Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Segir verðbólgumælingu góðar fréttir en of snemmt sé að hrósa sigri

Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 7,6 pró­sent og lækk­ar um 1,3 pró­sentu­stig milli mán­aða. Verð­bólga er enn þre­falt hærri en markmið Seðla­bank­ans. Dós­ent í hag­fræði ger­ir ekki ráð fyr­ir að mark­mið­ið ná­ist í bráð en seg­ir litla hreyf­ingu á neyslu­vísi­tölu góð­ar frétt­ir.

Segir verðbólgumælingu góðar fréttir en of snemmt sé að hrósa sigri

Júlímæling verðbólgunnar er fagnaðarefni í sjálfu sér en það er enn of snemmt að segja til um hvort að stýrivaxtalækkanir séu í kortunum. Þetta segir Katrín Ólafsdóttir, dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, en hún bendir á að enn séu verðbólguvæntingar háar. 

Það er varla hægt að segja að vísitala neysluverðs hafi hækkað milli júní og júlí, hækkunin nam 0,03 prósentum samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Ársverðbólgan tók stökk niður á við í kjölfarið og mælist nú 7,6 prósent en hún var 8,9 prósent í síðasta mánuði.

Katrín bendir á að ein helsta ástæðan fyrir skarpri lækkun ársverðbólgunnar nú sé sú að júlímælingin frá því í fyrra dettur út en það var mikil hækkun á vísitölu neysluverðs á sama tíma í fyrra. „Fagnaðarefnið núna er það að það er eiginlega engin hækkun í júlí, þetta er eiginlega óbreytt milli júní og júlí.“

Verðbólgan þrefalt hærri en markmiðið

Að …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár