Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skatttekjur metnar 69 milljörðum lægri í fyrra vegna breytinga í tíð núverandi stjórnar

Í svari sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hef­ur sett fram á vef Al­þing­is er rak­ið hvaða skatt­kerf­is­breyt­ing­ar rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur hef­ur ráð­ist í og hvernig þær hafa haft áhrif á tekju­öfl­un rík­is­sjóðs. Tekju­skatts­lækk­un­in sem sam­þykkt var 2019 er helsti lið­ur­inn í þeim breyt­ing­um sem nú­ver­andi rík­is­stjórn hef­ur inn­leitt, en heild­aráhrif­in voru met­in á 69,4 millj­arða til lækk­un­ar á tekj­um rík­is­sjóðs á síð­asta ári.

Skatttekjur metnar 69 milljörðum lægri í fyrra vegna breytinga í tíð núverandi stjórnar
Skattamál Helstu breytingarnar sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur gert á skattaumhverfinu á Íslandi frá því að þessi mynd var tekin árið 2017 hafa haft þau áhrif, samkvæmt mati fjármála- og efnahagsráðuneytisins, að skatttekjur ríkissjóðs voru rúmlega 69 milljörðum lægri árið 2022 en ella hefði orðið. Mynd: Heiða Helgadóttir

Heildaráhrif helstu skattkerfisbreytinga sem stjórnvöld hafa ráðist frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum haustið 2017 voru metin á rúma 69 milljarða króna til lækkunar á tekjum ríkissjóðs á síðasta ári. 

Ef sérstakar aðgerðir stjórnvalda í skattamálum sem gripið var til vegna kórónuveirufaraldursins eru frátaldar námu áhrif breytinga sem gerðar hafa verið á skattalögum frá 2017 54,1 milljarði, til lækkunar á þeim tekjum ríkissjóðs sem ætla má að hefðu innheimtst í fyrra ef ekki væri fyrir þær breytingar sem gerðar hafa verið á lögum. 

SpurðiDagbjört Hákonardóttir varaþingmaður Samfylkingar lagði fram fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra um skattbreytingar ríkisstjórnarinnar í upphafi árs.

Þetta kemur fram í skriflegu svari frá fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn sem Dagbjört Hákonardóttir varaþingmaður Samfylkingar lagði fram á þingi. Í svarinu frá fjármála- og efnahagsráðherra er þess getið að taflan, þar sem metin áhrif af hverri og einni skattabreytingu er sett fram, sýni einungis …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár