Samskipti sakborninga og verjenda ekki verið hleruð síðastliðin fimm ár

Hler­an­ir á sam­skipt­um sak­born­inga og verj­enda komu nokk­uð við sögu í mál­um sem fóru fyr­ir dóm­stóla í kjöl­far hruns­ins. Sam­kvæmt svari dóms­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá þing­manni Pírata hafa slík­ar hler­an­ir ekki átt sér stað á síð­ustu ár­um.

Samskipti sakborninga og verjenda ekki verið hleruð síðastliðin fimm ár
Fyrirspurn Langt er um liðið síðan hleranir lögreglu á samskiptum sakborninga og verjenda áttu sér síðast stað, samkvæmt svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur. Svarinu var skilað í ráðherratíð Jóns Gunnarssonar en Guðrún Hafsteinsdóttir gegnir í dag embætti ráðherra.

Lögreglan hefur ekki hlustað á samtöl eða önnur samskipti á milli sakborninga og verjenda þeirra á síðastliðnum fimm árum. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingkonu Pírata, um hlustun samskipta á milli sakborninga og verjenda þeirra. Fram kemur í svari ráðherra að óskað hafi verið eftir upplýsingum frá öllum lögregluembættum landsins sem og frá embætti héraðssaksóknara.

Fyrirspurn Arndísar Önnu var í þremur liðum, sá fyrsti sneri að fjölda þeirra skipta sem lögregla hefur hlustað á samtöl eða önnur samskipti milli sakborninga og verjenda þeirra á síðastliðnum fimm árum. Í öðrum lið spurði hún að því hversu fljótt upptökum hafi verið eytt og í þeim þriðja hvort hlutaðeigandi hafi verið tilkynnt um slíkar aðgerðir.

„Við vinnslu fyrirspurnarinnar var óskað eftir upplýsingum frá öllum lögregluembættum landsins og embætti héraðssaksóknara. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og héraðssaksóknara hefur ekki komið til þess á síðastliðnum fimm árum að lögregla …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Mér skýtur skelkur í bringu. Að mínu áliti eru hleranir samtala milli sakbornings og verjanda brot á einföldum mannréttindum og meiga aldrei eiga sér stað. Ég tel að ríki sem misvirðir þetta fyrirgeri réttinum að kallast réttarríki.
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Je dúdda mia,,, lögreglan hefur ekki neinar skráðar ólögmætar hleranir ? Kannski af því þær eru ólöglegar ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár