Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Linda Jónsdóttir er nýr stjórnarformaður Íslandsbanka

Auk Lindu koma þau Stefán Pét­urs­son, Hauk­ur Örn Birg­is­son og Helga Hlín Há­kon­ar­dótt­ir ný inn í stjórn. Frá­far­andi stjórn­ar­formað­ur bað alla hlut­hafa af­sök­un­ar á fund­in­um vegna slakr­ar fram­kvæmd­ar við sölu á hlut í bank­an­um.

Linda Jónsdóttir er nýr stjórnarformaður Íslandsbanka
Nýr stjórnarformaður Linda Jónsdóttir er nýr stjórnarformaður Íslandsbanka. Hún er í dag framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel. Mynd: Marel

Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel er nýkjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka. Tilnefningarnefnd í samráði við Bankasýslu ríkisins lagði til fyrir hluthafafund bankans sem haldinn var í dag að Linda tæki við formennsku af Finni Árnasyni sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu en hann var ekki meðal þeirra sem tilnefndir voru í stjórn bankans. Alls gáfu ellefu kost á sér til setu í stjórn Íslandsbanka en í stjórninni sitja sjö.

Auk Finns Árnasonar viku úr stjórn þau Guðrún Þorgeirsdóttir sem var varaformaður og Ari Daníelsson. Þau gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórninni. Valgerður Skúladóttir var hins vegar felld á fundinum. 

Mætt var fyrir 79,25 prósent atkvæða á fundinn sem er það mesta sem sést hefur á hluthafafundi Íslandsbanka eftir að núverandi eigandafyrirkomulag kom til.

Líkt og áður segir er Linda framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel en hún hefur áður starfað fyrir Eimskip, Buðrarás og Straum fjárfestingabanka. Þá hefur hún setið í stjórn Viðskiptaráðs og Framtakssjóðs Íslands.

Helga Hlín inn í stjórn fyrir Gildi

Niðurstaða stjórnarkjörsins er nokkurn veginn í samræmi við tillögur tilnefningarnefndar ef frá er talið kjör Helgu Hlínar en hún var ekki í hópi tilnefndra. Hún gaf kost á sér fyrir hönd Gildis lífeyrissjóðs sem er næststærsti hluthafi bankans. Helga Hlín er meðeigandi og ráðgjafi hjá ráðgjafafyritækinu Strategíu. Það vekur hins vegar athygli að með kjöri Helgu Hlínar var Valgerður Skúladóttir, sem sat í stjórn bankans, felld úr stjórn, og það þrátt fyrir að hafa verið tilnend til áframhaldandi stjórnarsetu af tilnefningarnefnd Íslandsbanka. 

Til viðbótar koma þeir Haukur Örn Birgisson og Stefán Pétursson nýir inn í stjórn bankans. Haukur Örn er eigandi og framkvæmdastjóri Íslensku lögfræðistofunnar. Stefán var tilnefndur af tilnefningarnefnd í stað Ara Daníelssonar. Stefán er fjármálastjóri hjá EpiEndo.

Aðrir stjórnarmenn eru: Agnar Tómas Möller, Anna Þórðardóttir og Frosti Ólafsson.

Nýr stjórnarmaðurHelga Hlín Hákonardóttir kemur ný inn í stjórn Íslandsbanka. Hún situr þar fyrir hönd næststærsta hluthafans, Gildis lífeyrissjóðs.

Fráfarandi stjórnarformaður baðst afsökunar

Áður en til stjórnarkjörs kom var eitt annað mál á dagskrá fundarins, umfjöllun um sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og viðbrögð bankans við sáttinni. Undir þeim lið fór fráfarandi formaður yfir samantekt og sjónarmið bankans vegna sáttarinnar.

Finnur sagði það sorglegt að verkefnið, þ.e. sala bankans á hlut í sjálfum sér, hefði skyggt á þann góða árangur sem unnin hafði verið innan bankans. Hann bað alla hluthafa bankans afsökunar fyrir slaka framkvæmd við söluna á hlut í bankanum.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Hvað er rétt gert?

    ,,Við munum tryggja að hlutirnir séu gerðir eins og á að gera þá“ segir hinn nýi formaður.

    En enginn veit hvað hún á við. Það er reyndar staðreynd að almenningur sem á þennan banka að mestu í gegnum ríkissjóð og í gegnum lífeyrissjóðina þekkir ekki þessa konu.

    Fulltrúi hverra er hún í þessari bankastjórn? Mér finnst að hún sé i raun bara fulltrúi þeirra sömu afla og hafa alltaf haft öll tök á þessum banka. Bæði fyrir og eftir hrun. M.ö.o. algjörlega fjarstýrt val fjármálaráðherra.

    Það virðist einnig vera staðreynd nema að bent verði á annað að fólkið sem á að stýra bankanum séu allt for-ráðafólk úr mörgum helstu fyrirtækjum landsins.

    M.ö.o. fólk úr sama ranni og setti íslenskt samfélag á hliðina fyrir „hrun“ alveg ábyrgðarlaust.

    Ég reikna fastlega með því að sömu viðhorf verði um stjórnun bankans og áður, en með eitthvað örlítið öðrum aðferðum.

    Þótt almenningur í landinu eigi meira en helming í bankanum munu viðhorf almennings ekki komast að um stjórn bankans frekar en áður.

    Sárast af öllu er að gamli „Alþýðubankinn“ var á árum áður gerður að engu í mulningsvél nýfrjálshyggjunnar í bankanum. Eitt er þó mikilvægt að muna, að nýr formaður sagði að bankinn hafi brotið lög.

    Þá er það auðvitað alrangt, því það voru auðvitað stjórn-endur hans sem það gerðu og ættu að sæta ábyrgð gjörða sinna.

    Í stað þess skal enn eina ferðina varpa ábyrgðinni almenn-ing í landinu. Á launafólk sem eru hinir raunverulegu skattgreiðendur á Íslandi og þeir sem greiða vextina.
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Sé þessi dama með flokksskírteini í stærstu skipulögðu glæpasamtöku Íslands, sjálfstæðisflokknum.
    Þá verður engin breyting á spillinguni hjá þessum skíta banka.
    0
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Ætli þetta sé sæmilega heiðarlegur hópur?
    0
    • Hlynur Jörundsson skrifaði
      Nei Hann hefur sama heiðarleika og aðrir. Vandinn er að það er verið að skifta út vanhæfum aðilum og fá aðra ... líklega jafn vanhæfa og leysa þá fyrrnefndu út með gjöfum. Kerfið ennþá handónýtt og engin umræða um að laga það né setja sjálvirkar refsiaðgerðir sem bíta þegar menn misnota kerfið ( og komast yfirleitt upp með það ). Þess í stað eru vinsældarveiðar á fullu með the usual suspects sem miðpunktinn. Engin breyting á Íslandsbanka.

      Það sem sannar HEIS eiginleika íslendinga og algert getuleysi rannsóknaraðila, framkvæmdaraðila og fjölmiðlanna er að enginn virðist taka eftir að leikreglurnar eru ennþá þær sömu... ábyrgðin ennþá engin og í raun sama kerfi og um aldarmótin sem sannaðist að var bara sýndarmennska þegar 2008 kom. Og enn eina ferðina... ef þið sjáið ekki aðkomu Deutsche Bank að 2008 hruninu þá sannið þið enn eina ferðina með þessum endalokum Íslandsbankamálsins að þið eruð fávitar. Rannsóknarskýrslan var fræðilegt mat aðila sem bókstafinn kunnu en höfðu hvorki getu, áhuga né þekkinguna sem þurfti til að sjá hvað í raun gerðist. Ef ekki fyrir DB væru föllnu bankarnir líklega enn á lífi í upprunarlegu myndinni... með gamla gengið við stýrið... í stað nýja gengisins.... sem er að sýna sitt sanna andlit enn og aftur.

      Og það er staðan á Íslandsbanka í dag... nýtt makeup en sama innrætið.

      Og Davidson Kempner voru sjóðstýrendur Burlington Loan Man. ... sem var í raun stofnað af Deutsche Bank og í eigu þeirra allan tímann. OG þetta liggur allt við hendina... það eina sem fólk þarf að gera er að kveikja á tölvunni og hætta að hlusta á "ekki hægt" yfirlýsingar fúskaranna á milljónalaununum. Því öll gögn má finna og sækja.. en kerfið bannar í raun að þeir sem eiga gera það.... fái að gera það. Enda ekki gott ef þið samlandar mínir uppgötvuðu hversu svakalega vanmetið svindlið og svíneríið er.

      Og enginn þriggja bankanna okkar þolir nána skoðun hæfra aðila... ekki frekar en Seðló.. sem var ein stærsta peningarþvottavél Evrópu um skamman tíma.. og sumur þvotturinn var ansi skítugur.

      Og hvernig væri Heimildin snéri sér að regluvörðunum.. en ekki bara langlokudæmum ? Því það eru jú þar sem keðjan er ekki til staðar.

      Þjóffélagið er eins og dópistinn.. þú getur ekki hjálpað honum... ef hann vill í raun ekki taka sig á.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
3
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár