Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Saga barbídúkkunnar - Frá þýskri fylgdarkonu til Hollywood

Barbie heit­ir fullu nafni Barbara Millicent Roberts og er alls ekki frá Mali­bu held­ur Wiscons­in. Hún fór út í geim áð­ur en Neil Armstrong steig fæti á Tungl­ið, keypti sér hús þeg­ar kon­ur í Banda­ríkj­un­um gátu ekki stofn­að banka­reikn­ing og bauð sig fram til for­seta lands­ins. Hér er allt sem þú viss­ir ekki að þú þyrft­ir að vita um vin­sæl­ustu dúkku heims.

Saga barbídúkkunnar - Frá þýskri fylgdarkonu til Hollywood
Barbie á sér langa sögu þar sem ýmislegt kemur á óvart.

Það var þann 9. mars 1959 sem fyrsta barbídúkkan leit dagsins ljós. Hún var í svörtum og hvítum sebra-sundbol og með tagl sem átti eftir að verða eitt af hennar einkennum fyrst um sinn. Barbie var allt öðruvísi en dúkkur sem krakkar léku sér með í þá daga. Dúkkurnar voru annað hvort börn eða húsmæður. Ekki skvísur í hælaskóm og sundbol. 

Fyrsta barbídúkkan

Barbiedúkkan var kynnt á leikfangasýningu í New York af framleiðandanum Mattel. Satt að segja höfðu ýmsir efasemdir um að þessi nýja dúkka ætti nokkuð erindi til barna. Eins og við vitum nú þá skjátlaðist þessu efasemdafólki hrapallega. Barbie er vinsælasta dúkka heims og nú er búið að gera fyrstu leiknu bíómyndina um hana. 

Við höfum séð teiknimyndirnar um Barbie og Svanavatnið, Fiðrilda-Barbie og Garðabrúðu-Barbie. Nýja myndin heitir einfaldlega Barbie. Margot Robbie fer með hlutverk sjálfrar Barbie en Ken er ekki langt undan og það er hjartaknúsarinn Ryan Gosling sem leikur hann. Síðan fáum við að kynnast eðlisfræði-Barbie, fimleika-Barbie, lögfræði-Barbie, forseta-Barbie og mörgum fleirum.

Margot Robbie og Ryan Gosling sem Barbie og Ken„She´s everything. He´s just Ken“

Þegar Barbie keypti fyrsta Draumahúsið sitt gátu konur í Bandaríkjunum, heimalandi Barbie, ekki einu sinni opnað bankareikning í eigin nafni - ekki nema eiginmenn þeirra skrifuðu upp á það. Þetta var árið 1962. Barbie var nútímakona, eiginlega kona framtíðarinnar. Hún var táknmynd sjálfstæðis og valdeflingar kvenna. Barbie átti nýtísku húsgögn og bauð vinum sínum að tjilla með sér í stofunni. 

Barbie lét drauminn rætast og keypti sér hús

Konan á bak við Barbie er Ruth Handler sem stofnaði leikfangafyrirtækið Mattel ásamt eiginmanni sínum. Henni fannst dúkkurnar sem dóttir þeirra lék sér með vera svo takmarkandi, annað en leikföng sonar hennar. Hana hafði um tíma dreymt um að framleiða dúkku sem gæti veitt litlum stelpum innblástur til að gera hvað sem þær vildu en þessum hugmyndum var ekki vel tekið innan Mattel.

Ruth var á ferðalagi um Evrópu, nánar tiltekið um Þýskaland, þegar hún rakst á dúkkuna Lilli. Dúkkan var gerð eftir að myndasögur um hana í Bild-Zeitung slógu í gegn. Þjóðverjar voru eilítið framúrstefnulegri en Bandaríkjamenn þá sem oftar. Lilli var hnyttin en hún var líka háklassa fylgdarkona. Í einni myndasögunni fær hún að heyra athugasemd frá lögreglumanni því hún sé á almannafæri í bikiníi. Lilli svarar þá: „Úr hvorum hlutanum viltu að ég fari?“ Þetta fannst Þjóðverjum bráðfyndið. 

Myndasögur um Lilli í Bild-Zeitung

Hugmyndaríku starfsfólki blaðsins datt síðan í hug að láta framleiða dúkkur í líki Lilli sem síðan voru markaðssettar sem tilvaldar gríngjafir fyrir fullorðna, og var markaðsetningin afar tvíræð. Dúkkan var seld á börum, tóbaksverslunum og kynlífstækjabúðum.

Framleiðendur Lilli voru allt annað en sáttir þegar þeir fréttu af Barbie enda voru þær sláandi líkar. Þeir fóru því í mál við Mattel en á endanum náðist sátt utan dómstóla og Mattel keypti einkaréttinn á Lilli í framhaldinu.

Gætu verið systur

Ruth breytti hönnuninni lítillega, lét sauma sómakærari fatnað á hana Barbie sína og hún var síðan markaðssett sem tánings-tískumódel. Fötin hennar voru gerð af tískuhönnuði Mattel og handsaumuð í Japan. Fyrsta árið seldust 350 þúsund dúkkur. Barbie sló í gegn.

Eða frænkur

Ruth nefndi dúkkuna Barbie í höfuðið á dóttur sinni, Barböru. Barbie heitir fullu nafni Barbara Millicent Roberts. Hin raunverulega Barbara var 17 ára þegar dúkkan varð til og var hreint ekki hrifin. Í samtali við People árið 1989 sagði hún að krakkar hefðu oft komið upp að henni og sagt „Svo þú ert Barbídúkkan“. 

Ken kemur til sögunnar

Ken var kynntur til sögunnar tveimur árum á eftir Barbie og er yngri en hún í tilbúnu ævisögunni þeirra. Stundum eru þau kærustupar, stundum ekki. Hann var nefndur í höfuðið á syni Ruth Handler, Kenneth, og heitir dúkkan raunar fullu nafni Kenneth Sean Carson. 

Fyrsta Ken-dúkkan

Barbie kynntist Ken þegar þau léku saman í sjónvarpsauglýsingu og það var ást við fyrstu sýn. Barbie hætti síðan með Ken á Valentínusardaginn 2004. Það var eftir að ýmis heimsfræg pör höfðu hætt saman, og Barbie og Ken vildu tolla í tískunni og vera relevant.

Meðal frægra para sem hættu saman árið 2004 voru Britney Spears og Justin Timberlake, Sheryl Crow og Lance Armstrong, og Jennifer Lopez og Ben Affleck, sem reyndar eru byrjuð saman aftur. Barbie og Ken byrjuðu aftur saman árið 2011. 

Ken og Barbie hafa ekki alltaf verið kærustupar

Barbie er síðan alls ekki frá Malibu heldur er uppdiktaður heimabær hennar Willows, staðsettur í Wisconsin-ríki. Og þrátt fyrir að Willows sé ekki til þá er Barbie fagnað í Wisconsin sem þeirra eigin dóttur og á sögusafni ríkisins er eintak af fyrstu barbídúkkunni í svarta og hvíta sundbolnum.

Frumkvöðull

Fjórum árum áður en Neil Armstrong sagði „Þetta er lítið skref fyrir mann en risastórt stökk fyrir mannkynið“ þegar hann steig sitt fyrsta skref á Tunglinu þá var Ungfrú Geimferða-Barbie kynnt til sögunnar. Hún var í geimferðabúningi með hjálm og sýndi að það væru ekki bara karlmenn eins og Armstrong og Buzz Aldrin sem gætu farið út í geim. 

Barbie fór út í geim áður en Neil Armstrong og Buzz Aldrin lentu á Tunglinu

Árið 1967 var fyrirsætan Twiggy á hátindi ferils síns og það sama ár kom á markaðinn barbídúkka í líki Twiggy. Þetta var fyrsta dúkkan af mörgum sem gerð var eftir frægum konum. Seinna voru til að mynda gerðar dúkkur í líki leikkonunnar Farah Fawsett, sem sló í gegn í hinum upprunalegu Charlie´s Angels og rapparanum Nicki Minaj en hún hefur gefið út fjögur lög þar sem „Barbie“ kemur fram í titlinum. Hún á að sjálfsögðu lag í nýju myndinni, lagið Barbie World sem nýtur mikilla vinsælda. 

Ekki bara hvít lengur

En það var ekki nærri því strax sem Barbie með annan en hvítan húðlit var framleidd. Árið 1968 setti Mattel dúkkuna Christie á markað, vinkonu Barbie. Fyrstu eiginlegu Barbiedúkkurnar af afrískum og latneskum uppruna fóru í sölu 1980. 

Barbie af afrískum uppruna

Þegar þarna var komið sögu var Barbie búin að eignast sinn fyrsta húsbíl og gat því ferðast um landið ein og óstudd, farið í lautarferðir og gist í tjaldi. Hraust og sjálfstæð kona.

Húsbíllinn hennar Barbie

Engar leikfangavörur hafa farið í samstarf með fleiri tískuhönnuðum en Barbie. Fyrsta samstarfið var á níunda áratugnum, við Oscar de la Renta sem hannaði tískulínu fyrir dúkkuna.

Það var síðan árið 1985 sem Barbie settist í forstjórastólinn. Sem forstjóri var hún að sjálfsögðu í bleikum jakka, með bleikan klút og bleikan hátt. Nema hvað. 

Forstjóra-Barbie

Listamaðurinn Andy Warhol gerði meðal annars myndir af Marilyn Monroe, Elvis og Mao. En hann gerði líka myndir af Barbie. Það var árið 1986. Raunar var það músa Warhol, 23 ára gamall skartgripahönnuður að nafni Billy Boy sem hvatti hann til þess.

Verkið kallaði Warhol „Portrett af Billy Boy“

Warhol kynntist Billy Boy fyrst sem táningi og sóttist mjög eftir að fá að gera mynd af honum. Á endanum sagði hann við Warhol: „Ef þú vilt gera mynd af mér, gerðu þá mynd af Barbie, því Barbie, c´est moi“, segir í umfjöllun BBC um málið 2015 en Billy Boy var mikill aðdáandi Barbie og átti hann mörg þúsund dúkkur.

Billy Boy elskaði Barbie

Árið 1992 dró síðan heldur betur til tíðinda en þá bauð Barbie sig fram til forseta. Fyrsta forseta-Barbie átti bæði mjög bandarískan kjól til að klæðast á vígsluballinu en líka rauða dragt til að vera í þegar hún sinnti störfum sínum í Hvíta húsinu. Hún bauð sig aftur fram árið 2016 og þá var allt hennar samstarfsfólk konur. Enn hefur engin kona orðið forseti Bandaríkjanna en Barbie hefur alltaf verið á undan sinni samtíð.

Svona ætlaði hún á ballið þegar hún yrði forseti

Mest selda barbídúkka allra tíma var kynnt til sögunnar 1992. Það var hin mjög svo hárprúða Barbie. Engin barbídúkka hefur verið með síðara hár og klæddist hún fötum sem tilheyrðu næntís tískunni. 

Vinsælasta Barbie allra tíma var með mjög sítt hár

Eitthvað fóru síðan vinsældir Barbie að dala. Ný og spennandi leikföng litu dagsins ljós og gagnrýni á vaxtarlag hennar urðu líka háværari. Það væri bara ekki raunhæft að Barbie væri svona grönn, með svona mjótt mitti, langa leggi og stór brjóst. 

Þessu svaraði Mattel árið 2016 þegar hægt var að fá Barbie með ólíkan líkamsvöxt. Nú var hægt að fá þrýstnari Barbie, lágvaxna og hávaxna. Þetta var svo mikil grundvallarbreyting að fregnirnar rötuðu á forsíðu Time tímaritsins, svo merkilegar þóttu þær. Þremur árum seinna bættist enn ein týpan við, Barbie með minni brjóst, minna skilgreint mitti og breiðari handleggi. 

Nýtt vaxtarlag Barbie rataði á forsíðu Time

Mattel hefur, síðustu ár, lagt áherslu á fjölbreytileikann. Við höfum fengið Barbie í líki listakonunnar Fridu Kahlo, flugfrumkvöðulsins Ameliu Eckhart og Barbie með slæðu í líki Ibitihaj Mumammad, skylmingarkonunnar sem var fyrst Bandaríkjamanna árið 2016 til að keppa á ólympíuleikunum með slæðu.

Barbie sem Ibitihaj Mumammad

Þá hefur Barbie í hjólastól verið kynnt til sögunnar, Barbie með gervifót og heyrnarlausa Barbie. Í fyrra dró svo til tíðinda þegar trans-Barbie kom á markaðinn. Nýjasta dúkkan, sem kom á markað fyrr á þessu ári er síðan Barbie með Downs heilkenni. 

Breska fyrirsætan Ellie Goldstein var yfir sig hrifin af Barbie með Downs heilkenni.

Barbie er alltaf að finna sig upp á nýtt, endurskilgreina hvað það er að vera Barbie. Markmiðið er samt alltaf að ýta undir þá hugmynd hjá stelpum að þær geti orðið hvað sem þær vilja, að stelpur geti allt. 

Það hefði kannski engum dottið það í hug í fyrra en einmitt núna eru allar helstu fataverslanir fullar af fatnaði merktum Barbie, mest í bleika einkennislitnum hennar. 

Það eru líka aðeins þrír dagar í frumsýningu kvikmyndarinnar um Barbie á Íslandi.

Sýnishorn úr Barbie bíómyndinni
Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
3
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
9
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár