Mál lögreglumannsins Gísla Jökuls Gíslasonar hefur verið sent embætti héraðssaksóknara til meðferðar. Gísli Jökull villti á sér heimildir þegar hann gerði tilraun til að komast að því hver það væri sem stæði að baki Samherjagjörningnum „We‘re Sorry“. Það gerði Gísli Jökull án þess að leita heimildar hjá yfirmönnum sínum. Samskiptin voru heldur ekki skráð í málakerfi lögreglu.
Heimildin greindi frá því 19. maí síðastliðinn að Gísli Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefði villt á sér heimildir þegar hann sendi tölvupósta á listamanninn Odd Eystein Friðriksson, Odee. Í tölvupóstunum hélt Gísli Jökull því fram að hann væri sjálfstætt starfandi blaðamaður á Íslandi. Tölvupóstarnir voru hins vegar sendir úr netfangi Gísla Jökuls hjá lögreglunni.
Sagðist skrifa greinar í blöðin
Gísli Jökull var spurður að því af Heimildinni hvers vegna …
Athugasemdir (1)