Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Nöfn fólksins sem lést í flugslysinu á Austurlandi

Þau þrjú sem lét­ust í flug­slysi á Aust­ur­landi á sunnu­dag voru í vinnu­ferð við reglu­leg­ar hrein­dýra­taln­ing­ar þeg­ar slys­ið varð. Vett­vangs­rann­sókn er lok­ið en or­sak­ir slyss­ins eru óþekkt­ar.

Nöfn fólksins sem lést í flugslysinu á Austurlandi

Vettvangsrannsókn lögreglu og Rannsóknarnefndar samgönguslysa í tengslum við flugslys á sunnudag þar sem þrír létust, telst lokið. Flugvélin var því í gærkvöldi flutt af slysstað með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslu og síðan landleiðina í húsakynni RNSA á höfuðborgarsvæðinu. 

Úrvinnsla gagna og öflun heldur áfram, og mun sú vinna taka nokkurn tíma. Ekki er vitað um orsakir slyssins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 

Þar segir ennfremur að þau sem létust hafi verið við reglulegar hreindýratalningar Náttúrustofu Austurlands  þegar slysið varð. Þrjú voru um borð og létust þau öll. 

Þau sem létust voru:

Fríða Jóhannesdóttir, fædd 1982, spendýrafræðingur
Kristján Orri Magnússon, fæddur 1982, flugmaður
Skarphéðinn G. Þórisson, fæddur 1954, líffræðingur

Vettvangsrannsókn hófst í kjölfar þess að vélin fannst eftir tveggja stunda leit úr lofti og á láði. Rannsókn stóð yfir það kvöld og fram til morguns. Hún hélt svo áfram í gær seinnipartinn.

Lögregla vekur athygli á minningarstund sem haldin verður í Egilsstaðakirkju í dag klukkan 18. Hún minnir og á samráðshóp almannavarna um áfallahjálp sem í boði er fyrir þá fjölmörgu sem eiga um sárt að binda eftir slysið.

Kveikt verður á kertum í minningu þeirra sem létust. Prestar kirkjunnar ásamt fulltrúum úr viðbragðshópi Rauða krossi Íslands á Austurlandi verða á staðnum til sálræns stuðnings.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár