Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Námuvinnsla á hafsbotni „stórtækasta verkfræðihugmynd“ síðari ára

Stjórn­mála- og vís­inda­fólk kall­ar eft­ir al­þjóð­legu banni við námu­vinnslu á hafs­botni. Núna fund­ar Al­þjóða­haf­botns­stofn­un­in um mál­ið. Andrés Ingi Jóns­son þing­mað­ur Pírata spurði um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra um af­stöðu Ís­lands í mál­inu á þingi fyrr í sum­ar en fékk óljós svör.

Námuvinnsla á hafsbotni „stórtækasta verkfræðihugmynd“ síðari ára
Andrés Ingi Jónsson ÞIngmaður Pírata gagnrýnir aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda er kemur að mögulegri námuvinnslu á hafsbotni. Mynd: Davíð Þór

Nú stendur fundur Alþjóðahafsbotnsstofunarinnar, International Seabed Authority, yfir en hlutverk milliríkjastofnunarinnar er að hafa yfirumsjón með starfsemi á hafsbotni og sjá til þess að hann sé verndaður fyrir umhverfisspillingu. Alþjóðahafsbotnsstofnunin var stofnuð árið 1994 af Evrópusambandinu og 164 aðildarríkjum, þar á meðal Íslandi. Ástæðan fyrir því að fundurinn hefur dregið að sér athygli er að á honum er tekist á um námuvinnslu á hafsbotni. 

Alls hafa 70 þingmenn hvaðanæva að úr heiminum kallað eftir alþjóðlegu banni við fyrirhugaðri námuvinnslu á grundvelli umhverfissjónarmiða. Einnig eru tæplega 800 vísindafólk og stefnumótandi aðilar búin að skrifa skrifa undirskriftalista þess efnis að ákvörðun um námuvinnsluleyfi verði byggð á vísindalegum rannsóknum. Rökin sem námufyrirtæki færa fyrir starfseminni eru meðal annars þau að hægt sé að nálgast málma sem eru nauðsynlegir í orkuskiptum.

Rætt á Alþingi

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, er eini íslenski þingmaðurinn sem hefur skrifað nafn sitt á undirskriftalistann. Málið var til umræðu 30. maí á Alþingi en þá kallaði Andrés Ingi mögulega námuvinnslu á hafsbotni „stórtækustu verkfræðihugmynd“ síðustu ára. 

„Þetta snýst um það að ná góðmálmum sem safnast hafa saman á sléttum djúpt undir yfirborði sjávar, allt að 2 kílómetrum undir yfirborðinu. Skip siglir yfir í rólegheitum með risastóra ryksugu neðan í sér og skrapar botninn eftir hnullungum sem innihalda góðmálma sem á að vinna. Þessu fylgir eðli máls samkvæmt gríðarlegt rask á hafsbotninum,“ sagði Andrés Ingi.

Ísland á aðild að Alþjóðanáttúruverndarsambandinu sem leggur til að skoða þurfi afleiðingar námuvinnslu betur áður en að leyfi verði gefin út. Andrés Ingi spurði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson, um það hvernig íslensk stjórnvöld hygðust fylgja ályktun Alþjóðanáttúruverndarsambandsins eftir. Loftslagsráðherra svaraði fyrirspurninni ekki beint, heldur beindi hann athyglinni að lífríki Skerjafjarðar. Hann sagði þá að „líffræðileg fjölbreytni væri forgangsmál hjá hans ráðuneyti og ríkisstjórninni,“ en að hann hefði ekki fengið neinar spurningar varðandi hafsbotninn. 

Andrés Ingi sendi einnig skriflega fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, um það hvernig fulltrúar Íslands ætluðu að beita sér fyrir námubanni. Í svari frá ráðherra segir: „Íslensk stjórnvöld munu ekki eiga fulltrúa á 28. Aðildarríkjafundi Alþjóðahafsbotnsstofnunarinnar sem haldinn verður 28. júní til 7. júlí 2023.“

Enn liggja niðurstöður fundarins ekki fyrir en þeirra má vænta þegar stjórn Alþjóðahafsbotnsstofnunarinnar hefur lokið fundarhöldum á næstu dögum.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Það er ekki eftir það sem búið er. Inga Snæland vill leita eftir olíu á Drekasvæðinu. Er ekki bara best að klára þetta og kjósa Framsókn?🤬🤬🤬🤬🤬🤬🤬
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
1
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
2
Fréttir

Hita­fund­ur þar sem kos­ið var gegn van­traust­stil­lögu á hend­ur for­manni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
7
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
8
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
6
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
9
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
10
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Fótboltamaðurinn sem ætlaði að verða pípari en endaði í neyðarskýlinu
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Fót­bolta­mað­ur­inn sem ætl­aði að verða píp­ari en end­aði í neyð­ar­skýl­inu

Hann út­skrif­að­ist úr ís­lensku­námi frá Tækni­skól­an­um, var byrj­að­ur að æfa fót­bolta með Þrótti og að læra píp­ar­ann þeg­ar fót­un­um var kippt und­an hon­um. Hús­næð­ið var tek­ið af hon­um, heil­brigð­is­þjón­ust­an og vasa­pen­ing­arn­ir líka. Nú gist­ir hann á sófa vin­ar síns eða í neyð­ar­skýli Rauða kross­ins. Fram­tíð þess hef­ur ekki ver­ið tryggð.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
8
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
9
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu