Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fylgstu með svaðilför andafjölskyldu um miðbæinn

Fjög­urra anda fjöl­skylda hélt heim í Tjörn eft­ir háska­för í gegn­um mið­bæ­inn.

Ferðalangarnir Á leið heim.

Andamamma hraðar ungunum sínum þremur yfir gangbraut í miðbæ Reykjavíkur áður en að risastór, gulur strætó númer 12 fer af stað yfir gatnamótin. Bærinn er fullur af fólki enda er heiðskírt úti og smá gola. Litla fjölskyldan kemst yfir á gangstéttina, þökk sé lof. En þá er það næsta gata. Á móti umferð vaggar mamman niður Lækjargötu í átt að heimastað sínum, Tjörninni. Bifreiðar og áhugasamt mannfólk fylgist með þeim. Líklega urðu til í kringum hundrað ný myndbönd á snjallsíma vegfarenda af öndunum fjórum arka þessa leið. 

Hindranir

Þegar yfir gatnamót Bankastrætis og Austurstrætis er komið virðist andamamman alveg vita hvert hún er að fara. Matarlykt og mögulegir afgangar í Austurstrætinu freista ekki. Nei. Tjörnin er beint áfram.

Á gangstétt Lækjargötu eru þó ýmsar hindranir sem standa í vegi fyrir átta litlum andalöppum. Hopphjól, skilti, túristar, stólar og borð. En mamman er einbeitt og lætur ekkert stoppa sig. Hún lítur vart við þegar bíll flautar rétt hjá. Áfram gakk. Ungarnir kvaka örlítið á mömmu sína en eru aldrei langt undan og trítla áfram staðráðnir í að komast heim. Í eitt andartak horfir andamamma inn á Hard Rock þar sem heyrist í háværri tónlist. Það freistar ekki. Jafnast ekki á við Tjörnina. 

Ferðamenn taka myndir og brosa. Undir borð ungra íslenskra karlmanna fer andamamman með ungana sína sem labba yfir skó strákana og halda áfram endilanga gangstéttina. „Ætlar þú að taka viðtal við mömmuna?“ spyr túristi. Blaðakona lætur vaða: „Hvernig gengur vegferðin?“ Andamamma ansar engu og fer aftur undir borð með ungana. Ekkert má trufla leiðangurinn. Myndatökumaðurinn er líka fyrir og einn ungana gengur yfir löpp hans. 

Vitlaus beygja

Þá eru það ein önnur gatnamótin og nú beygir mamman í fyrsta sinn vitlaust. Í áttina frá Tjörninni. Eftir nokkrar sekúndur áttar hún sig á mistökunum og réttir sig af leið. 

Einn unginn dregst aftur úr í örfáar sekúndur og hrasar enda er gangan hröð og það er heitt úti. En það er ekki tími til að hika. Unginn rís upp og nær hópnum.

Á lokasprettinum fylgir enn fleira mannfólk þeim yfir allra síðustu gatnamótin og sér til þess að nálægar bifreiðar hægi á sér. Aftur forðast þær spurningar blaðakonu. Þetta er ekkert grín, þetta er lífsins alvara.

Mamman eykur ferðina þegar hún sér tjörnina, flýtir sér undir lítið tré og niður rampinn hjá Iðnó og gatnamótum Kvennó. Frammi fyrir ungunum stendur íslenskur pabbi. Hann er fyrir en þeir hugsa í lausnum, fara hver á eftir öðrum á milli lappa pabbans og hoppa ofan í. Þær eru komnar heim. Loksins.

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár