„Takk forsætisráðherra. Þér hefur mistekist að tryggja ungu fólki þýðingarmikið sæti við borðið,“ mun Rebekka Karlsdóttir, ungmennafulltrúi á ráðherrafundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, segja í pontu á fundinum á þriðjudag þegar hún stígur þangað upp.
En enginn pólitískt kjörinn fulltrúi verður á fundinum til þess að svara gagnrýni hennar eða annarra á innleiðingu Íslands á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Ræða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefur einfaldlega verið tekin upp á myndskeið sem verður spilað áður en Rebekka heldur sína ræðu.
Forsætisráðuneytið segir í svari við skriflegri fyrirspurn Heimildarinnar að Katrín hafi „því miður ekki tök á að sinna öllum alþjóðlegum fundum sem henni er boðið á.“ Aftur á móti muni leiðtogi Sjálfbærs Íslands ásamt sendinefnd Íslands „gera öllum athugasemdum skil sem hægt verður að vinna úr í framhaldinu.“
Rebekka og Tinna Isebarn, framkvæmdastjóri Landssambands ungmennafélaga, gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir meint sýndarsamráð við ungt fólk við gerð landrýniskýrslu Íslands um innleiðingu heimsmarkmiðs …
Athugasemdir (1)