Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Ætli það fari ekki hálf ævin í það“ að safna upp í starfslokagreiðslu Birnu

Fólk á förn­um vegi í Mið­borg­inni og Vest­ur­bæn­um svar­aði því hve lang­an tíma það yrði að safna 60 millj­ón krón­um. Ís­lands­banki greindi frá því í síð­ustu viku að kostn­að­ur við starfs­lok fyrr­um banka­stjóra bank­ans, Birnu Ein­ars­dótt­ur, væri 56,6 millj­ón­ir króna.

„Ætli það fari ekki hálf ævin í það“ að safna upp í starfslokagreiðslu Birnu
Ólíkir einstaklingar Svöruðu því hve lengi þau væru að safna 60 milljónum króna.

Fyrrum bankastjóri Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir, fær 56,6 milljónir í kjölfar uppsagnar sinnar vegna lögbrota við sölu bankans. Íslandsbanki greindi frá því í síðustu viku að Birna fengi að meðaltali 4,7 milljónir á mánuði í laun. Árið 2022 voru meðal mánaðarlaun fólks í fullu starfi 871 þúsund krónur samkvæmt Hagstofu Íslands. Það eru tæplega 10,5 milljónir á ári. Birna fékk 59,8 milljónir á síðasta ári fyrir störf sín. 

Heimildin spurði fólk í Miðborginni og í Vesturbæ Reykjavíkur við hvað það starfaði og hve lengi það yrði að safna 60 milljónum króna. Jónína Ingibjörg Garðarsdóttir hefur nýhafið störf sem sjálfstæður leigubílsstjóri. 

LeigubílsstjóriVæri nokkur ár að safna 60 milljónum.

Hvað værir þú lengi að safna þér 60 milljónum?

Veistu það, ég er svo nýbyrjuð að ég hef bara ekki hugmynd um það. 

Nokkur ár kannski?

Já alveg örugglega, nokkur ár. 

Ertu búin að fylgjast mikið með Íslandsbankamálinu í fréttum?

Ég horfi ekki á fréttir. 

Af hverju?

Bara þunglyndi.

Kominn með 60 milljónir

Sigurður Þorsteinsson fyrrum knattspyrnuþjálfari segist vilja jöfnuð á Íslandi. Hins vegar geti allir náð markmiðum sínum með því að hjálpa öðrum.

ÞjálfariSegist geta eignast 60 milljónir á einni viku.

Hvað gerir þú Sigurður?

Ég er þjálfari.

Hvað ertu að þjálfa?

Ég er að þjálfa fyrirtæki en var knattspyrnuþjálfari.

Hvað heldurðu að þú yrðir lengi að safna 60 milljónum?

Ég byrjaði í síðustu viku og ég er kominn með 60 milljónir í dag.

Milljónir?

Já.

Þannig að þetta er upphæð sem þú getur auðveldlega safnað í þínu lífi?

Zig Ziglar skrifaði bók í Bandaríkjunum sem heitir Sjáumst á toppnum. Ég vil náttúrulega hafa ákveðinn jöfnuð í þjóðfélaginu... en þú getur sannarlega náð öllum markmiðum í lífinu ef þú hjálpar nægilega mikið af öðru fólki. Því miður eru sumir fjölmiðlar að grafa undan öllu sem heitir frumkvæði og svo framvegis. Ég vann í Austur-Þýskalandi og sá þá hvernig kommúnisminn virkar. Og ég var kommúnisti, ég var Mao-isti, og svo las ég Frelsið eftir John Stuart Mill og þá fór ég að hafa efasemdir. Síðan sé ég einhverja sem eru sósíalistar í dag og þá spyr ég hvað gerðu þeir áður en þeir voru sósíalistar? Voru þeir með blöð? Þá spyr ég hvernig komu þið fram við starfsmennina? Ef þeir koma ekki vel fram við starfsmennina þá verða menn ekki forrystumenn sósíalista á Íslandi. Forseti Frakklands gerir svoleiðis hluti, ég held við þurfum ekki... Ísland verður ekki betra af því. 

Ekki raunhæft

Listmálarinn Þrándur Þórarinsson spáir því að hálf ævin hans færi í að safna 60 milljónum. 

ListmálariVæri hálfa ævina að safna 60 milljónum.

Hvað heldurðu að þú værir lengi að safna 60 milljónum?

Ætli það fari ekki svona hálf ævin í það, eitthvað svoleiðis. Ég veit það ekki. Það er ekki eitthvað sem væri raunhæft fyrir mig eða fólk sem ég þekki.

Fylgistu mikið með fréttum?

Já svona, jájá eitthvað.

Ertu búinn að fylgjast mikið með Íslandsbankamálinu?

Nei, það hefur farið framhjá mér. Er eitthvað splunkunýtt núna?

Ekki lagst yfir þetta

Kristjana Einarsdóttir hefur ekki fylgst mikið með Íslandsbankamálinu.

SölufulltrúiGiskar á að hún væri alla ævina að safna.

Við hvað starfar þú?

Ég er sölufulltrúi hjá Kalla K. 

Hvað heldurðu að þú værir lengi að safna 60 milljónum?

Örugglega alla ævi. 

Fylgistu mikið með fréttum?

Já, allavegana eitthvað.

Hefuru fylgst með Íslandsbankamálinu og hefurðu einhverja skoðun á því?

Nei, ég hef ekki lagst yfir það. Nei.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár