Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Námuvinnsla á hafsbotni „stórtækasta verkfræðihugmynd“ síðari ára

Stjórn­mála- og vís­inda­fólk kall­ar eft­ir al­þjóð­legu banni við námu­vinnslu á hafs­botni. Núna fund­ar Al­þjóða­haf­botns­stofn­un­in um mál­ið. Andrés Ingi Jóns­son þing­mað­ur Pírata spurði um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra um af­stöðu Ís­lands í mál­inu á þingi fyrr í sum­ar en fékk óljós svör.

Námuvinnsla á hafsbotni „stórtækasta verkfræðihugmynd“ síðari ára
Andrés Ingi Jónsson ÞIngmaður Pírata gagnrýnir aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda er kemur að mögulegri námuvinnslu á hafsbotni. Mynd: Davíð Þór

Nú stendur fundur Alþjóðahafsbotnsstofunarinnar, International Seabed Authority, yfir en hlutverk milliríkjastofnunarinnar er að hafa yfirumsjón með starfsemi á hafsbotni og sjá til þess að hann sé verndaður fyrir umhverfisspillingu. Alþjóðahafsbotnsstofnunin var stofnuð árið 1994 af Evrópusambandinu og 164 aðildarríkjum, þar á meðal Íslandi. Ástæðan fyrir því að fundurinn hefur dregið að sér athygli er að á honum er tekist á um námuvinnslu á hafsbotni. 

Alls hafa 70 þingmenn hvaðanæva að úr heiminum kallað eftir alþjóðlegu banni við fyrirhugaðri námuvinnslu á grundvelli umhverfissjónarmiða. Einnig eru tæplega 800 vísindafólk og stefnumótandi aðilar búin að skrifa skrifa undirskriftalista þess efnis að ákvörðun um námuvinnsluleyfi verði byggð á vísindalegum rannsóknum. Rökin sem námufyrirtæki færa fyrir starfseminni eru meðal annars þau að hægt sé að nálgast málma sem eru nauðsynlegir í orkuskiptum.

Rætt á Alþingi

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, er eini íslenski þingmaðurinn sem hefur skrifað nafn sitt á undirskriftalistann. Málið var til umræðu 30. maí á Alþingi en þá kallaði Andrés Ingi mögulega námuvinnslu á hafsbotni „stórtækustu verkfræðihugmynd“ síðustu ára. 

„Þetta snýst um það að ná góðmálmum sem safnast hafa saman á sléttum djúpt undir yfirborði sjávar, allt að 2 kílómetrum undir yfirborðinu. Skip siglir yfir í rólegheitum með risastóra ryksugu neðan í sér og skrapar botninn eftir hnullungum sem innihalda góðmálma sem á að vinna. Þessu fylgir eðli máls samkvæmt gríðarlegt rask á hafsbotninum,“ sagði Andrés Ingi.

Ísland á aðild að Alþjóðanáttúruverndarsambandinu sem leggur til að skoða þurfi afleiðingar námuvinnslu betur áður en að leyfi verði gefin út. Andrés Ingi spurði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson, um það hvernig íslensk stjórnvöld hygðust fylgja ályktun Alþjóðanáttúruverndarsambandsins eftir. Loftslagsráðherra svaraði fyrirspurninni ekki beint, heldur beindi hann athyglinni að lífríki Skerjafjarðar. Hann sagði þá að „líffræðileg fjölbreytni væri forgangsmál hjá hans ráðuneyti og ríkisstjórninni,“ en að hann hefði ekki fengið neinar spurningar varðandi hafsbotninn. 

Andrés Ingi sendi einnig skriflega fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, um það hvernig fulltrúar Íslands ætluðu að beita sér fyrir námubanni. Í svari frá ráðherra segir: „Íslensk stjórnvöld munu ekki eiga fulltrúa á 28. Aðildarríkjafundi Alþjóðahafsbotnsstofnunarinnar sem haldinn verður 28. júní til 7. júlí 2023.“

Enn liggja niðurstöður fundarins ekki fyrir en þeirra má vænta þegar stjórn Alþjóðahafsbotnsstofnunarinnar hefur lokið fundarhöldum á næstu dögum.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Það er ekki eftir það sem búið er. Inga Snæland vill leita eftir olíu á Drekasvæðinu. Er ekki bara best að klára þetta og kjósa Framsókn?🤬🤬🤬🤬🤬🤬🤬
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Secret Recording Exposes Political Deals Behind Iceland’s Whaling Licenses
6
English

Secret Record­ing Exposes Political Deals Behind Ice­land’s Whal­ing Licens­es

Prime Mini­ster Bjarni Bene­dikts­son has gran­ted whal­ing licens­es to two Icelandic whal­ing operati­ons. But secret record­ings of the son and bus­iness partner of a mem­ber of parlia­ment revea­led a political scheme behind the decisi­on, alle­ged­ly in­volving Bjarni tra­ding political favours that ensured that the MP’s close friend would recei­ve a whal­ing licen­se, even if political parties oppos­ing whal­ing were to take power.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár