Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Enginn hlustaði á sársaukaópin

Sög­ur kvenna sem und­ir­geng­ust egg­heimtu hjá frjó­sem­is­stofu Yale-há­skóla í Banda­ríkj­un­um sýna skýrt hvernig sárs­auki þeirra var hunds­að­ur.

Enginn hlustaði á sársaukaópin
Reynsla Myndirnar sem fylgja þáttunum sýna baksvip kvennanna sem fóru í eggheimtu hjá læknastofunni. Mynd: The New York Times/Erik Tanner

Konum sem mættu í eggheimtu hjá frjósemisstofu Yale-háskóla í Bandaríkjunum var sagt að þær myndu varla finna til við aðgerðina því að þær fengju sterka verkjalyfið fentanýl. En þegar aðgerðin hófst öskruðu þær af sársauka og báðu um meiri verkjalyf. Það var ekki hægt var þeim sagt, þær höfðu fengið eins mikið og hægt var að gefa þeim. Eða það hélt heilbrigðisstarfsfólkið, nema ein kona sem þar starfaði. Hún vissi vel af hverju nístandi sársaukinn stafaði því það var hún sem var að taka inn fentanýlið og gaf konunum saltvatnslausn í staðinn. 

Þessi hrollvekjandi saga er sögð í nýjum hlaðvarpsþáttum New York Times, The Retrievals. 

Stuldurinn sjálfur er framinn af konu sem er langt leidd í sinni fíkn. Hann er ekki það átakanlegasta við þættina heldur sú staðreynd að konurnar mættu daufum eyrum þegar þær sögðu frá sársaukanum. Þær fóru að velta fyrir sér hvort þær væru gallaðar. Og Yale-háskóli gerði ekkert til þess að draga úr þeim hugsunum. 

Ég grét yfir fyrsta þættinum. Hann sagði ekki einungis sögu af einangruðu atviki. Hann sagði sögu kvenna. Kvenna sem efast er um daglega. Kvenna sem reyna að segja frá en mæta lítillækkandi viðbrögðum.

Þættirnir eru ekki bara sorglegir, þeir eru líka valdeflandi. Þeir draga efasemdaraddir í garð kvenna undir skær flóðljós. Þar engjast raddirnar um allsnaktar, verða hlægilegar undir skærum ljósum sem eru svo heit að húðin utan af þeim skrælnar þannig að kjarni þeirra kemur í ljós: Lygin.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár