Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stuðningur við ríkisstjórnina á svipuðum slóðum og hjá stjórnum sem falla

Sam­fylk­ing­in mæl­ist áfram lang­stærsti flokk­ur lands­ins en vin­sæld­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafa aldrei ver­ið minni. Fram­sókn og Vinstri græn hafa tap­að um helm­ingi fylg­is síns en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn minna. Mið­flokk­ur­inn er á sigl­ingu og hef­ur ekki mælst með meira fylgi á þessu kjör­tíma­bili.

Um 35 prósent landsmanna styðja sitjandi ríkisstjórn, samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Það er minnsti stuðningur sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, skipuð Vinstri grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, hefur nokkru sinni mælst með frá því að hún settist að völdum haustið 2017. 

Í aðdraganda þess hafði verið kosið tvívegis á Íslandi á einu ári. Eftir fyrri kosningarnar, sem áttu rætur sínar að rekja til birtingu Panama-skjalanna og veru ráðamanna sem áttu aflandsfélög í þeim, tók sögulega langan tíma að mynda nýja ríkisstjórn. Það tókst raunar ekki fyrr en í janúar 2017, þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undir forsæti Bjarna Benediktssonar var mynduð. Sú hafði eins manns meirihluta, var með minnihluta atkvæða á bakvið sig og varð fljótt ein óvinsælasta ríkisstjórn Íslandssögunnar. Í ágúst 2017, skömmu áður en sú ríkisstjórn sprakk vegna uppreist æru-málsins, mældist stuðningur við hana 33,8 prósent, eða litlu minni en stuðningur við núverandi ríkisstjórn mælist í dag. …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Alveg sama hver situr í stjórn hér á landi alt ber það upp á sama bátinn virðist vera
    0
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Það sem mig langar að vita um Samfylkinguna áður en ég greiði henni atkvæði mitt.

    Mun Samfylkingin halda áfram sölu ríkiseigna?
    Mun Samfylkingin halda áfram að virkja fyrir óligarka, til að hýsa gagnaver og grafa upp rafmyntl og fleira?
    Hvað ætlar Samfylkingin að gera öðruvísi en ríkisstjórnin sem er við völd núna og einblínir á að einkavæða allan gróða en ríkisvæða öll töp.

    Þetta eru spurningar sem brenna á mér og ég hélt að ætti ekki að vera neinum vandkvæðum bundið að svara. En, ég fæ engin svör.
    0
  • HKG
    Hans Kristján Guðmundsson skrifaði
    Hefur nokkur ríkisstjórnarflokkanna áhuga á að rjúfa samstarfið í svona stöðu? Hvernig atburðarás gæti komið stjórninni frá? Hafa enn meirihluta á þingi.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár