Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kynnt áform um að sameina tíu stofnanir sem heyra undir ráðuneyti hans í þrjár. Tilgangurinn er „að bæta þjónustu, auka skilvirkni og auðvelda stafræna þróun ríkisins“.
Vatnajökulsþjóðgarður, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, náttúruverndarsvið Umhverfisstofnunar og Minjastofnun yrðu sameinaðar í Náttúruverndar- og minjastofnun.
Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrurannsóknamiðstöðin við Mývatn, Veðurstofa Íslands, Landmælingar Íslands og Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) yrðu sameinuð í Náttúruvísindastofnun og Orkustofnun og Umhverfisstofnun í svonefnda Loftslagsstofnun. (Uppfært: Ráðuneytið tók þá ákvörðun í júlí að hverfa frá áformum um að sameina Veðurstofu Íslands og ÍSOR öðrum stofnunum. Var það gert eftir að umsagnir um áformin lágu fyrir.)

Undirbúningur hefur staðið í ár „við að greina tækifæri til endurskipulagningar“ og er stefnt að því að leggja fram frumvarp um breytingarnar á haustþingi.
Í kynningu á málinu …
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/07/04/Sameining-Landmaelinga-Islands-Natturufraedistofnunar-Islands-og-Ramy/