Harmar að hafa sent fjölmiðlum kennitölu þolanda heimilisofbeldis

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­ness til­kynnti í morg­un um ör­ygg­is­brest til Per­sónu­vernd­ar eft­ir að blaða­mað­ur vakti at­hygli á því að hann hafði feng­ið ákæru­skjal í við­kvæmu saka­máli þar sem kennitala brota­þola hafði ekki ver­ið út­máð. Ekki er vit­að til að sam­bæri­legt at­vik hafi kom­ið upp áð­ur hjá dóm­stóln­um en verklags­regl­ur verða nú end­ur­skoð­að­ar. Per­sónu­vernd mun þó ekki taka mál­ið til skoð­un­ar þar sem það er ut­an valdsviðs henn­ar.

Harmar að hafa sent fjölmiðlum kennitölu þolanda heimilisofbeldis
Mistök Starfsfólk dómstólsins hafði samband við réttargæslumann brotaþola í morgun og upplýsti um mistökin.

Héraðsdómur Reykjaness hefur tilkynnt öryggisbrest til Persónuverndar eftir að dómstóllinn sendi fjölmiðlum afrit af ákæru í afar viðkvæmu máli án þess að afmá persónuupplýsingar um brotaþola. Þá hefur dómstólasýslan einnig verið upplýst um atvikið.

„Haft var samband við réttargæslumann brotaþola strax í morgun og hún upplýst um atvikið,“ segir í svari skrifstofustjóra dómstólsins til Heimildarinnar vegna málsins.

Í lífshættu eftir kynferðisofbeldi og árás

Dómsmálið sem um ræðir er eitt alvarlegasta heimilisofbeldismál sem hefur komið inn á borð lögreglunnar á Suðurnesjum og var um tíma rannsakað sem tilraun til manndráps en konan var í lífshættu eftir síðustu árásina.

Í kjölfar skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja var hún flutt á Landspítalann í Reykjavík til að framkvæma á henni bráðaaðgerð vegna alvarlegra innvortis áverka. Samkvæmt sérfræðingum sem framkvæmdu bráðaaðgerðina voru áverkar hennar „lífshættulegir og gátu eingöngu komið til við kynferðisofbeldi ásamt alvarlegri líkamsárás“. …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Hver ber ábyrgð á þessari ósvinnu ?

    Það virðist hluti af íslenskri menningu að enginn beri ábyrgð !!!!

    Þess vegna viðgengst ruglið endalaust.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár