Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Brúnin þyngist á Sjálfstæðismönnum sem uppnefndir eru „Karlakórinn Grátbræður“

Hver Sjálf­stæð­is­flokks­mað­ur­inn á fæt­ur öðr­um hef­ur síð­ustu daga og vik­ur stig­ið fram og fund­ið rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu og einkum sam­starfs­flokkn­um Vinstri græn­um allt til foráttu. Fyr­ir vik­ið ger­ir formað­ur Mið­flokks­ins grín að þeim og vara­borg­ar­full­trúi Vinstri grænna seg­ir þá „sturl­aða af frekju“.

Brúnin þyngist á Sjálfstæðismönnum sem uppnefndir eru „Karlakórinn Grátbræður“
Mennirnir skiptast á skotum Mikil hrútalykt er af þeim skrifum sem birst hafa undanfarna daga um ríkisstjórnarsamstarfið. Mynd: Heimildin Tómas

Töluverður titringur virðist orðinn innan raða sjálfstæðisfólks vegna núverandi ríkisstjórnarsamtarfs. Síðustu daga hafa tveir framámenn í flokknum, Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi, og Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, birt greinar þar sem þeir hafa hellt úr skálum reiði sinnar vegna stjórnarsamstarfsins og vegna framgöngu ráðherra og þingmanna flokksins. Formaður Miðflokksins gerir fyrir vikið að þeim stólpagrín og framámaður í Vinstri grænum uppnefnir þá, og fleiri Sjálfstæðismenn, „Karlakórinn Grátbræður“.

Grein Brynjars birtist í fyrradag undir fyrirsögninni „Herkvaðning til hægri manna og borgaralegra afla“. Í henni er Brynjar ekkert að skafa utan af því. 

„Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú verið í stjórn í sex ár með stækum vinstri flokki af gamla skólanum og venjulegum Framsóknarflokki sem veit sjaldan í hvorn fótinn hann á að stíga og forðast að taka erfiðar ákvarðanir. Nú er svo komið að sjálfstæðismenn eru víða mjög óhressir með stöðuna á stjórnarheimilinu og eru hreinlega ekki að átta sig fyrir hvað flokkurinn stendur í þessu stjórnarsamstarfi,“ skrifar Brynjar heldur óhress. Brynjar var sem kunnugt er aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra allt þar til Jóni var vikið úr ríkisstjórn í júní síðastliðnum, við litla hrifningu þeirra beggja.

Hvalveiðibannið hleypir illu blóði í Sjálfstæðismenn

Brynjar fer hörðum orðum um samflokksmenn sína á þingi, sem hafi ekki stigið niður fæti þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra stöðvaði hvalveiðar Kristjáns Loftssonar daginn áður en þær áttu að hefjast. Þá segir hann að eintómt aðgerðarleysi hafi ríkt í orkumálum í tíð ríkisstjórnarsamstarfsins, lög um útlendinga séu ónýt en ekki þurfi „neinn speking til að átta sig á að nauðsynlegu regluverki í þessum málaflokki verður ekki komið á í stjórnarsamstarfi við Vg nema með látum.“

„Nú er svo komið að sjálfstæðismenn eru víða mjög óhressir með stöðuna á stjórnarheimilinu“
Brynjar Níelsson

Brynjar ákallar því hægri menn og borgaralega sinnaða menn, en greinin öll er meira og minna í karlkyni, til að láta í sér heyra. „Ef flokkurinn ætlar að halda þessu samstarfi óbreyttu vegna þess að formönnum ríkisstjórnarflokkanna líður vel svo saman og ráðherrum annt um stólana, er viðbúið að brestir myndist í samstöðu hægri manna og borgaralega afla,“ skrifar Brynjar.

Hræðast flótta yfir í Miðflokkinn

Í Facebook-færslu sem Brynjar skrifaði í gær sést að heldur hefur sljákkað í honum. Segir hann að tilgangur greinarinnar hafi verið að þjappa flokksmönnum saman. „Það er engin lausn að stofna nýjan flokk hægri manna eða ganga í Miðflokkinn, eins konar einkafirma Sigmundar Davíðs, eins ágætur og hann er. Það er enginn annar flokkur með stefnu Sjálfstæðisflokksins. Í stórum lýðræðislegum flokki koma fram ólík sjónarmið og við eigum að berjast fyrir okkar sjónarmiðum innan flokksins og afla þeim fylgis. Ekki rjúka á dyr í fússi“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins birtir í dag grein þar sem hann gerir stólpagrín að þessum viðsnúningi Brynjars. Eftir að hafa hrósað honum fyrir kjarnyrt greinarskrif segir Sigmundur: „En svo fóru svipurnar á loft í Valhöll og Brynjar, sem hafði haft rétt fyrir sér daginn áður og vissi það vel, skrifaði nýja færslu. Að þessu sinni um að hann væri ekki í „einkafirma” og þyrfti því að láta undan fólki með allt aðrar skoðanir. 

„Þá hefði hann getað blikkað augunum til að senda okkur frekari skilaboð. Þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt.“
Sigmundur Davíð Gunnarsson
um viðsnúning Brynjars Níelssonar

Það hefði verið betra og skemmtilegra ef Brynjar hefði birt þennan seinni pistil á myndbandsformi. Helst haldandi á dagblaði til að sýna dagsetninguna. Þá hefði hann getað blikkað augunum til að senda okkur frekari skilaboð. Þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt.“

„Ég styð ekki lengur þessa ríkisstjórn“

Í gær birtist þá grein Elliða undir fyrirsögninni „Ég styð ekki lengur þessa ríkisstjórn“. Þar byrjar Elliði á að reka þann varnagla, sem hann beinir til andstæðinga Sjálfstæðisflokksins, að þeir geti gleymt því að flokkurinn sé að klofna. „Gleymið hugmyndinni um að við sem erum ósátt teljum kröftum okkar og hugsjónum betur borgið innan Miðflokksins. Gleymið hugmyndinni um að við kennum formanni okkar um stöðuna. Verið samt alveg viss um að við erum mörg ósátt og viljum breytingar, og það strax.“

Elliði segir að hann hafi stutt ríkisstjórnarsamstarfið þegar til þess var stofnað, til að ná ró og stöðugleika. Hins vegar styðji hann ekki lengur ríkisstjórnina. „Ástæðan er sú að þessi ríkisstjórn, vinnulag hennar og áherslur, eru fjarri þeim gildum sem við mörg innan Sjálfstæðisflokksins viljum vinna að.“ Síðan vísar Elliði í sömu mál og Brynjar, hvalveiðibann, orkumál og útlendingamál.

„Krafan er skýr. Annaðhvort verður að verða breyting á áherslum þessarar ríkisstjórnar eða að Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir því að lífdagar hennar eru taldir.“

Segir sjálfstæðismönnunum að hafa áhyggjur af sínum eigin flokki

Í sinni grein gerir Sigmundur Davíð líka grín að skrifum Elliða, og einkum virðist honum skemmt yfir hræðslu hans, og raunar Brynjars, yfir því að einhverjir óánægðir Sjálfstæðismenn gætu gerst liðhlaupar og hörfað yfir í Miðflokkinn. „Ekki hafa áhyggjur af Miðflokknum. Verið þið sjálfir. Hafið frekar áhyggjur af því að samkvæmt nýjustu könnun séuð þið fyrst og fremst að missa fylgi til Pírata! og Samfylkingarinnar,“ skrifar Sigmundur Davíð í kersknislegum tón.

Bjarni Benediktsson sagði í viðtalið í Þjóðmálum, vefsjónvarpi Morgunblaðsins, í síðustu viku að hvalveiðibann Svandísar hefði sett stjórnarsamstarfið allt upp í loft. Flokkurinn hafi ekki ætlað sér að fara í stjórnarsamstarf um bann við hvalveiðum. Á sama vettvangi 20. júní síðastliðinn, nema í það skiptið hét þátturinn Dagmál, lýsti Jón Gunnarsson því, degi eftir að hann var settur af sem ráðherra, að núverandi stjórnarsamstarf gengi ekki áfram. „Mitt mat er það að í dag sé þetta farið að verða þjóðinni dýrkeypt,“ sagði Jón meðal annars í það skiptið.

Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, birti 5. júlí grein í Morgunblaðinu þar sem hann skrifaði: „Matvælaráðherra hefur gert atlögu að samstarfi ríkisstjórnarflokkanna. Og þar með veikt ríkisstjórnina og grafið undan möguleikum hennar til að leysa erfið verkefni á komandi mánuðum.“ Það eru ekki einu greinarskrif Óla Bjarnar þar sem hann hefur haft ýmislegt á hornum sér varðandi stjórnarsamstarfið.

 Miðaldra sjálfstæðismenn sem gráta fallega

Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, eiginmaður Steinunnar Þóru Árnadóttur þingmanns, og áhrifamaður innan flokksins til margra ára brást í morgun við skrifum þeirra Elliða og Brynjars, og vísaði raunar einnig í viðtölin við Jón, Bjarna og skrif Óla Bjarnar. Á Facebook-síðu sinni birti hann færslu sem hefst á orðunum „Karlakórinn Grátbræður“.

„Margt bendir til að stórir hlutar Sjálfstæðisflokksins séu að verða óstjórntækir með öllu, enda sturlaðir af frekju“
Stefán Pálsson

„Mikið er nú aumt að fylgjast með viðkvæmu blómunum, riddaraliðssveit miðaldra Sjálfstæðismanna, sem grætur svo fallega á síðum helstu málgagna flokksins. Margt bendir til að stórir hlutar Sjálfstæðisflokksins séu að verða óstjórntækir með öllu, enda sturlaðir af frekju og hlaupa upp með stjórnarslitahótunum þegar þeir fá ekki allt sem þeir vilja. Sú spurning vaknar hvort þessi armur flokksins sé algjörlega ófær um að vera í stjórnarsamstarfi með flokki sem hann getur ekki vaðið yfir?“ skrifar Stefán.

Athygli vekur orðalag Stefáns þegar hann talar um að Sjálfstæðismenn gráti fallega á „síðum helstu málgagna flokksins“. Greinar þeirra Elliða og Brynjars birtust báðar á vefsíðunni Viljanum, undir stjórn Björns Inga Hrafnssonar, en sá miðill hefur hægt og rólega verið að vakna úr dái síðustu vikur.

Ekki hefur orðið vart við viðbrögð annars flokksfólks Vinstri grænna við greinaskrifunum, svo séð verði. Þá er ekki að sjá að Framsóknarmenn kippi sér neitt sérstaklega upp við málið. Því má segja að ýfingarnar séu, í það minnsta enn sem komið er, því sem næst eingöngu innan Sjálfstæðisflokksins. Í bróðerni þeir vega þar hvern annan.

Kjósa
56
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (8)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Farið hefur Fe betra þetta eru Spiltir menn og Flokkurin allur, Samherja malið og Islandsbanki Sala,
    Það er ekki hægt að Ljuga upp a þessa Glæpamen, Það er komin timi a hreinsanir. BURT MEÐ RIKISTJORN.
    1
  • JBÓ
    Jón Brynjólfur Ólafsson skrifaði
    Svo sem ekkert nýtt í málflutningi Sjálfstæðismanna, bara eins og alltaf. Þeir eru að lýsa sjálfum sér, hverjir þeir eru og fyrir hvað þeir standa. Lýsingin er eins og þróunarheimspekin lýsir gildismati og viðhorfum smábarnasálna. Smábarnasálin finnst m.a. að hún sé mjög þroskuð / gáfuð og umfram allt hefur smábarnasálin „alltaf rétt fyrir sér“. Smábarnasálir og ungar sálir eru stórir hópar í öllum samfélögum og því er það e.t.v. „verkefnið“ að veita aðhald, svo skaðinn af athöfnum þeirra verði ekki meiri en ásættanlegt er. Svona aðhald eins og foreldrar viðhafa gegn ungum börnum sínum þegar eitthvað veður, sem ekki er æskilegt. Stundum bregðast börnin við með frekjukasti, ef þau fá ekki það sem þau vilja.
    0
  • Björn Ólafsson skrifaði
    XB kippir sér venjulega ekki upp við eitt né neitt, enda eins og rekald úti á ballarhafi í íslenskum stjórnmálum.
    1
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Finnist Sjálfstæðismönnum stjórnarsamstarfið óþolandi, eiga þeir að segja því lokið. Að öðrum kosti gera þeir sig ómarktæka, og fylgið heldur áfram að reitast af þeim.
    2
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Vonandi er þjóðin vakna og losar sig við landráðamenn og gróða fíkla.
    2
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Nú leggjast allir sem einn á það að gera svika tuðrurna í vg að blórabögglum.
    Í aumri tilrau til að reyna að klóra yfir eigin skít og getuleysi stærstu skipulögðu glæpasamtaka Íslands, sjálfstæðisflokksins og á sama tíma sitja út í horni meðlimir elstu skipulögðu glæpasamtaka Íslands, framsóknarflokksins þögulir sem gröfin og vona að vg verði geislavirkari en þeir sjálfir eftir bólfarirnar með mestu arðræningum og þjófum íslandssöguna.
    3
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hvaða persónur sjálfstæðisflokksins eru að tjá sig ?
    Hafa þessar persónur einhvern ,,stadus" hjá sjálfstæðisflokknum ?
    Elliði Vignisson ? Flúði frá Vestmannaeyjum ?
    Brynjar Níelsson ? Jón Gunnarsson gat ekki einu sinni notað hann ?

    Sjálfstæðisflokkurinn sýnir okkar hvert hann er að fara með Óla Björn Kárason sem þingflokksformann ?
    Enginn heilvita íslendingur vill vera með Óla Birni og ,,flöskunni úr Garðabæ" ? Er það ?
    7
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    *******************************************************************
    Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra seldi föður sínum hlut í ríkisbanka með afslætti.

    Í nágrannalöndunum væri stjórnmálaferli hans þess vegna lokið.

    Þar vilja stjórnmálaflokkarnir ekki hafa slíka menn í forsvari.
    *******************************************************************
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár