Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Nöfn fólksins sem lést í flugslysinu á Austurlandi

Þau þrjú sem lét­ust í flug­slysi á Aust­ur­landi á sunnu­dag voru í vinnu­ferð við reglu­leg­ar hrein­dýra­taln­ing­ar þeg­ar slys­ið varð. Vett­vangs­rann­sókn er lok­ið en or­sak­ir slyss­ins eru óþekkt­ar.

Nöfn fólksins sem lést í flugslysinu á Austurlandi

Vettvangsrannsókn lögreglu og Rannsóknarnefndar samgönguslysa í tengslum við flugslys á sunnudag þar sem þrír létust, telst lokið. Flugvélin var því í gærkvöldi flutt af slysstað með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslu og síðan landleiðina í húsakynni RNSA á höfuðborgarsvæðinu. 

Úrvinnsla gagna og öflun heldur áfram, og mun sú vinna taka nokkurn tíma. Ekki er vitað um orsakir slyssins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 

Þar segir ennfremur að þau sem létust hafi verið við reglulegar hreindýratalningar Náttúrustofu Austurlands  þegar slysið varð. Þrjú voru um borð og létust þau öll. 

Þau sem létust voru:

Fríða Jóhannesdóttir, fædd 1982, spendýrafræðingur
Kristján Orri Magnússon, fæddur 1982, flugmaður
Skarphéðinn G. Þórisson, fæddur 1954, líffræðingur

Vettvangsrannsókn hófst í kjölfar þess að vélin fannst eftir tveggja stunda leit úr lofti og á láði. Rannsókn stóð yfir það kvöld og fram til morguns. Hún hélt svo áfram í gær seinnipartinn.

Lögregla vekur athygli á minningarstund sem haldin verður í Egilsstaðakirkju í dag klukkan 18. Hún minnir og á samráðshóp almannavarna um áfallahjálp sem í boði er fyrir þá fjölmörgu sem eiga um sárt að binda eftir slysið.

Kveikt verður á kertum í minningu þeirra sem létust. Prestar kirkjunnar ásamt fulltrúum úr viðbragðshópi Rauða krossi Íslands á Austurlandi verða á staðnum til sálræns stuðnings.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
3
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
4
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár