Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Takk fyrir að hlusta á mig“

Tón­list­ar­kon­unn­ar Sinéad O’Conn­or er minnst fyr­ir ein­staka tón­list­ar­hæfi­leika og bar­áttu sína gegn of­beldi. Sjálf sagði hún að gef­ið hefði ver­ið út skot­leyfi á hana fyr­ir þrjá­tíu ár­um þeg­ar hún reif mynd af páf­an­um í banda­rísk­um sjón­varps­þætti og sagði að of­beldi gegn börn­um þrif­ist inn­an kaþ­ólsku kirkj­unn­ar. Of­beldi sem páfinn bað af­sök­un­ar á ald­ar­fjórð­ungi síð­ar. Sinead var 56 ára þeg­ar hún lést.

„Takk fyrir að hlusta á mig“
Sinéad O’Connor „rödd Írlands “er látin

Fjölskylda Sinéad O’ Connor greindi frá andláti hennar. Sinéad var, 56 ára, fædd í Dublin 8. desember árið 1966. „Það er með sorg í hjarta sem við tilkynnum að okkar ástkæra Sinéad er dáin. Fjölskylda og vinir óska eftir því að fá frið á þessum erfiðu tímum,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldunnar. Ekki er greint frá því hvernig Sinéad dó en hún hafði um árabil glímt við alvarlegar geðraskanir. 

Með steyttan hnefa og snoðaðan koll 

Sinéad gaf út tíu hljóðversplötur á árunum 1987 til 2014. Fyrsta platan hennar The Lion and the Cobra vakti mikla athygli víða um heim og ekki síður attitjúdið og útlit Sinead sem var tvítug þegar platan kom út. Á umslagi plötunnar er Sinéad í hlýrabol, öskrandi með snoðaðan koll. Hún náði strax athygli fjölda ungra kvenna sem ólust upp á níunda áratugnum og fljótlega fóru að sjást ungar konur með snoðaða kolla meðal annars í litlu …

Kjósa
60
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Lengi lifi minningin um Sinéad, konuna sem þorði að storka viðbjóðnum.
    0
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Væri ekki rétt að þú héldir þig við íslenskuna Margrét Marteinsdóttir.
    -4
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta er goð samantekt og vel vandað til Greinarinar, Sinéad var stormerkileg kona og þorði að Bjoða Katolsku Kirkjuni birgin, Þetta voru Glæpa samtök sem reðu öllu a Irlandi
    Oskylgetin Börn voru borin ut og sett i Grafir með öðrum Börnum sem hlutu sömu örlög
    Mæðurnar voru settar a stofnanir þar sem þær vesluðust upp, Prestar misnotuðu Drengi
    ospart, Getnaðarvarnir voru Bannaðar Smokkar voru likt og Dop gerðir upptækir, Ja saga Irlands I klom Katolsku Glæpasamtana er Hrollvekja, enn finast Fjöldagrafir Barna a Irlandi. Eg dvaldi i Bublin i 2 vikur 1980 þa var astandið Skukkalegt, Konur foru i Fostur rof erlendis. ---Kvert for Gyðinga gullið 1945 Það for i Vatikanið sem greiðsla fyrir Vegabref
    Böðlana sem myrtu 7 miljonir gyðinga, þeir sem baru abyrgð Hofu nytt lif i Latnesku Amriku Það er ekki hægt að Ljuga upp a Vatikanið og Katolsku Kirkjuna.
    En Rödd Sinéad O’ Connor lifir og hennar Tonlist og Kjarkurunn að bjoða hinu ILLA
    Byrgin. REST IN PEACE Sinéad O’ Connor.
    9
    • ÞTÞ
      Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
      Man ég það ekki rét að Sinéd gerðist kaþólskur prestur, um tíma að minnsta kosti.
      -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu