Um 35 prósent landsmanna styðja sitjandi ríkisstjórn, samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Það er minnsti stuðningur sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, skipuð Vinstri grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, hefur nokkru sinni mælst með frá því að hún settist að völdum haustið 2017.
Í aðdraganda þess hafði verið kosið tvívegis á Íslandi á einu ári. Eftir fyrri kosningarnar, sem áttu rætur sínar að rekja til birtingu Panama-skjalanna og veru ráðamanna sem áttu aflandsfélög í þeim, tók sögulega langan tíma að mynda nýja ríkisstjórn. Það tókst raunar ekki fyrr en í janúar 2017, þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undir forsæti Bjarna Benediktssonar var mynduð. Sú hafði eins manns meirihluta, var með minnihluta atkvæða á bakvið sig og varð fljótt ein óvinsælasta ríkisstjórn Íslandssögunnar. Í ágúst 2017, skömmu áður en sú ríkisstjórn sprakk vegna uppreist æru-málsins, mældist stuðningur við hana 33,8 prósent, eða litlu minni en stuðningur við núverandi ríkisstjórn mælist í dag. …
Mun Samfylkingin halda áfram sölu ríkiseigna?
Mun Samfylkingin halda áfram að virkja fyrir óligarka, til að hýsa gagnaver og grafa upp rafmyntl og fleira?
Hvað ætlar Samfylkingin að gera öðruvísi en ríkisstjórnin sem er við völd núna og einblínir á að einkavæða allan gróða en ríkisvæða öll töp.
Þetta eru spurningar sem brenna á mér og ég hélt að ætti ekki að vera neinum vandkvæðum bundið að svara. En, ég fæ engin svör.