Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Atvinnuleysi ekki mælst jafn lítið síðan 2018

At­vinnu­leysi hef­ur minnk­að hratt síð­an eft­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur og í júní stóð það í 2,9 pró­sent­um. Það er í fyrsta sinn síð­an í des­em­ber 2018 sem það fer und­ir þrjú pró­sent. Vinnu­mála­stofn­un ger­ir ráð fyr­ir litl­um breyt­ing­um í júlí.

Atvinnuleysi ekki mælst jafn lítið síðan 2018
Byggingariðnaður Atvinnulausum fækkaði lítillega í flestum atvinnugreinum á milli mánaða, þar á meðal í byggingariðnaði. Mynd: Davíð Þór

Atvinnuleysi mældist 2,9 prósent í júní síðastliðnum. Það er minnkun um 0,1 prósentustig frá fyrri mánuði en atvinnuleysi hefur lækkað um 0,6 prósentustig borið saman við sama mánuð í fyrra þegar það var 3,5 prósent. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu frá Vinnumálastofnun (VMST).

Atvinnuleysi hefur lækkað jafnt og þétt síðustu misseri og þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2018 sem atvinnuleysi mælist undir þremur prósentum. Í desember það ár mældist atvinnuleysi 2,5 prósent.

„Að meðaltali voru 5.833 atvinnulausir í júní, 3.185 karlar og 2.648 konur. Að meðaltali fækkaði atvinnulausum um 208 frá maí,“ segir í skýrslu VMST. Atvinnuleysi mælist mest á Suðurnesjum, 3,8 prósent og minnkar um 0,3 prósentustig milli mánaða. Minnst var atvinnuleysi á Norðurlandi vestra, 0,6 prósent. Það er eina svæði landsins þar sem meira atvinnuleysis mælist meðal karla en kvenna. Á Austurlandi var atvinnuleysi 1,1 prósent og á Vestfjörðum var 1,7 prósent atvinnuleysi í júní.

Hlutfall erlendra atvinnuleitenda heldur áfram að hækka

Í flestum atvinnugreinum fækkaði atvinnulausum lítillega milli mánaða. „Mest var fækkun atvinnulausra í ferðaþjónustu, þ.e. farþegaflutningum, gistiþjónustu og ýmissi ferðaþjónustu. Einnig fækkaði atvinnulausum nokkuð í verslun og vöruflutningum. Í sjávarútvegi fjölgaði atvinnulausum hins vegar lítilsháttar frá maí.“

Erlendum atvinnuleitendum fækkaði á milli mánaða um 49 og eru nú 2.980. Þrátt fyrir fækkunina hefur hlutfall erlendra atvinnuleitenda af heildarfjölda atvinnuleitenda hækkað síðustu misseri og stendur nú í 49 prósentum.

VMST gerir ráð fyrir litlum breytingum á atvinnuleysi í júlí, það gæti orðið á bilinu 2,7 til 2,9 prósent.

Hröð minnkun atvinnuleysis eftir faraldur

Atvinnuleysi hefur minnkað hratt frá því á tímum kórónuveirufaraldursins. Fyrir tveimur og hálfu ári síðan, í janúar árið 2021 náði almennt atvinnuleysi hámarki þegar það var 11,6 prósent. Á þeim tíma var til staðar úrræði sem gaf fólki kost á að sækja sér atvinnuleysisbætur vegna minnkaðs starfshlutfalls, svokölluð hlutabótaleið. Í janúar árið 2021 mældist 1,2 prósent atvinnuleysi vegna þessa úrræðis og heildaratvinnuleysi á þeim stóð því í 12,8 prósentum. Í apríl og maí árið 2020 var heildaratvinnuleysi að vísu hærra en í janúar ári síðar vegna þessa úrræðis en það fór hæst í samtals 17,8 prósent í apríl 2020, snemma í faraldrinum. 

Líkt og áður segir mældist almennt atvinnuleysi hæst í janúar 2021, 11,6 prósent, en við lok þess árs var almennt atvinnuleysi komið niður í 4,9 prósent. Atvinnulausum hélt svo áfram að fækka árið 2022 og við lok ársins stóð atvinnuleysi í 3,2 prósentum. Að meðaltali voru 3,9 prósent af mannafla á vinnumarkaði atvinnulaus í fyrra samanborið við 7,7 prósent árið áður.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
3
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
4
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár