Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hleypur fyrir afa sinn sem lést úr Parkinson

Ung kona, Kolfinna Ír­is Rún­ars­dótt­ir, hleyp­ur til heið­urs afa sín­um sem lést úr Park­in­sons fyrr á ár­inu. Hún safn­aði rúm­um 100.000 krón­um fyr­ir Park­in­son­sam­tök­in á tveim­ur sól­ar­hring­um og stefn­ir á að klára mara­þon á rétt rúm­um 4 klukku­stund­um.

Hleypur fyrir afa sinn sem lést úr Parkinson
Kolfinna Íris Rúnarsdóttir Kolfinna Íris nýtur þess að fara út að hlaupa til að undirbúa sig fyrir maraþon.

Kolfinna Íris Rúnarsdóttir er 22 ára Ísfirðingur, búsett á höfuðborgarsvæðinu. Hún skráði sig í Reykjavíkurmaraþonið og hleypur til styrktar Parkinsonsamtökunum. Afi hennar, Karl Geirmundsson, lést af völdum taugasjúkdómsins fyrr á árinu, 83 ára að aldri. Hann var tónlistarmaður frá Ísafirði og stundaði hestamennsku af miklu kappi í mörg ár. 

Karl og Kolfinna ÍrisSamband Kolfinnu við afa sinn var henni dýrmætt og nú hleypur hún fyrir Parkinsonsamtökin svo hægt sé að hjálpa fleira fólki.

Sjálf var Kolfinna Íris mikið í íþróttum sem barn. „Ég flutti 16 ára til Noregs í skíðamenntaskóla. Eftir að ég kom heim hætti ég í skíðum og fór að gera allskonar annað. Þá fór ég í cross-fit og byrjaði aftur í fótbolta en svo langaði mig að prófa að hlaupa og er búin að vera að gera það í allt sumar. Ég hljóp hálfmaraþonið í fyrra og langaði að spreyta mig á maraþoninu núna í ár.“ 

Hálfmaraþonið á síðasta ári gekk ágætlega að sögn Kolfinnu Írisar sem komst í mark, en ákvörðunin um að taka þátt var tekin með stuttum fyrirvara. Núna gengur undirbúningur fyrir heila maraþonið vel og ákvörðunin tekin með lengri fyrirvara. „Maður þarf að gefa sér tíma til að fara út og hlaupa. Það er alltaf gaman og ekkert mál, sérstaklega þegar það er sól.“

Alvöru meining

Kolfinna ÍrisStefnir á að hlaupa 42,2 km á undir 4 klukkustundum og 15 mínútum.

Aðspurð hvers vegna hún skráði sig í hlaupið segir Kolfinna Íris: „Mér finnst gaman að ögra mér og ná nýjum markmiðum. Svo langaði mig líka að prufa að hlaupa fyrir einhver samtök því ég hafði aldrei gert það áður. Þá datt mér ekkert annað í hug en að hlaupa fyrir Parkinsonsamtökin þar sem afi minn kvaddi okkur fyrr á árinu eftir að hafa verið að berjast við þann taugasjúkdóm. Þá var einhvern veginn kominn alvöru meining og markmið að hlaupa fyrir, því að það stendur manni nærri.“ Hún segist ánægð að geta styrkt samtökin svo hægt sé að veita þeim sem á þurfa þjónustu.

Kolfinna Íris skráði sig í hlaupið þann 24. júlí og var markmiðið að safna 100.000 krónum fyrir Parkinsonsamtökin. Strax eftir fyrsta daginn var hún búin að safna 80.000 krónum og sólarhring seinna var markmiðinu náð. „Ég er mjög ánægð. Þetta er mikil hvatning og gerir mig spenntari að klára hlaupið. Það var ekki komið mikið í Parkinson samtökin fyrir, þannig að ég á einn þriðja af öllu sem er komið þangað inn sem var gaman að sjá.“

Hvað tímamarkmið varðar ætlar Kolfinna Íris að reyna að hlaupa 42,2 kílómetra á undir 4 klukkustundum og korteri þó að hún setji ekki pressu á sjálfa sig. Fjölskylda og vinir fylgjast með úr fjarlægð og einhverjir verða við endalínuna að fagna með henni. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu