Þegar eitthvað slæmt kemur fyrir fólkið í kringum okkur, viljum við sennilega flest hjálpa, styrkja og hugga bæði með orðum og gjörðum og vonum auðvitað að það komi að gagni.
Eftir að sonur minn lést í bílslysi fyrir nokkrum árum fékk ég ómetanlega hjálp, falleg orð og mikinn styrk frá góðu fólki allt í kringum mig. Ég upplifði líka annað en veit varla hvað hægt væri að kalla það, kannski stjórnsemi, klisjur, hugsunarleysi, alhæfingar, rassvasasálfræði? Þarna lærði ég þá mikilvægu lexíu að þótt margt fólk endurtaki sama hlutinn sé hann ekki endilega réttur.
„Þetta á eftir að verða svo miklu verra hjá þér!“
Þessa setningu fékk ég að heyra í lok erfidrykkjunnar og átt var við andlega líðan mína tímabilið frá jarðarförinni og fram yfir næstu mánuði eða lengur. Það hafði reyndar alls ekki flökrað að mér að allt yrði gott strax eftir útförina.
Mörgum vikum seinna áttaði ég mig …
Athugasemdir (4)