Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Þingmenn og ráðherrar búnir að fá launahækkunina sína

Um síð­ustu mán­aða­mót hækk­uðu laun þjóð­kjör­inna full­trúa um 2,5 pró­sent. Til hafði stað­ið að þau hækk­uðu um rúm­lega sex pró­sent, en hörð gagn­rýni varð til þess að því var breytt tíma­bund­ið. For­sæt­is­ráð­herra er nú með yf­ir 2,5 millj­ón­ir króna á mán­uði í laun.

Þingmenn og ráðherrar búnir að fá launahækkunina sína
Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir er, eðli málsins samkvæmt, hæstlaunaðasti þingmaðurinn, enda forsætisráðherra. Laun þess sem gegnir þeirri stöðu hafa hækkað um 627 þúsund krónur umfram verðlagsbreytingar frá árinu 2016. Það er rétt tæplega ein miðgildi reglulegra launa á Íslandi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Laun þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna hækkuðu um 2,5 prósent um síðustu helgi. Launahækkunin var framkvæmd með setningu sérstakra laga um breytingar á lögum til samræmis við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands, sem er 2,5 prósent. 

Nauðsynlegt þótti að setja lögin þegar fyrir lá að allt stefndi í að launa ráðherra, þingmanna og annarra háttsettra embættismanna myndu hækka um 6-6,3 prósent samkvæmt þeirri aðferðafræði sem fest var í lög árið 2019 til að ákveða laun hópsins. Hún byggir á því að launin hækki í sama hlutfalli og meðaltal reglulegra launa starfsmanna ríkisins. Munurinn er hins vegar sá að hópurinn sem um ræðir er með mun hærri laun en flestir opinberir starfsmenn. Sama hlutfallslega hækkun skilar honum því mun fleiri krónum í vasann en viðmiðunarhópnum. 

Hefðu farið yfir þakið sem aðrir þurftu að sætta sig við

Ef orðið hefði að hækkuninni sem lög kveða á um þá hefðu laun þingmanna hækkað um 85 þúsund krónur, sem er umfram það þak sem samið var um í skammtímakjarasamningum Samtaka atvinnulífsins við þorra hins almenna markaðar í kringum síðustu áramót, en það þak var 66 þúsund krónur. Hefði ítrasta hækkun gengið eftir væru þingmenn nú með um 1.431 þúsund krónur á mánuði í grunnlaun, en þau hafa tvöfaldast á sjö árum. Til við­­bótar við ofan­­greint geta þing­­menn fengið ýmis­­­konar við­­bót­­ar­greiðslur, sem geta hlaupið á hundruð þúsunda króna á mánuði, vegna kostn­aðar sem fellur til vegna starfs­ins, eða auka­­starfa á borð við nefnd­­ar­­for­­mennsku. 

Grunn­­laun ráð­herra og forseta Alþingis voru á leiðinni í 2.372 þúsund krónur og laun forsætisráðherra í 2.626 þúsund krónur á mánuði. 

Þess í stað hækkuðu þingmenn í launum um 33.640 krónur þann 1. júlí síðastliðinn og fengu rúmlega 1.379 þúsund krónur fyrir skatt í grunnlaun. Laun venjulegra ráðherra og forseta Alþingis hækkuðu um tæplega 56 þúsund krónur á mánuði og standa nú í 2.287 þúsund krónum á mánuði. 

Á meðal þeirra sem sitja á þingi hækkuðu laun forsætisráðherra mest, eða um tæplega 62 þúsund krónur á ári. Hún er nú með 2.532 þúsund krónur í laun á mánuði.

Gildir til eins árs

Ákveðið var að koma í veg fyrir þá hækkun sem stóð fyrir dyrum eftir að henni var harðlega mótmælt víða í samfélaginu. Það þótti ekki viðeigandi að ráðamenn væru að taka sér hærri krónutöluhækkanir á launum en samið hafði verið um í kjarasamningum til skamms tíma sem höfðu það hlutverk að reyna að vinna gegn hárri verðbólgu. Sú hækkun sem var valin, 2,5 prósent, er ekki handahófskennd. Hún þótti táknræn vegna þess að það er verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands sem stefnt er að því að ná og slík hækkun heldur hæstu hækkunum hópsins undir hámarksþakinu sem sett var á hækkanir á almenna markaðnum.

Í lögunum sem samþykkt voru kemur þó skýrt fram að þessi breyting er einungis til eins árs. Þann 1. júlí 2024 verður aftur horft til þess hvernig meðaltal reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár breyttist og breyting á launum viðkomandi taka mið af því.

Regluleg laun launafólks í fullu starfi á Íslandi voru 745 þúsund krónur að meðaltali í fyrra, og miðgildi þeirra 669 þúsund krónur. Um 63 prósent alls launafólks er með laun undir meðaltalinu sem skýrist, samkvæmt Hagstofu Íslands, meðal annars af því að hæstu laun hækka meðaltalið þar sem kjarasamningar tryggja ákveðin lágmarkskjör en kveða ekki á um hámarkskjör.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
5
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár