda tröppunum öruggum fyrir gangandi vegfarendur sér í lagi á veturna vegna snjós og klaka“.

Mikilvæg göngutenging

Umsókn RÚV var tekin fyrir á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. júlí. Tekið var neikvætt í erindið, sem áður segir, en skipulagsfulltrúinn segir að tröppurnar séu mikilvæg tenging fyrir íbúa svæðisins og þá sem vinna á svæðinu. 

„Það að fjarlæga tröppurnar myndi skerða aðgengi gangandi vegfarenda um svæðið og því ekki hægt að fallast á það,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa. 

Einnig er þar bent á að á svæðinu sé í gildi deiliskipulag, sem samþykkt var 9. desember 2016. „Á því deiliskipulagi er gert ráð fyrir að tré séu á suðausturhorni lóðarinnar við Efstaleiti 1. Núverandi frágangur svæðisins er því ófullnægjandi samkvæmt deiliskipulagi,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa.

TréTeikning úr skipulagi RÚV-reitsins frá 2016.

Teiknaða loftmyndin hér til hliðar úr skipulaginu frá 2016 sýnir hvernig gert var ráð fyrir því að trjám yrði plantað á milli útvarpshússins og Háaleitisbrautar.

Skipulagið gerir auk þess ráð fyrir því að göngutengingar í gegnum svæðið liggi meðfram útvarpshúsinu og um þann stiga, sem Ríkisútvarpið vill nú losna við, en fær ekki.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár