Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra var ekki kunnugt um bréf sem sent var úr ráðuneyti hans til forseta alþingis þar sem lagst var gegn birtingu á greinargerð um Lindarhvol. Bréfið sem um ræðir var sent þann 20. apríl af starfsmanni ráðuneytisins sem var fyrirsvarsmaður Lindarhvols ehf. en bréfið sneri að greinargerð fyrrum setts ríkissaksóknara um Lindarhvol frá árinu 2018. Þetta kemur fram í svari ráðherrans við fyrirspurn frá Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar.
Fyrri liður fyrirspurnar Jóhanns Páls er svohljóðandi: „Var bréf sem starfsmaður fjármála- og efnahagsráðuneytisins sendi forseta Alþingis hinn 20. apríl 2022 vegna fyrirhugaðrar birtingar á greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf. sent með vitund og vilja ráðherra?“ Svar ráðherrans við spurningunni er stutt og laggott: „Nei.“
Síðari liður fyrirspurnarinnar snýr að skoðun ráðherrans á bréfinu og hann spurður hvort hann sé sammála innihaldi þess. Í svarinu segir að gengið hafi verið …
Athugasemdir (3)