Íslenska líftæknifyrirtækið Kerecis á Ísafirði skapar tekjur upp á 50 til 70 þúsund krónur, um 400 til 500 dollara, af hverju þorskroði sem fyrirtækið vinnur lækningavörur úr. Þetta herma öruggar upplýsingar Heimildarinnar. Heildartekjur fyrirtækisins námu 10 milljörðum króna í fyrra.
Kerecis býr til sáraumbúðir úr þorskroðinu sem notaðar eru í skurðaðgerðum og til að meðhöndla þrálát sár, meðal annars eftir bruna. Miðað við tekjur fyrirtækisins 2022 og virði varanna sem unnar eru úr hverju roði skapar fyrirtækið þessar tekjur með því að vinna lækningavörur úr 140 til 200 þúsund þorskroðum.
Kerecis var nýlega selt til alþjóðlega lækningavörufyrirtækisins Coloplast fyrir tæplega 180 milljarða króna.
Í svari frá Kerecis við spurningu Heimildarinnar kemur fram að erfitt geti verið að setja nákvæma tölu á tekjurnar af hverju þorskroði. Hins vegar liggi fyrir að tekjur Kerecis auki útflutningsverðmæti af þorskafurðum um gróflega 10 prósent. Í fyrra voru fluttar út þorskaafurðir fyrir um 141 milljarð …
Athugasemdir