Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fylgi ríkisstjórnarinnar undir 40% mánuðum saman

Fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna hef­ur ekki mælst yf­ir 40% síð­an í janú­ar á þessu ári. Mið­að við nýj­ustu fylg­is­könn­un Maskínu myndi rík­is­stjórn­in falla ef geng­ið yrði til kosn­inga í dag.

Fylgi ríkisstjórnarinnar undir 40% mánuðum saman
Fallin Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks myndi falla ef gengið yrði til kosninga í dag, miðað við könnun Maskínu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þó að ríkisstjórnarflokkarnir hafi bætt við sig fylgi frá því í júnímánuði myndi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks falla ef gengið yrði til kosninga í dag, miðað við nýja fylgiskönnun Maskínu. 

Ríkisstjórnarflokkarnir mælast samtals með 36,9% fylgi: Sjálfstæðisflokkurinn með 19,3%, Framsóknarflokkurinn með 9,6% og Vinstri græn með 8%. 

Samfylkingin mælist stærsti flokkur landsins þriðja mánuðinn í röð með um 25% fylgi en það dróst saman um 2% á milli mánaða. Flokkurinn hlaut 9,9% atkvæða í síðustu þingkosningum. 

Viðreisn á hægri uppleið

Fylgi Viðreisnar hefur verið á hægri uppleið í könnunum Maskínu og mælist nú rúm 10% en Píratar mælast með 11%. 

Flokkur fólksins og Miðflokkurinn mældust með um 6% fylgi en Sósíalistar 4,5%.

Fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur sveiflast nokkuð síðan gengið var til kosninga haustið 2021 en þá fengu flokkarnir 54,4% atkvæða samanlagt. Lægst mældist fylgi þeirra í júnímánuði síðastliðnum: 34,2%, en fylgi flokkanna hefur ekki náð 40% í könnunum Maskínu síðan í janúarmánuði síðastliðnum.

Að óbreyttu eiga næstu kosningar til Alþingis að fara fram árið 2025. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Glæsilegt. Það er von.
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Skildi nokkurn undra ?
    Vanhæfasta og spiltasta ríkisÓstjórn allra tíma og þó er af nægu að taka.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár