Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Búið að opna að gosstöðvunum

Opn­að hef­ur ver­ið um Mera­dala­leið að gos­stöðv­un­um við Litla Hrút. Reyk­ur vegna gróð­urelda og gasmeng­un olli því í morg­un að ákveð­ið var að hafa lok­að fram yf­ir há­degi.

Búið að opna að gosstöðvunum
Mengun Gasmengun berst nú frá gosstöðvunum yfir gönguleiðir að þeim.

Búið er að opna gönguleið um Meradali upp að gosstöðvunum við Litla Hrút. Sú ákvörðun var tekin nú um eitt leytið en í morgun var ákveðið að halda leiðinni lokaðri fram yfir hádegi. 

Fréttin hefur verið uppfærð. Sjá má upphaflega frétt hér að neðan.

Áfram verður lokað fyrir ferðir að gosstöðvunum við Litla Hrút, í það minnsta fram yfir hádegi í dag. Tekin var ákvörðun um þetta á fundi viðbragðsaðila nú í morgun. Staðan verður endurmetin klukkan eitt í dag.

Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum kemur fram að reykur frá gróðureldum berist nú yfir gönguleiðina að gosstöðvunum og af þeim sökum sé ekki hægt að tryggja öryggi þeirra sem fari inn á svæðið. Unnið er að því að slökkva gróðureldana norðaustan við Keili í átt að útsýnisstað að gosinu. Þyrla landhelgisgæslunnar aðstoðaði við slökkvistörf um helgina og notaðist við slökkviskjólu, svokallaðan bamba, við þau störf. Þyrlan mun áfram taka þátt í slökkvistarfinu í dag.

Lokað var fyrir ferðir að gosstöðvunum síðastliðinnn fimmtudag og hefur verið lokað þangað síðan. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að fólk hafi lagt af stað að gosinu og í nótt sem leið þurftu björgunarsveitir að aðstoða og leita að göngumönnum. Kona sem leitað var að í nótt fannst á þriðja tímanum og karlmaður sem einnig var leitað að fannst á sjötta tímanum á sævðinu.

Búast má við að gasmengunar verði vart á Suðurstrandarvegi í dag, sem og á gönguleiðum að gosstöðvunum en norðan og norðvestan átt er á svæðinu og berst mengunin því til suðurs. Vindaspá fyrir daginn gerir ráð fyrir 5 til 8 metrum á sekúndu og bætir heldur í vind á síðdegis á morgun en lægir svo seint annað kvöld.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár