Kostnaður embættis ríkislögreglustjóra vegna kynningarefnis í tengslum við leiðtogafundinn sem haldinn var hér á landi í maí nemur að minnsta kosti rúmum 4,3 milljónum. Þar vegur þyngst kostnaður vegna aðkeyptrar þjónustu vegna framleiðslu á kynningarefni, tæpar 4,2 milljónir króna, en sú þjónusta var keypt af auglýsingastofunni Sahara. Þetta kemur fram í svörum Gunnars Harðar Garðarssonar, fráfarandi samskiptastjóra ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Heimildarinnar.
Í svari Gunnars Harðar segir að embætti ríkislögreglustjóra hafi lagt áherslu á að aðkoma lögreglu í landinu að leiðtogafundinum yrðu gerð góð skil í mynd og máli.
„Starfsfólk embættisins kom að hluta að þeirri heimildaöflun sem fór fram, til að mynda með öflun á myndefni úr drónum embættisins, með ljósmyndum og gerð myndbanda um verkþætti til innri miðlunar lögreglu. Þá var kynningarefni vegna umferðartafa og takmarkana á drónaflugi í aðdraganda fundarins framleitt innanhúss hjá lögreglu. Kostnaður aðkeyptrar þjónustu vegna framleiðslu á kynningarefni í formi ljósmyndunar, myndbandsupptöku og eftirvinnslu var …
Athugasemdir