„Persónuvernd er því enn undirmönnuð og hefur því ekki getað sinnt öllum sínum lögbundnu verkefnum,“ segir Helga Þórisdóttir í formála sínum við ársskýrslu Persónuverndar sem kom nýlega út en Helga er er forstjóri stofnunarinnar. Eitt af þessum lögbundnu verkefnum varðar mál í svokölluðu IMI-kerfi sem er samræmt samvinnukerfi persónuverndarstofnana á EES-svæðinu. „Hér er um að ræða mál sem gætu varðað mikla hagsmuni íslenskra ríkisborgara,“ segir í ársskýrslunni.
Líkt og fjallað var um í byrjun síðustu viku lagði Persónuvernd á stórar sektir, þar af tvær sem slógu met. Á mánudag var embætti landlæknis sektað um 12 milljónir vegna þess að embætti hafði ekki tryggt öryggi rafrænna heilbrigðisupplýsinga. Sektin sló met sem slegið var degi síðar þegar Creditinfo var sektað um tæpar 38 milljónir. Í sömu sektarákvörðun og þeirri sem sneri að Creditinfo sektaði Persónuvernd smálánafyrirtækið eCommerce um 7,5 milljónir og innheimtufyrirtækið A.I.C (áður Almenn innheimta) um 3,5 milljónir.
Athugasemdir