Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Átján leituðu til Stígamóta í fyrra eftir hópnauðgun

Fimmt­ung­ur kvenna sem leit­uðu til Stíga­móta í fyrra vegna nauðg­ana eða nauðg­un­ar­tilrauna greindu frá því að ger­andi hafi nýtt sér með­vit­und­ar­leysi sitt vegna áfeng­is og/eða lyfja. Einn karl­mað­ur greindi frá því sama. Sex­tán kon­ur og tveir karl­menn leit­uðu þang­að vegna hópnauðg­un­ar. Þetta kem­ur fram í árs­skýrslu Stíga­móta sem kom út í dag. Helm­ing­ur brota­þola nauðg­un­ar fraus eða fannst lík­am­inn lam­ast.

Átján leituðu til Stígamóta í fyrra eftir hópnauðgun
Eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum „Þessar niðurstöður sýna að algeng viðbrögð við kynferðisofbeldi eru að frjósa eða finnast líkami sinn lamast, gera ekki neitt, eða berjast á móti með líkamlegu afli eða orðum. Allt eru þetta eðlileg viðbrögð við þeim óeðlilegu aðstæðum sem kynferðisofbeldi er,“ segir í ársskýrslu Stígamóta. Mynd: Shutterstock

Ríflega helmingur þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra eftir að hafa orðið fyrir nauðgun greindi frá því að þau hefðu frosið eða fundist líkami sinn lamast. Tæpur þriðjungur gerði ekkert. „Stundum er besta leiðin til að lifa af að gera ekki neitt eða frjósa,“ segir í ársskýrslu Stígamóta fyrir árið 2022 sem kom út í dag.

Grafið hér að neðan sýnir viðbrögð brotaþola, annars vegar þeirra sem urðu fyrir nauðgun og hins vegar þeirra sem beittir voru kynferðisofbeldi þegar þeir voru börn. Þar sést að ríflega helmingur þeirra sem var nauðgað greindu frá að þeir hefðu frosið eða fundist líkami sinn lamast. Einnig kom fram að 27,3% þeirra sem var nauðgað gerðu ekkert og 24,6% létu sem ekkert væri. Þá kemur fram að hæsta hlutfall einstaklinga sem beittir höfðu verið kynferðisofbeldi sem barn gerðu ekkert, næsthæsta hlutfall hafði frosið eða fundist líkami sinn lamast og þriðja hæsta hlutfallið sagðist hafa látið sem ekkert væri. 

Viðbrögð brotaþolaþegar annars vegar nauðgun og hins vegar kynferðisofbeldi gegn barni átti sér stað

„Þessar niðurstöður sýna að algeng viðbrögð við kynferðisofbeldi eru að frjósa eða finnast líkami sinn lamast, gera ekki neitt, eða berjast á móti með líkamlegu afli eða orðum. Allt eru þetta eðlileg viðbrögð við þeim óeðlilegu aðstæðum sem kynferðisofbeldi er,“ segir í skýrslunni. 

Þá er bent á að viðbrögð einstaklinga, líkt og dýra, geti verið þrenns konar þegar einstaklingur upplifir áfall eða mikinn ótta. „Einstaklingar geta frosið, reynt að flýja eða barist á móti. Allt eru þetta viðbrögð sem geta hjálpað okkur að lifa af erfiðar aðstæður. Á Stígamótum lítum við svo á að það að frjósa eða gera ekki neitt séu eðlileg viðbrögð við kynferðisofbeldi, líkt og það að flýja eða berjast á móti. Stundum er besta leiðin til að lifa af að gera ekki neitt eða frjósa,“ segir þar.

Færri ný mál

Árið 2022 leituðu 910 einstaklingar til Stígamóta, af þeim voru 397 einstaklingar sem leituðu aðstoðar vegna eigin mála í fyrsta skipti. Þá leituðu 124 aðstandendur í fyrsta sinn til Stígamóta á árinu og þar af voru 48 með upplýsingar um mál sem ekki voru þekkt hjá Stígamótum.

Á síðasta ári voru 397 ný mál þar sem brotaþolar komu sjálfir með mál sín til Stígamóta. Þetta er um 14,6 % fækkun slíkra mála frá árinu 2021. En árið 2021 voru ný mál brotaþola 465 talsins og höfðu þá aldrei fleiri einstaklingar leitað til Stígamóta í fyrsta skipti vegna sinna mála frá stofnun samtakanna.

Kyn brotaþolaFjöldi og hlutfall brotaþola sem leituðu til Stígamóta í fyrra, flokkað eftir kynjum.

Árið 2022 var svarmöguleikanum „kynsegin“ bætt við svarmöguleikana „kona, karl og skilgreini kyn á annan hátt“ hjá Stígamótum. Taflan hér að ofan sýnir að fjórir einstaklingar skilgreindu sig kynsegin. Eins og árin á undan leituðu umtalsvert fleiri konur en karlar til Stígamóta árið 2022. Þá segir að athyglisvert sé að hlutfall karla var 7,1% og hefur hlutfall karla ekki verið lægra síðan árið 2000 en þá var hlutfall karla um 4%. „Þessi munur á hlutföllum milli ára gæti mögulega verið tilkomin vegna lítillar umræðu í samfélaginu um karkyns brotaþola,“ segir í skýrslunni. 

Ástæður þess að leitað var til Stígamóta árið 2022Það fólk sem nýtir sér þjónustu Stígamóta kemur gjarnan til að vinna úr gömlum áföllum og þau geta verið fleiri en eitt. Þess vegna eru ástæður komu sem nefndar eru fleiri en einstaklingarnir (373)

Af þeim konum sem leituðu til Stígamóta á árinu nefndi meirihluti nauðgun sem ástæðu fyrir komu, og eru það sambærilegar niðurstöður og koma fram í ársskýrslum 2014 til 2021.

Mismunandi birtingarmyndir nauðgana/nauðgunartilrauna árið 2022, skipt eftir kyni

„Athygli vekur að næsthæsta hlutfall kvenna nefndi að þeim hefði verið nauðgað/gerð tilraun til nauðgunar þar sem meðvitundarleysi þeirra vegna áfengis og/eða lyfja var nýtt. Þetta eru sambærilegar niðurstöður og fram koma í ársskýrslum frá árunum 2018 til 2021. Eins er athyglisvert að einungis einn karl nefndi að honum hefði verið nauðgað eða gerð tilraun til þess þar sem meðvitundarleysi hans vegna áfengis og/eða lyfja var nýtt. Þessar niðurstöður eru svipaðar niðurstöðum ársskýrslu ársins 2021 en þar kom fram að engum karli hafði verið nauðgað eða gerð tilraun til þess þar sem meðvitundarleysi hans vegna áfengis og/eða lyfja var nýtt,“ segir í skýrslunni. Hana má í heild sinni lesa hér.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár