Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Harmar að hafa sent fjölmiðlum kennitölu þolanda heimilisofbeldis

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­ness til­kynnti í morg­un um ör­ygg­is­brest til Per­sónu­vernd­ar eft­ir að blaða­mað­ur vakti at­hygli á því að hann hafði feng­ið ákæru­skjal í við­kvæmu saka­máli þar sem kennitala brota­þola hafði ekki ver­ið út­máð. Ekki er vit­að til að sam­bæri­legt at­vik hafi kom­ið upp áð­ur hjá dóm­stóln­um en verklags­regl­ur verða nú end­ur­skoð­að­ar. Per­sónu­vernd mun þó ekki taka mál­ið til skoð­un­ar þar sem það er ut­an valdsviðs henn­ar.

Harmar að hafa sent fjölmiðlum kennitölu þolanda heimilisofbeldis
Mistök Starfsfólk dómstólsins hafði samband við réttargæslumann brotaþola í morgun og upplýsti um mistökin.

Héraðsdómur Reykjaness hefur tilkynnt öryggisbrest til Persónuverndar eftir að dómstóllinn sendi fjölmiðlum afrit af ákæru í afar viðkvæmu máli án þess að afmá persónuupplýsingar um brotaþola. Þá hefur dómstólasýslan einnig verið upplýst um atvikið.

„Haft var samband við réttargæslumann brotaþola strax í morgun og hún upplýst um atvikið,“ segir í svari skrifstofustjóra dómstólsins til Heimildarinnar vegna málsins.

Í lífshættu eftir kynferðisofbeldi og árás

Dómsmálið sem um ræðir er eitt alvarlegasta heimilisofbeldismál sem hefur komið inn á borð lögreglunnar á Suðurnesjum og var um tíma rannsakað sem tilraun til manndráps en konan var í lífshættu eftir síðustu árásina.

Í kjölfar skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja var hún flutt á Landspítalann í Reykjavík til að framkvæma á henni bráðaaðgerð vegna alvarlegra innvortis áverka. Samkvæmt sérfræðingum sem framkvæmdu bráðaaðgerðina voru áverkar hennar „lífshættulegir og gátu eingöngu komið til við kynferðisofbeldi ásamt alvarlegri líkamsárás“. …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Hver ber ábyrgð á þessari ósvinnu ?

    Það virðist hluti af íslenskri menningu að enginn beri ábyrgð !!!!

    Þess vegna viðgengst ruglið endalaust.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár