Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vitum lítið um hvernig verðbólgan snertir ólíkt fólk

Heim­ili geta upp­lif­að mun hærri verð­bólgu en op­in­ber­ar mæl­ing­ar gefa til kynna, allt eft­ir því hvernig neyslu þeirra er hátt­að. Lít­ið er hins veg­ar vit­að um hvernig verð­hækk­an­ir og við­brögð við þeim snerta ólíka hópa.

Vitum lítið um hvernig verðbólgan snertir ólíkt fólk
Yfir og allt um kring Verðbólgudraugurinn blæs stundum hressilega á heimili sem skulda fasteignalán. Vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands, sem beitt er til að halda aftur af eða ýta undir neyslu snertir sama hóp töluvert. Mynd: Hlíf Una

Verðbólgan snertir fólk með misjöfnum hætti og er það ekki síst þess vegna sem fólk hefur ólíkar væntingar til þess hvernig hún þróist til framtíðar. Sá sem greiðir vísitölutengda leigu eða borgar breytilega vexti af óverðtryggðu íbúðaláni finnur mjög mikið fyrir verðlagsbreytingunum og viðbrögðum Seðlabankans við þeim, á meðan sá sem lítið eða ekkert skuldar tekur helst eftir því að geta lagt minna fyrir um hver mánaðamót, fremur en að þurfa að fara í gagngerar breytingar á eigin neysluhegðun. 

Fylgist meðRannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, situr í peningastefnunefnd sem ákvarðar stýrivexti Seðlabanka Íslands.

„Mælikvarðarnir eru með kostum og göllum og ég get alveg hugsað mér einhverja betri en maður lærir smám saman hvað þeir segja, miðað við hvað gerðist síðan. En til dæmis verðbólguvæntingar heimila, þær eru yfirleitt miklu hærri en annarra, en það er bara af því að heimilin eru með mismunandi neyslukörfu. Þau horfa kannski …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Íslenski verðbólgudraugurinn

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár