Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kerecis selt til dansks fyrirtækis á 175 milljarða króna – Íslenskir fjárfestar fá stóran hlut í hagnaðinum

Fyr­ir­tæki með höf­uð­stöðv­ar á Ísa­firði sem sér­hæf­ir sig í fram­leiðslu á lækn­inga­vör­um úr þorskroði hef­ur ver­ið selt fyr­ir gríð­ar­lega upp­hæð til Coloplast. Stærsti ein­staki eig­and­inn, fé­lag í eigu tveggja ís­lenskra fjár­festa, fær 22 millj­arða króna í sinn hlut.

Kerecis selt til dansks fyrirtækis á 175 milljarða króna – Íslenskir fjárfestar fá stóran hlut í hagnaðinum
Stofnandinn Guðmundur Fertram Sigurjónsson er forstjóri og stjórnarmaður í Kerecis. Mynd: Kerecis

Íslenska líftæknifyrirtækið Kerecis hefur verið keypt á 1,3 milljarð Bandaríkjadala, rúmlega 175 milljarða króna. Kaupandinn er danska fyrirtækið Coloplast sem ætlar að fjármagna kaupin með hlutabréfaútgáfu. Hluthafar sem hafa yfir að ráða yfir 2/3 af heildarhlutafé félagsins hafa þegar undirritað samninga um kaup og sölu hlutafjárins og búist er við að aðrir hluthafar félagsins gerist aðilar að samningnum á næstu vikum. 

Kerecis, sem er stað­sett á Ísa­firði og sér­hæfir sig í fram­leiðslu á lækn­ing­avörum úr þorskroði, hefur vaxið tölu­vert á síð­ustu miss­erum, en sölu­tekjur þeirra námu tæpum millj­arði króna árið 2019 sam­kvæmt sam­stæðu­reikn­ingi félags­ins. Á síðasta uppgjörsári, sem lauk í september í fyrra, voru tekjurnar hins vegar 10,7 milljarðar króna.

Stærsti einstaki eigandi Kerecis samkvæmt síðasta birta ársreikningi, sem var fyrir árið 2022, er félagið Omega ehf. Það er í eigu Andra Sveinssonar, stjórnarformanns Kerecis, og Birgis Más Ragnarssonar fjárfestingafélaga hans. Þeir eru þekktastir fyrir að hafa verið samstarfsmenn Björgólfs Thors Björgólfssonar í Novator árum saman. Omega ehf. átti 12,6 prósent hlut í Kerecis í september í fyrra og miðað við það fær félagið um 22 milljarða króna í sinn hlut við söluna. 

Íslenskt hugvitKerecis er stað­sett á Ísa­firði og sér­hæfir sig í fram­leiðslu á lækn­ing­a­vörum úr þorskroði.

Næst stærsti eigandinn er lúxembúrgíska félagið CuraeLab SARL með 11,4 prósent eignarhlut og félagið BBL 34 ehf., sem er að mestu í eigu stofnenda Kerecis, Guðmundar Fertram Sigurjónssonar forstjóra sem á 37,2 prósent hlut, og Birgis Bjarnar Haraldssonar, varamanns í stjórn félagsins sem á 26,6 prósent hlut í BBL 34. ehf. BBL 34 á 11 prósent hlut í Kerecis sem ætti að skila því rúmlega 19 milljörðum króna.

Aðrir stórir hluthafar eru meðal annars hið danska KIRKBI A/S, eigandi Lego, sem á 6,8 prósent hlut og Emerson Collective LLC, í eigu Laurene Powell Jobs, ekkju Steve Jobs, sem á 6,5 prósent hlut. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, situr í stjórn Kerecis fyrir hennar hönd. 

Hluthafar Kerecis við söluna eru alls um 400 talsins. Auk ofangreindra eru flestir starfsmenn Kerecis þeirra á meðal ásamt vestfirskum frumkvöðlum og sprotafjárfestum.

Á listanum hér að neðan má sjá yfirlit yfir tíu stærstu hluthafa Kerecis í fyrrahaust, en auk þeirra liggur fyrir að tryggingafélögin Sjóvá og VÍS áttu hlut. Þau tilkynntu til Kauphallar Íslands um samþykkt á fyrirliggjandi yfirtökutilboði í gærkvöldi.

Í tilkynningu sem send var út vegna kaupanna kemur fram að Kerecis verði rekið sem sjálfstæð eining innan Coloplast en fær aðgang að innviðum og söluneti Coloplast um allan heim. Þannig munu á næstu árum opnast markaðir fyrir vörur Kerecis í yfir 140 löndum, en hingað til hafa tekjurnar að stærstum hluta komið frá sölu í Bandaríkjunum.

Með sölu á fleiri mörkuðum mun eftirspurn aukast og störfum fjölga í hátæknisetri Kerecis á Ísafirði, þar sem vörurnar eru framleiddar úr íslensku þorskroði.

Skipulag fyrirtækisins verður óbreytt og Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi Kerecis, heldur áfram sem forstjóri félagsins.

Hann segir að sinn draumur með stofnun Kerecis hafi verið tvíþættur – að þróa aðferðir til að fækka aflimunum og græða sár, samhliða því að efla atvinnuþróun á Vestfjörðum. „Hvoru tveggja hefur tekist og þessi samningur er sögulegur, þar sem vestfirskt sprotafyrirtæki er orðið eitt verðmætasta félag Íslandssögunnar. Sáraroðið hefur gert stórkostlegt gagn í Bandaríkjunum og nú munu margfalt fleiri sjúklingar fá tækifæri til að nota vöruna um heim allan, auk þess sem framleiðsluumsvif á Ísafirði aukast. Þannig hefur draumurinn ræst.“

Coloplast er alþjóðlegt lækningavörufyrirtæki með höfuðstöðvar í Kaupmannahöfn. Á sviði sárameðhöndlunar hefur fyrirtækið sterka stöðu á mörkuðum í Evrópu og Asíu, þar sem öflugt sölunet hefur tryggt því umtalsverða markaðshlutdeild. Umsvif Coloplast í Bandaríkjunum á sviði sárameðhöndlunar eru hinsvegar hverfandi en þar hefur Kerecis lagt megináherslu á uppbyggingu á öflugu söluneti. Með kaupunum styrkir því Coloplast umsvif sín í Bandaríkjunum.

Guðmundur Fertram segir í tilkynningunni að einn af hornsteinum samningsins sé að Kerecis og Coloplast eigi margt sameiginlegt:. „Bæði félögin eru norræn í grunninn og stofnuð til að lækna fólk með erfiða sjúkdóma og auka lífsgæði þess. Við deilum bæði gildum og framtíðarsýn, en vegum hvort annað upp með ólíku vöruframboði og markaðssvæðum. Saman myndum við sterka heild. Ég er afar bjartsýnn á framhaldið.“

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Gengi er valt þar fé er falt
    fagna skaltu í hljóði.
    Hitt varð alltaf hundraðfalt
    sem hjartað galt úr sjóði.
    EB
    0
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    ALLT ER NÚ TIL SÖLU ÞEGAR PENINGARNIR ERU ANNARS VEGAR EINS OG FYRRI DAGINN
    0
  • Viðar Magnússon skrifaði
    Vona bara að það fari ekki eins og Guggan
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár