Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,1 prósent í júní og hefur raunverð íbúða lækkað um 5,7 prósent miðað við vísitölu neysluverðs á síðustu tólf mánuðum. Þetta kemur fram í nýjustu mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).
Raunverðslækkunin var meiri í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í síðasta mánuði eða 2,1 prósent. Annars staðar á landsbyggðinni var lækkunin ekki jafn mikil, þar lækkaði verð um hálft prósent.
Líkt og áður segir nam raunverðslækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu 5,7 prósent undanfarið ár. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins mælist nú árslækkun á raunverði íbúða í fyrsta sinn síðan árið 2014. Lækkunin nemur 1,7 prósentum. Annars staðar á landsbyggðinni hefur raunverð íbúða aftur á móti hækkað undanfarið ár, um 4,3 prósent. Fram kemur í skýrslu HMS að þar hafi hækkun á fasteignaverði verið nokkuð minni á árunum 2020-2022 en á höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum þess.
Enn lítil hreyfing á markaðnum
Kaupsamningum fjölgaði lítillega milli maí og apríl um allt land en …
Athugasemdir