Lögreglan réð auglýsingastofu til að gera kynningarefni fyrir leiðtogafund

Embætti rík­is­lög­reglu­stjóra varði um 150 þús­und krón­um fyr­ir birt­ingu á kynn­ing­ar­efni á Face­book og In­sta­gram í tengsl­um við leið­toga­fund Evr­ópu­ráðs­ins. Aug­lýs­inga­stof­an Sa­hara kom að gerð kynn­ing­ar­efn­is­ins og tók tæp­lega 4,2 millj­ón­ir fyr­ir.

Lögreglan réð auglýsingastofu til að gera kynningarefni fyrir leiðtogafund
Leiðtogafundur Viðbúnaður lögreglu var mjög mikill í tengslum við leiðtogafundinn sem fór fram í Hörpu í maí. Mynd: Heiða Helgadóttir

Kostnaður embættis ríkislögreglustjóra vegna kynningarefnis í tengslum við leiðtogafundinn sem haldinn var hér á landi í maí nemur að minnsta kosti rúmum 4,3 milljónum. Þar vegur þyngst kostnaður vegna aðkeyptrar þjónustu vegna framleiðslu á kynningarefni, tæpar 4,2 milljónir króna, en sú þjónusta var keypt af auglýsingastofunni Sahara. Þetta kemur fram í svörum Gunnars Harðar Garðarssonar, fráfarandi samskiptastjóra ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Heimildarinnar.

Í svari Gunnars Harðar segir að embætti ríkislögreglustjóra hafi lagt áherslu á að aðkoma lögreglu í landinu að leiðtogafundinum yrðu gerð góð skil í mynd og máli. 

„Starfsfólk embættisins kom að hluta að þeirri heimildaöflun sem fór fram, til að mynda með öflun á myndefni úr drónum embættisins, með ljósmyndum og gerð myndbanda um verkþætti til innri miðlunar lögreglu. Þá var kynningarefni vegna umferðartafa og takmarkana á drónaflugi í aðdraganda fundarins framleitt innanhúss hjá lögreglu. Kostnaður aðkeyptrar þjónustu vegna framleiðslu á kynningarefni í formi ljósmyndunar, myndbandsupptöku og eftirvinnslu var …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár