Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Persónuvernd nær ekki að sinna lögbundnum verkefnum

Þrátt fyr­ir að starfs­fólki hafi fjölg­að mik­ið á síð­ustu ár­um er álag á Per­sónu­vernd mik­ið. „Af­greiðslu­tím­inn hef­ur ver­ið lengri en okk­ur lík­ar,“ seg­ir stað­geng­ill for­stjóra.

Persónuvernd nær ekki að sinna lögbundnum verkefnum
Persónuvernd Helga Sigríður Þórhallsdóttir er sviðsstjóri eftirlits hjá Persónuvernd og staðgengill forstjóra.

„Persónuvernd er því enn undirmönnuð og hefur því ekki getað sinnt öllum sínum lögbundnu verkefnum,“ segir Helga Þórisdóttir í formála sínum við ársskýrslu Persónuverndar sem kom nýlega út en Helga er er forstjóri stofnunarinnar. Eitt af þessum lögbundnu verkefnum varðar mál í svokölluðu IMI-kerfi sem er samræmt samvinnukerfi persónuverndarstofnana á EES-svæðinu. „Hér er um að ræða mál sem gætu varðað mikla hagsmuni íslenskra ríkisborgara,“ segir í ársskýrslunni.

Líkt og fjallað var um í byrjun síðustu viku lagði Persónuvernd á stórar sektir, þar af tvær sem slógu met. Á mánudag var embætti landlæknis sektað um 12 milljónir vegna þess að embætti hafði ekki tryggt öryggi rafrænna heilbrigðisupplýsinga. Sektin sló met sem slegið var degi síðar þegar Creditinfo var sektað um tæpar 38 milljónir. Í sömu sektarákvörðun og þeirri sem sneri að Creditinfo sektaði Persónuvernd smálánafyrirtækið eCommerce um 7,5 milljónir og innheimtufyrirtækið A.I.C (áður Almenn innheimta) um 3,5 milljónir.

Stofnunin stækkað mikið …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár