Lögreglan hefur ekki hlustað á samtöl eða önnur samskipti á milli sakborninga og verjenda þeirra á síðastliðnum fimm árum. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingkonu Pírata, um hlustun samskipta á milli sakborninga og verjenda þeirra. Fram kemur í svari ráðherra að óskað hafi verið eftir upplýsingum frá öllum lögregluembættum landsins sem og frá embætti héraðssaksóknara.
Fyrirspurn Arndísar Önnu var í þremur liðum, sá fyrsti sneri að fjölda þeirra skipta sem lögregla hefur hlustað á samtöl eða önnur samskipti milli sakborninga og verjenda þeirra á síðastliðnum fimm árum. Í öðrum lið spurði hún að því hversu fljótt upptökum hafi verið eytt og í þeim þriðja hvort hlutaðeigandi hafi verið tilkynnt um slíkar aðgerðir.
„Við vinnslu fyrirspurnarinnar var óskað eftir upplýsingum frá öllum lögregluembættum landsins og embætti héraðssaksóknara. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og héraðssaksóknara hefur ekki komið til þess á síðastliðnum fimm árum að lögregla …
Athugasemdir (2)