Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Staða kvenna í íslenskum fangelsum lakari en karla

Kon­ur fá hvað minnsta að­stoð inn­an refsi­vörslu­kerf­is­ins til að ná tök­um á fíkni­vanda og at­vinnu­tæki­færi þeirra eru tak­mörk­uð. Nú­ver­andi staða sýn­ir að heild­ar­sýn í mála­flokkn­um skort­ir að mati um­boðs­manns Al­þing­is en eldri um­bóta­til­lög­ur hafa ekki kom­ið til fram­kvæmda.

Staða kvenna í íslenskum fangelsum lakari en karla
Hólmsheiði Fangelsið á Hólmsheiði er aðalvistunarstaður kvenfanga. Þar af leiðandi vistast kvenfangar að meginstefnu til í lokuðu fangelsi þar sem öryggisstig er hátt. Mynd: Kristinn Magnússon

Færri vistunarúrræði fyrir kvenkyns fanga er ein helsta ástæða þess að staða kvenna í fangelsum á Íslandi er almennt lakari en staða karla. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá umboðsmanni Alþingis þar sem aðstæður kvenna í fangelsum voru bornar saman við aðstæður karla í sömu sporum.

Skýrslan sem ber titilinn Konur í fangelsi: Athugun á aðbúnaði og aðstæðum kvenna í afplánun er fyrsta þemaskýrsla umboðsmanns Alþingis á grundvelli svokallaðs OPCAT-eftirlits með stöðum þar sem frelsissviptir dvelja.

Tekið er fram í skýrslunni að í eldri skýrslum Fangelsismálastofnunnar hafi verið settar fram tillögur um hvernig bæta megi aðstöðu kvenna til vistunar í fangelsi.

Staðan sýni að heildarsýn í málafokknum skorti

Tillögurnar sneru meðal annars að því að fjölga vistunarmöguleikum til að koma þannig betur til móts við þarfir kvenkyns fanga, auk þess sem vikið var að mikilvægi þess að móta heildstæða stefnu um vistun kvenna í fangelsum. „Tillögurnar, eins og þær voru kynntar í skýrslunum tveimur, komu ekki til framkvæmda. Ekki varð heldur úr að móta heildræna stefnu um vistun kvenna í fangelsum og ber núverandi staða með sér skort á heildarsýn í málaflokknum,“ segir í skýrslunni.

Kvenkynsfangar eru í miklum minnihluta af heildarfjölda fanga, hlutfallið hefur verið í kringum sex prósent á undanförnum árum. Þessi minnihlutastaða er „almennt til þess fallin að koma niður á möguleikum þeirra til að afplána í ólíkum úrræðum,“ segir í skýrslunni en kvenfangar eru einungis vistaðir í tveimur af fjórum fangelsum sem Fangelsismálastofnun rekur, á Hólmsheiði og Sogni.

„Aðalvistunarstaður kvenfanga er Fangelsið Hólmsheiði sem er að öðru leyti fyrst og fremst hugsað sem móttöku- og gæsluvarðhaldsfangelsi. Þar af leiðandi vistast kvenfangar að meginstefnu til í lokuðu fangelsi þar sem öryggisstig er hátt,“ segir í tilkynningu frá umboðsmanni Alþingis sem send var út samhliða útgáfu skýrslunnar. Þrátt fyrir að ýmislegt sé gert til að koma til móts við þær konur sem þar dvelja, þá „ber skortur á virknistarfi og þjónustu í fangelsinu vitni um að það hentar illa sem langtímaúrræði.“

Atvinnutækifæri bundin við þrif og handverk

Skortur á virknistarfi og þjónustu birtist meðal annars í því að minna framboð er af vinnu fyrir kvenfanga og þeirra tækifæri eru að mestu bundin við hefðbundin kvennastörf, svo sem þrif og handverk. Því hefur umboðsmaður Alþingis komið því á framfæri að leita skuli leiða til að auka framboð af atvinnu fyrir kvenfanga. Umboðsmaður hefur einnig sent ábendingu til mennta- og barnamálaráðherra þess efnis að skoða þurfi, í samráði við fangelsismálayfirvöld, hvort hægt sé að bæta menntamál kvenkyns fanga.

Hitt fangelsið sem hýsir konur er á Sogni en þar vistast bæði karlar og konur. Konurnar eru þar í miklum minnihluta, mest þrjár miðað við átján karlfanga á hverjum tíma. Það geti skýrt hvers vegna konur vilji heldur taka út sína afplánun á Hólmsheiði. Líkt og fram kemur í skýrslunni þá stendur konum ekki lengur til boða að afplána á Kvíabryggju, „sem af ýmsum ástæðum þykir eftirsóknarvert.“

Gera þurfi kvenföngum kleift að afplána í opnum fangelsum

„Möguleikar kvenna til að afplána í opnu fangelsi eru þannig lakari en karla í sömu stöðu án þess að sá munur verði útskýrður með öðru en skorti á viðeigandi úrræðum,“ segir í tilkynningu umboðsmanns. Hann bendir á að staðan sé ósamrýmanleg almennum jafnræðisreglum og beinir því þar af leiðandi til bæði ráðuneytis og Fangelsismálastofnunar „að gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að kvenfangar hafi í raun sömu möguleika á að afplána í opnu fangelsi og karlar í sömu stöðu.“  

Umboðsmaður AlþingisFjórir starfsmenn embættisins komu að gerð skýrslunnar ásamt Skúla Magnússyni.

Ábendingar umboðsmanns snúa líka að heilbrigðisþjónustu. Taka þurfi til skoðunar hvort hægt sé að koma til móts við fanga sem óska eftir að vera sinnt af heilbrigðisstarfsfólki af sama kyni, auk þess sem bent er á mikilvægi þess að kvenkyns fangar hafi greiðan aðgang að krabbameinsskimunum. 

Stór hluti kvenkyns fanga glímir við fíknivanda en nauðsynleg aðstoð virðist ekki vera í boði. Meðferðarfulltrúi hefur ekki fasta viðveru og föngum býðst ekki að dvelja á vímuefnalausum gangi. „Í ljósi aðstæðna verður vart annað séð en að konur séu sá hópur innan refsivörslukerfisins sem fær hvað minnsta aðstoð við að ná tökum á vímuefnavanda sínum.“ 

Erlendir fangar reiða sig á upplýsingagjöf frá samföngum

Sérstaklega er vikið að kvenkyns föngum af erlendum uppruna en í viðtölum á Hólmsheiði kom í ljós að konur í þeim hópi höfðu þurft að reiða sig að miklu leyti á samfanga fyrir upplýsingar.

„Í skýrslunni er bent á að það fyrirkomulag geti reynst óheppilegt og því beint að fangelsinu og Fangelsismálastofnun bæta upplýsingagjöf til erlendra fanga, s.s. með því að þýða mikilvægar upplýsingar og notast við túlkaþjónustu þegar komið er á framfæri upplýsingum sem ljóst er að hafi mikla þýðingu fyrir þá,“ segir í tilkynningu umboðsmanns. Þar að auki þurfi að gæta að því að fangar túlki ekki hver fyrir annan þegar um er að ræða viðkvæm einkamálefni.

Óskar eftir viðbrögðum 

Í síðasta kafla skýrslunnar segir að umboðsmaður muni halda áfram að fylgjast með þróun mála sem og viðbrögðum viðeigandi yfirvalda sem geta orðið til þess að tiltekin atriði verði tekin til frekari skoðunar.

Óskað er eftir því að Fangelsið á Hólmsheiði, Fangelsið Sogni, Fangelsismálastofnun og geðheilsuteymi fangelsanna upplýsi umboðsmann um viðbrögð við tilmælum og ábendingum sem settar eru fram í skýrslunni eigi síðar en 1. febrúar næstkomandi. Þá er einnig óskað eftir því að fyrir þann tíma verði bæði dómsmálaráðuneyti og barna- og menntamálaráðuneyti búin að gera grein fyrir viðbrögðum sínum við þeim tilmælum og ábendingum sem beint er til þeirra í skýrslunni.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár