Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þingmenn og ráðherrar búnir að fá launahækkunina sína

Um síð­ustu mán­aða­mót hækk­uðu laun þjóð­kjör­inna full­trúa um 2,5 pró­sent. Til hafði stað­ið að þau hækk­uðu um rúm­lega sex pró­sent, en hörð gagn­rýni varð til þess að því var breytt tíma­bund­ið. For­sæt­is­ráð­herra er nú með yf­ir 2,5 millj­ón­ir króna á mán­uði í laun.

Þingmenn og ráðherrar búnir að fá launahækkunina sína
Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir er, eðli málsins samkvæmt, hæstlaunaðasti þingmaðurinn, enda forsætisráðherra. Laun þess sem gegnir þeirri stöðu hafa hækkað um 627 þúsund krónur umfram verðlagsbreytingar frá árinu 2016. Það er rétt tæplega ein miðgildi reglulegra launa á Íslandi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Laun þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna hækkuðu um 2,5 prósent um síðustu helgi. Launahækkunin var framkvæmd með setningu sérstakra laga um breytingar á lögum til samræmis við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands, sem er 2,5 prósent. 

Nauðsynlegt þótti að setja lögin þegar fyrir lá að allt stefndi í að launa ráðherra, þingmanna og annarra háttsettra embættismanna myndu hækka um 6-6,3 prósent samkvæmt þeirri aðferðafræði sem fest var í lög árið 2019 til að ákveða laun hópsins. Hún byggir á því að launin hækki í sama hlutfalli og meðaltal reglulegra launa starfsmanna ríkisins. Munurinn er hins vegar sá að hópurinn sem um ræðir er með mun hærri laun en flestir opinberir starfsmenn. Sama hlutfallslega hækkun skilar honum því mun fleiri krónum í vasann en viðmiðunarhópnum. 

Hefðu farið yfir þakið sem aðrir þurftu að sætta sig við

Ef orðið hefði að hækkuninni sem lög kveða á um þá hefðu laun þingmanna hækkað um 85 þúsund krónur, sem er umfram það þak sem samið var um í skammtímakjarasamningum Samtaka atvinnulífsins við þorra hins almenna markaðar í kringum síðustu áramót, en það þak var 66 þúsund krónur. Hefði ítrasta hækkun gengið eftir væru þingmenn nú með um 1.431 þúsund krónur á mánuði í grunnlaun, en þau hafa tvöfaldast á sjö árum. Til við­­bótar við ofan­­greint geta þing­­menn fengið ýmis­­­konar við­­bót­­ar­greiðslur, sem geta hlaupið á hundruð þúsunda króna á mánuði, vegna kostn­aðar sem fellur til vegna starfs­ins, eða auka­­starfa á borð við nefnd­­ar­­for­­mennsku. 

Grunn­­laun ráð­herra og forseta Alþingis voru á leiðinni í 2.372 þúsund krónur og laun forsætisráðherra í 2.626 þúsund krónur á mánuði. 

Þess í stað hækkuðu þingmenn í launum um 33.640 krónur þann 1. júlí síðastliðinn og fengu rúmlega 1.379 þúsund krónur fyrir skatt í grunnlaun. Laun venjulegra ráðherra og forseta Alþingis hækkuðu um tæplega 56 þúsund krónur á mánuði og standa nú í 2.287 þúsund krónum á mánuði. 

Á meðal þeirra sem sitja á þingi hækkuðu laun forsætisráðherra mest, eða um tæplega 62 þúsund krónur á ári. Hún er nú með 2.532 þúsund krónur í laun á mánuði.

Gildir til eins árs

Ákveðið var að koma í veg fyrir þá hækkun sem stóð fyrir dyrum eftir að henni var harðlega mótmælt víða í samfélaginu. Það þótti ekki viðeigandi að ráðamenn væru að taka sér hærri krónutöluhækkanir á launum en samið hafði verið um í kjarasamningum til skamms tíma sem höfðu það hlutverk að reyna að vinna gegn hárri verðbólgu. Sú hækkun sem var valin, 2,5 prósent, er ekki handahófskennd. Hún þótti táknræn vegna þess að það er verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands sem stefnt er að því að ná og slík hækkun heldur hæstu hækkunum hópsins undir hámarksþakinu sem sett var á hækkanir á almenna markaðnum.

Í lögunum sem samþykkt voru kemur þó skýrt fram að þessi breyting er einungis til eins árs. Þann 1. júlí 2024 verður aftur horft til þess hvernig meðaltal reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár breyttist og breyting á launum viðkomandi taka mið af því.

Regluleg laun launafólks í fullu starfi á Íslandi voru 745 þúsund krónur að meðaltali í fyrra, og miðgildi þeirra 669 þúsund krónur. Um 63 prósent alls launafólks er með laun undir meðaltalinu sem skýrist, samkvæmt Hagstofu Íslands, meðal annars af því að hæstu laun hækka meðaltalið þar sem kjarasamningar tryggja ákveðin lágmarkskjör en kveða ekki á um hámarkskjör.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
1
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Endalokin eru ekki í ruslatunnunni
4
ViðtalLoftslagsvá

Enda­lok­in eru ekki í rusla­tunn­unni

Sjálf­bærni er meg­in­stef í lífi Hrefnu Bjarg­ar Gylfa­dótt­ur, teym­is­þjálfa hjá Mar­el. Sem barn fannst henni skrít­ið að henda hlut­um í rusl­ið, það áttu ekki að vera enda­lok­in. Sjálf­bærni­veg­ferð Hrefnu Bjarg­ar hófst með óbilandi áhuga á end­ur­vinnslu. Hún próf­aði að lifa um­búða­lausu lífi sem reynd­ist þraut­in þyngri en hjálp­aði henni að móta eig­in sjálf­bærni.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
7
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár