Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vilja lengja greiðslufrest lítilla og meðalstórra fyrirtækja

Fjöldi fyr­ir­tækja ræð­ur ekki við að end­ur­greiða stuðn­ingslán sem þau fengu vegna greiðslu­falls í heims­far­aldr­in­um á þeim tíma sem gert er ráð fyr­ir. Fé­lag at­vinnu­rek­enda hvet­ur til að greiðslu­tím­inn verði lengd­ur enda myndi það í ein­hverj­um til­vik­um firra rík­is­sjóð frek­ara tjóni.

Vilja lengja greiðslufrest lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Gæti bitnað á ríkissjóði Ef ekki verður gefinn frekari frestur til að endugreiða stuðningslán gæti það bitnað á ríkissjóði, en flest lánanna eru með fullri ríksábyrgð, að mati Félags atvinnurekenda. Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri félagsins.

Félag atvinnurekenda hefur sent fjármálaráðuneytinu erindi þar sem hvatt er til þess að bönkum og öðrum fjármálastofnunum verði heimilað að dreifa endurgreiðslum á stuðningslánum til lengri tíma. Mörg lítil og meðalstór fyrirtæki séu enn ekki búin að ná vopnum sínum að fullu eftir Covid-19 faraldurinn og eru þar með ekki í stakk búin til að greiða lánin niður.

Félag atvinnurekenda hefur fengið upplýsingar frá stóru viðskiptabönkunum þrem um þau stuðningslán sem veitt voru fyrirtækjum sem urðu fyrir tekjufalli í heimsfaraldrinum. Alls veittu bankarnir 1.159 slík lán. Af þeim voru 979 með 100 prósent ríkisábyrgð og 180 með með 85 prósent ríkisábyrgð.

Samkvæmt upplýsingum félagsins þáðu velflest fyrirtækin frest til að greiða þau upp. Fyrst var sá frestur veittur í mars 2021, en þá var veittur tólf mánaða viðbótarfrestur, og svo í janúar á þessu árí, þegar veittur var sex mánaða viðbótarfrestur. Í janúar þáðu lántakendur 248 stuðningslána viðbótarfrestinn, um 21 prósent þeirra sem lánin fengu. Þegar fresturinn var veittur í mars 2021 þáðu 682 lántakendur hann.

Ríkissjóður þegar orðið fyrir tjóni

Aðeins 373 stuðningslána sem veitt voru eru uppgreidd samkvæmt upplýsingum Félags atvinnurekenda en þó ber að hafa þann fyrirvara á að í þeirri tölu eru einnig lán sem greidd hafa verið úr ríkissjóði vegna greiðslufalls lántakanda. Nefnt er sem dæmi að hjá Íslandsbanka voru þannig 18 slík lán greidd úr ríkissjóði.

„Að mati félagsins myndi það í einhverjum tilvikum stuðla að því að firra ríkissjóð frekara tjóni vegna greiðslufalls“

Félag atvinnurekenda hefur því sent fjármálaráðuneytinu erindi þar sem hvatt er til þess að þeim fyrirtækjum sem í erfiðleikum eigi með að hefja endurgreiðslu verði gefinn lengri tími enn á ný. Bent er á að ríkissjóður hafi þegar orðið fyrir töluverðu tjóni vegna gjaldþrota fyrirtækja sem hafi því ekki getað staðið skil á endurgreiðslum stuðningslánanna. „Að mati félagsins myndi það í einhverjum tilvikum stuðla að því að firra ríkissjóð frekara tjóni vegna greiðslufalls, vegna þess að ýmis fyrirtæki, sem ekki ráða við að endurgreiða lánin á næstu tólf mánuðum, myndu vel ráða við greiðslur sem dreift væri á t.d. 36 mánuði. FA vill aftur minna á að fjármálastofnanir þekkja viðskiptavini sína vel og eru í stakk búnar að meta endurgreiðslugetu og þanþol fyrirtækja,“ segir í erindi félagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár