Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fylgi ríkisstjórnarinnar undir 40% mánuðum saman

Fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna hef­ur ekki mælst yf­ir 40% síð­an í janú­ar á þessu ári. Mið­að við nýj­ustu fylg­is­könn­un Maskínu myndi rík­is­stjórn­in falla ef geng­ið yrði til kosn­inga í dag.

Fylgi ríkisstjórnarinnar undir 40% mánuðum saman
Fallin Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks myndi falla ef gengið yrði til kosninga í dag, miðað við könnun Maskínu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þó að ríkisstjórnarflokkarnir hafi bætt við sig fylgi frá því í júnímánuði myndi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks falla ef gengið yrði til kosninga í dag, miðað við nýja fylgiskönnun Maskínu. 

Ríkisstjórnarflokkarnir mælast samtals með 36,9% fylgi: Sjálfstæðisflokkurinn með 19,3%, Framsóknarflokkurinn með 9,6% og Vinstri græn með 8%. 

Samfylkingin mælist stærsti flokkur landsins þriðja mánuðinn í röð með um 25% fylgi en það dróst saman um 2% á milli mánaða. Flokkurinn hlaut 9,9% atkvæða í síðustu þingkosningum. 

Viðreisn á hægri uppleið

Fylgi Viðreisnar hefur verið á hægri uppleið í könnunum Maskínu og mælist nú rúm 10% en Píratar mælast með 11%. 

Flokkur fólksins og Miðflokkurinn mældust með um 6% fylgi en Sósíalistar 4,5%.

Fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur sveiflast nokkuð síðan gengið var til kosninga haustið 2021 en þá fengu flokkarnir 54,4% atkvæða samanlagt. Lægst mældist fylgi þeirra í júnímánuði síðastliðnum: 34,2%, en fylgi flokkanna hefur ekki náð 40% í könnunum Maskínu síðan í janúarmánuði síðastliðnum.

Að óbreyttu eiga næstu kosningar til Alþingis að fara fram árið 2025. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Glæsilegt. Það er von.
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Skildi nokkurn undra ?
    Vanhæfasta og spiltasta ríkisÓstjórn allra tíma og þó er af nægu að taka.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár