Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fjármálaráðherra ekki kunnugt um bréfaskipti um Lindarhvol

Í apríl sendi starfs­mað­ur fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins bréf til for­seta Al­þing­is þar sem lagst var gegn af­hend­ingu grein­ar­gerð­ar um Lind­ar­hvol. Bréf­ið var sent án vit­und­ar og vilja ráð­herra.

Fjármálaráðherra ekki kunnugt um bréfaskipti um Lindarhvol
Fjármála- og efnahagsráðherra Það er „sanngjarnt og eðlilegt“ að sjónarmið Lindarhvols hafi fengið að koma fram í bréfi sem sent var frá starfsmanni fjármála- og efnahagsráðuneytisins til forseta Alþingis. Ráðherra hafði enga aðkomu að bréfaskiptunum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra var ekki kunnugt um bréf sem sent var úr ráðuneyti hans til forseta alþingis þar sem lagst var gegn birtingu á greinargerð um Lindarhvol. Bréfið sem um ræðir var sent þann 20. apríl af starfsmanni ráðuneytisins sem var fyrirsvarsmaður Lindarhvols ehf. en bréfið sneri að greinargerð fyrrum setts ríkissaksóknara um Lindarhvol frá árinu 2018. Þetta kemur fram í svari ráðherrans við fyrirspurn frá Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar.

Fyrri liður fyrirspurnar Jóhanns Páls er svohljóðandi: „Var bréf sem starfsmaður fjármála- og efnahagsráðuneytisins sendi forseta Alþingis hinn 20. apríl 2022 vegna fyrirhugaðrar birtingar á greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf. sent með vitund og vilja ráðherra?“ Svar ráðherrans við spurningunni er stutt og laggott: „Nei.“

Síðari liður fyrirspurnarinnar snýr að skoðun ráðherrans á bréfinu og hann spurður hvort hann sé sammála innihaldi þess. Í svarinu segir að gengið hafi verið …

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Lindarhvols-sölu-RÁNIÐ er umtalsvert stærra og meira en Íslandsbanka-sölu-RÁNIÐ sem er samtals 50-milljarðar (bæði uppboðin) rökrétt er að álykta samkvæmt söluráninu á Klakka ehf sem var metinn á 1-milljarð en seldur fyrir 500-milljónir (hálfvirði) að Lindarhvols-sölu-RÁNIÐ sé 200-milljarðar. Eignir Lindarhvols voru metnar á meira 400-milljarða.
    1
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Mér virðist að málið snúist um eina spurningu: Er þessi greinargerð vinnuplagg eða ekki? Eftir því sem skrifað hefur verið var Sigurður Þórðarson skipaður ríkisendurskoðandi í þessu máli vegna vanhæfis starfandi ríkisendurskoðanda. Þarmeð hefur hann væntanlega vald til að skrifa lokaskýrslu. Ég efast um að ráðherra, nýr ríkisendurskoðandi eða forseti alþingis hafi vald til að vanvirða þessa skýrslu með því að kalla hana "vinnuplagg". Á endanum verða dómstólar að kveða hér um.
    3
  • SVB
    Skjöldur Vatnar Björnsson skrifaði
    Lindarhvolsmálið já. Hann er eins og höfuð paurarnir í dóp-innflutningunum. Sér sjálfur um að hann viti ekkert og sé alltaf saklaus.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár