Arnar Þór Jónsson, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, gerir að því skóna að ef þingflokkur Sjálfstæðisflokksins haldi áfram stuðningi sínum við frumvarp utanríkisráðherra um svokallaða bókun 35 myndi flokkurinn „hrekja frá sér sína dyggustu stuðningsmenn“ og stuðla að klofningi flokksins.
Í bloggfærslu sem varaþingmaðurinn birti í morgun, undir fyrirsögninni „Sjálfsmorðsleiðangur Sjálfstæðisflokksins?“ segir hann frá því að í gær hafi farið fram fjölmennur fundur Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál, þar sem einhugur hafi verið um að „forða verði Sjálfstæðisflokknum frá skipbroti“, koma honum „út úr þeirri hafvillu sem hann hefur ratað í“ og „afstýra því að hann verði í stöðugri tilvistarkreppu og þreytandi eftirsókn eftir stundavinsældum“.
„Sjálfstæðisflokkurinn þarf að standa undir þeim kröfum sem til hans eru gerðar: Hér þarf aukið aðhald í ríkisfjármálum. Koma þarf stjórn á innflytjendamálin áður en þau sliga hér innviði, þ.m.t. heilbrigðiskerfi, menntakerfi, húsnæðismál og löggæslu. Standa ber vörð um okkar kristna menningararf og íslenska tungu, efla …
Athugasemdir (2)