Júlímæling verðbólgunnar er fagnaðarefni í sjálfu sér en það er enn of snemmt að segja til um hvort að stýrivaxtalækkanir séu í kortunum. Þetta segir Katrín Ólafsdóttir, dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, en hún bendir á að enn séu verðbólguvæntingar háar.
Það er varla hægt að segja að vísitala neysluverðs hafi hækkað milli júní og júlí, hækkunin nam 0,03 prósentum samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Ársverðbólgan tók stökk niður á við í kjölfarið og mælist nú 7,6 prósent en hún var 8,9 prósent í síðasta mánuði.
Katrín bendir á að ein helsta ástæðan fyrir skarpri lækkun ársverðbólgunnar nú sé sú að júlímælingin frá því í fyrra dettur út en það var mikil hækkun á vísitölu neysluverðs á sama tíma í fyrra. „Fagnaðarefnið núna er það að það er eiginlega engin hækkun í júlí, þetta er eiginlega óbreytt milli júní og júlí.“
Verðbólgan þrefalt hærri en markmiðið
Að …
Athugasemdir