Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tveir bæir – einn frjáls og hinn í helvíti

Ef það væri ekki fyr­ir eyði­legg­ing­una og ein­staka hvelli úr fall­byss­um stór­skota­liðs í ná­grenn­inu, gæti þorp­ið Orik­hiv ver­ið leik­mynd fyr­ir krútt­leg­an, ensk­an sveita­bæ. Rós­ir, valmú­ar og önn­ur vor­blóm blómstra um all­an bæ og græn­ar hlíð­ar eru skreytt­ar litl­um og fal­leg­um stein­hús­um. Hvert hús með græn­met­is­garð og vín­við vax­andi í net­um sem skríða upp hús­vegg­ina. Bær­inn sem var áð­ur mið­stöð land­bún­að­ar á Za­porizhzhia svæð­inu, hýsti um 14.000 íbúa í sveita­sælu og vel­meg­un fyr­ir stríð.

„Við höfum ekkert gas, ekkert rafmagn, ekkert vatn … en við eigum nóg af von.“ 

Þetta segir Svitlana Mandrich, 52 ára, Hún er umsjónarmaður síðustu mannúðarmiðstöðvar bæjarins. Vonin kemur í formi stórrar úkraínskar gagnsóknar sem hófst af fullum krafti í byrjun júní, aðeins tveimur dögum eftir að við heimsóttum bæinn. 

Úkraínskir hermenn hafa streymt frá baklínum sínum að bænum og stefna í átt að rússneskum hersveitum til að reyna að frelsa borgirnar Tokmak og Melitopol. Talið er að um 4.000 af þeim um 75.000 sem eru í varaliði Úkraínu séu staðsett í kringum bæinn en það er erfitt að gefa nákvæma mynd af því, sökum þagnarbindindis Úkraínu um framgang sóknarinnar. Flestar fréttir sem blaðamenn hafa úr að moða koma frá lekum innan rússneskra hersveita og myndum sem rússneskir hermenn deila á samfélagsmiðlinum Telegram.

Svitlana Mandrich heldur utan um mannfall í bænum og segir að 40 óbreyttir borgarar hafi fallið í …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi í Úkraínu

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár