Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

„Tímabil hins sjóðheita heims er runnið upp“

Tíma­bil hlýn­un­ar jarð­ar er á enda og „tíma­bil hins sjóð­heita heims“ er runn­ið upp, seg­ir fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna. Ljóst þyk­ir að júlí verð­ur heit­asti mán­uð­ur frá upp­hafi mæl­inga. „Það er enn mögu­legt að tak­marka hækk­un hita­stigs,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn enn­frem­ur.

„Tímabil hins sjóðheita heims er runnið upp“
Eldhaf Gróðureldar á grísku paradísareyjunni Ródos hafa á síðustu dögum orðið til þess að þúsundir hafa þurft að flýja undan þeim. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir. Mynd: AFP

Gróðureldar sem loga beggja vegna Miðjarðarhafsins hafa kostað tugi mannslífa. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á grísku eyjunni Ródos. Eldar loga nú í Grikklandi, Ítalíu, Frakklandi, Króatíu, Tyrklandi, Alsír og Túnis. Í gær fundust hjón á áttræðisaldri látin í brunarústum heimilis síns á Sikiley. Meira en fjörutíu manns hafa farist í eldunum í Alsír þar sem mannfall vegna hamfaranna er mest.

Á Ítalíu loguðu í vikunni eldar á um 1.400 stöðum. Hitabylgjan sem legið hefur yfir suðurhluta Ítalíu og orðið til þess að hitinn hefur náð hátt í 50 gráðum, er nú á undanhaldi, að minnsta kosti um sinn. Enn er þó „rauð viðvörun“ stjórnvalda í gildi í tveimur borgum, þar á meðal Cataniu á Sikiley.

Í nýrri skýrslu World Weather Attribution, samtaka vísindamanna á sviði veður- og loftslagsfræða, segir að hitabylgjur þær sem gengið hafa yfir Evrópu og Bandaríkin í sumar hefðu verið „nær óhugsandi“ ef loftslagsbreytingar af mannavöldum hefðu ekki komið til. Alþjóða veðurstofnunin hefur gefið út að með hækkandi hitastigi vegna loftslagsbreytinga muni hitabylgjur verða tíðari og standa lengur en áður hefur þekkst.

50 gráðu hiti mældist í Írak í dag og var það hæsti hiti sem mældist á norðurhveli jarðar. Í Alsír fór hann yfir 49 gráðurnar. Phoenix-borg í Bandaríkjunum hefur verið brennandi heit vikum saman. Í dag fór hiti þar upp í 47,8 gráður. Í Grikklandi mældust yfir 44 gráður og sömu sögu er að segja frá Tyrklandi.

Þannig hefur þetta verið undanfarna daga og vikur, sjóðandi heitt og þurrt.

Tímabil hlýnunar jarðar er á enda og tímabil „hins sjóðheita heims er runnið upp,“ sagði António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í dag eftir að vísindamenn höfðu lýst því að fátt gæti komið í veg fyrir að júlí verði heitasti mánuður á jörðinni frá upphafi mælinga. „Loftslagsbreytingar hafa orðið. Það er hræðilegt. Og þetta er aðeins byrjunin,“ sagði framkvæmdastjórinn.

Í ljósum logumÍbúi á Sikiley reynir að slökkva eld sem læsti sig í heimili hans.

Hann ítrekaði þó að vonin væri ekki úti – það væri enn mögulegt að koma í veg fyrir að hitastig á jörðinni verði 1,5 stigum hærra en fyrir iðnbyltingu líkt og stefnir hraðbyri í. Þannig mætti enn koma í veg fyrir hrikalegustu afleiðingar loftslagsbreytinga af mannavöldum. „En það er aðeins hægt með stórtækum aðgerðum þegar í stað.“

Framkvæmdastjóri Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar (WMO) segir að þörfin á að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda sé meira áríðandi nú en nokkru sinni. „Loftslagsaðgerðir eru ekki eitthvað sem hægt er að leyfa sér heldur eitthvað sem verður að ráðast í.“

Úr loftiSlökkviflugvél á vegum kanadíska hersins aðstoðar við slökkvistörf á Ítalíu.

Loftslagssérfræðingar hafa komist að því að júlí í ár hafi þegar verið 1,5 gráðum heitari á heimsvísu en að meðaltali í sama mánuði fyrir iðnbyltingu.

Hitatölur víðs vegar um jörðina í júlí hafa verið „út úr kortinu“ og því óhætt að spá því að hitametið sem enginn var að bíða eftir muni falla; að júlí verði sá heitasti hingað til.

Menga minnst en munu þjást mest

Líkt og oftsinnis hefur verið tekið fram af vísindamönnum þegar kemur að því að spá fyrir um áhrif loftslagsbreytinga verða þau, og eru þegar orðin, verst í fátækustu ríkjum heims. „Þetta sumar hlýtur að vekja okkur öll til umhugsunar og aðgerða,“ hefur The Guardian eftir Joyce Mimutai, loftslagsfræðingi við Grantham-stofnunina í Bandaríkjunum.

Leiðtogar heimsins munu hittast í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í nóvember í þeim tilgangi að komast að samkomulagi um aðgerðir gegn áframhaldandi hlýnun jarðar. Á fundinum verður einnig rætt um hvernig ríki sem verst hafa orðið úti nú geti aðlagast þessum nýja og brennheita veruleika. Þá verður einnig, enn og aftur, reynt að komast að sanngjörnu samkomulagi um bætur til fátækari ríkja sem loftslagsbreytingar bitna mest á en hafa minnst gert til að valda þeim.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
1
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
2
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Páll Vilhjálmsson aftur dæmdur fyrir röng og ærumeiðandi ummæli
3
Fréttir

Páll Vil­hjálms­son aft­ur dæmd­ur fyr­ir röng og ærumeið­andi um­mæli

Um­mæli sem Páll Vil­hjálms­son hef­ur lát­ið falla um Að­al­stein Kjart­ans­son voru dæmd dauð og ómerk í Hér­aðs­dómi í dag. Hann þarf að greiða 450 þús­und krón­ur í miska­bæt­ur og sæta dag­sekt­um fari hann ekki að til­mæl­um dóms­ins. Páll var sak­felld­ur á síð­asta ári fyr­ir ærumeið­andi að­drótt­an­ir um aðra blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
5
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
Gagnrýnir eiganda ríkisstyrktrar kvikmyndahátíðar í bréfi til Reykjavíkurborgar
6
Fréttir

Gagn­rýn­ir eig­anda rík­is­styrktr­ar kvik­mynda­há­tíð­ar í bréfi til Reykja­vík­ur­borg­ar

Starfs­mað­ur kvik­mynda­há­tíð­ar­inn­ar RIFF hef­ur sent bréf til Reykja­vík­ur­borg­ar og Kvik­mynda­mið­stöðv­ar Ís­lands þar sem eig­andi og fram­kvæmda­stjóri henn­ar, Hrönn Marinós­dótt­ir er gagn­rýnd. Í svari frá Hrönn seg­ir með­al ann­ars að ásak­an­ir um að RIFF greiði laun und­ir lág­mark­s­töxt­um séu ekki rétt­ar.
Ríkisstjórn mynduð utan um hræðslu við að mæta kjósendum
8
Greining

Rík­is­stjórn mynd­uð ut­an um hræðslu við að mæta kjós­end­um

Skoð­að var hvort hægt yrði að kjósa til þings í næsta mán­uði, áð­ur en for­seta­kosn­ing­arn­ar færu fram. Þreif­ing­ar við Við­reisn um að koma inn í rík­is­stjórn sem vara­dekk fyr­ir Vinstri græn hóf­ust fyr­ir páska, og þar með tölu­vert áð­ur en Katrín Jak­obs­dótt­ir til­kynnti um for­setafram­boð. Stjórn­ar­flokk­arn­ir vilja alls ekki fara í kosn­ing­ar í sum­ar eða næsta haust, þrátt fyr­ir að vera ekki sam­mála í stór­um mál­um sem þarfn­ast úr­lausn­ar, þar sem þeir eru að mæl­ast af­leit­lega í könn­un­um og litl­ar lík­ur á að sú staða muni lag­ast á næstu mán­uð­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
2
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
5
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
Forstjórarnir í Kauphöllinni kostuðu 2,7 milljarða í fyrra
7
Viðskipti

For­stjór­arn­ir í Kaup­höll­inni kost­uðu 2,7 millj­arða í fyrra

For­stjór­ar skráðra fé­laga á Ís­landi lifa í öðr­um launa­veru­leika en flest­ir lands­menn. Þeir fá alls kyns við­bót­ar­greiðsl­ur sem standa þorra launa­fólks ekki til boða. Sam­an­tekt Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að kostn­að­ur við for­stjóra 26 skráðra fé­laga hafi ver­ið um tólf millj­ón­ir króna á hverj­um virk­um vinnu­degi á síð­asta ári.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
3
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
5
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
7
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
9
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár