Heildaráhrif helstu skattkerfisbreytinga sem stjórnvöld hafa ráðist frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum haustið 2017 voru metin á rúma 69 milljarða króna til lækkunar á tekjum ríkissjóðs á síðasta ári.
Ef sérstakar aðgerðir stjórnvalda í skattamálum sem gripið var til vegna kórónuveirufaraldursins eru frátaldar námu áhrif breytinga sem gerðar hafa verið á skattalögum frá 2017 54,1 milljarði, til lækkunar á þeim tekjum ríkissjóðs sem ætla má að hefðu innheimtst í fyrra ef ekki væri fyrir þær breytingar sem gerðar hafa verið á lögum.
Þetta kemur fram í skriflegu svari frá fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn sem Dagbjört Hákonardóttir varaþingmaður Samfylkingar lagði fram á þingi. Í svarinu frá fjármála- og efnahagsráðherra er þess getið að taflan, þar sem metin áhrif af hverri og einni skattabreytingu er sett fram, sýni einungis …
Athugasemdir