Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Eldgos hafið á Reykjanesskaga

Á vef Veð­ur­stof­unn­ar seg­ir að eld­gos sé haf­ið við Litla Hrút. Jörð fór að skjálfa á Reykja­nesskaga þann 4. júlí síð­ast­lið­inn og sér­fræð­ing­ar voru nokk­uð sam­mála um að hrin­an væri und­an­fari eld­goss sem nú er haf­ið. Reykjar­mökk­ur­inn sést vel í þeim vef­mynda­vél­um sem eru á svæð­inu. Fólk er hvatt til þess að bíða átekta og fylgja fyr­ir­mæl­um Al­manna­varna.

Eldgos hafið á Reykjanesskaga
Eldgosið Kvikustrókar sjást stíga upp úr sprungunni sem talin er vera um 200 metra löng. Mynd: Veðurstofa Íslands

Eldgos er hafið á Reykjanesskaga. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að gosið hafi hafist um klukkan 16:40. Eldgosið kemur upp úr lítilli dæld rétt norður af Litla Hrút og það rýkur úr því til norðvestur.

Talið er að sprungan sé um 200 metra löng að því er kemur fram á Facebook-síðu Veðurstofunnar. Sjá má kvikustróka koma upp úr sprungunni. Í færslunni er fólk hvatt til þess að fara að öllu með gát: „Vísindamenn Veðurstofunnar eru á svæðinu við mælingar. Gangan að gosinu er löng og landslagið krefjandi, við hvetjum því fólk til þess að bíða átekta og fylgja fyrirmælum Almannavarna.“

Reykjarmökkurinn sést glögglega í þeim vefmyndavélum sem staðsettar eru á svæðinu.

ReykjanesskaginnÁ myndinni sést hvar kvika vellur nú upp úr jörðinni. Skammt suðvestan við nýja eldgosið er hraunbreiðan úr fyrri gosum.

Þegar Heimildin ræddi við Þorvald Þórðarson, eldfjallafræðing, rétt fyrir klukkan fimm var hann hinn rólegasti. „Ég reikna fastlega með að þetta sé í grennd við Litla-Hrút, það er mín ágiskun,“ sagði Þorvaldur. 

Þegar hann var spurður að því hvort hann gæti staðfest það hvort eldgos væri hafið sagði hann að sérfræðingum í hópi eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands sýndist á öllu að svo sé. Hópurinn væri á leið að gosstöðvunum fljótlega.

Þriðja gosið á þremur árum

Eldgosið sem nú er hafið er það þriðja sem kemur upp á tiltölulega litlu svæði á jafnmörgum árum. Að kvöldi 19. mars 2021 hófst eldgos í Fagradalsfjalli. Þann 18 september það sama ár var kvika hætt að renna úr gígnum en gosinu var ekki formlega lýst lokið fyrr en þremur mánuðum síðar.

Fyrir tæpu ári síðan hófst svo eldgos í Merardölum, þann 3. ágúst 2022. Gosið stóð í um 18 daga.

Jörð skolfið undanfarna daga

Jarðskjálftahrina hófst í norðaustanverðu Fagradalsfjalli þann 4. júlí síðastliðinn með skjálfta upp á 3,6 að stærð sem fannst á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu. Eftir fyrstu nótt hrinunnar höfðu um 2200 skjálftar mælst, þeirra stærstur var skjálfti upp á 4,8 að stærð.

Stærsti skjálftinn í hrinunni reið yfir í gærkvöldi, 5,2 að stærð. Skjálftinn fannst víða um land og honum fylgdi grjóthrun úr Keili.

Vefmyndavél RÚV 1
Vefmyndavél RÚV 2
Vefmyndavél Vísis
Vefmyndavél mbl.is

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár