Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bjarni segir Bandaríkin engin efni hafa á að gagnrýna hvalveiðar Íslendinga: „Þau eru að drepa fólk“

Fjár­mála­ráð­herra seg­ist ósátt­ur við tíma­bund­ið bann Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra við hval­veið­um. Dró hann fram sam­an­burð á milli dauðarefs­inga í Banda­ríkj­un­um og hval­veiða til að styðja við mál sitt. Bjarni seg­ir jafn­framt að það sé risa­stór ákvörð­un að stöðva hval­veið­ar á grund­velli dýra­vernd­ar­sjón­ar­miða.

Bjarni segir Bandaríkin engin efni hafa á að gagnrýna hvalveiðar Íslendinga: „Þau eru að drepa fólk“
Óvænt Umræður leiðtoga ríkisstjórnarflokkanna tóku óvænta stefnu í morgun. Mynd: Pressphotos

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist ósáttur við tímabundið bann Svandísar Svavarsdóttur við hvalveiðum. Dró hann fram samanburð á milli dauðarefsinga í Bandaríkjunum og hvalveiða.

„Við ræddum það sérstaklega hvort flokkarnir gætu verið sammála um að stöðva veiðarnar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi í morgun og bætti við því að hann hefði lýst sig andsnúinn þeirri stefnu. „Mér er brugðið og ég er ekki sáttur við það.“

Bjarni, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, voru til viðtals í þættinum. „Ég sat því miður ekki þennan hluta ríkisstjórnarfundarins þegar þetta mál kom upp,“ sagði Bjarni. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða vegna dýravelferðarsjónarmiða hafi ekki verið á dagskrá ríkisstjórnarinnar daginn sem hún var kynnt. „Ég held að það sé margt til umhugsunar um þessa ákvörðun,“ sagði hann. Margt fleira kæmi til en dýravelferð þegar horft væri á hvort hvalveiðum ætti að halda áfram.

„Sprauta svona efni inn í æðarnar á því“
Bjarni Benediktsson
um dauðarefsingar í Bandaríkjunum í samhengi við gagnrýni á hvalveiðar Íslendinga.

Bjarni fór svo með umræðuna í nokkuð óvænta átt og gagnrýndi Bandaríkjamenn fyrir að gagnrýna hvalveiðar Íslendinga: „Þau eru að drepa fólk,“ sagði hann og bætti við: „Sprauta svona efni inn í æðarnar á því.“

Katrínu var augljóslega brugðið við þennan samanburð. „Ég veit nú ekki hvert þessi umræða er nú komin,“ skaut hún inn í mál Bjarna sem greip orðið aftur og bætti við: „Þetta er fólk sem telur sig vera umkomið að gagnrýna okkur í þessu máli.“

Bjarni sagði að flokkurinn sinn hefðu sent út þau skýru skilaboð að endurskoða ætti ákvörðun Svandísar. „Við höfum verið hvalveiðiþjóð í gegnum tíðina,“ sagði hann og bætti við að það væri risastór ákvörðun að stöðva þær veiðar á grundvelli dýravelferðarsjónarmiða.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Ef þetta er rétt haft eftir Bjarna er hann ekki lengur fær um að meta það sem hann segir. Dauðarefsingar bandaríkjamanna eru auðvitað forkastanlegar og villimennska. En þær hafa ekkert með hvalveiðar íslendinga að gera. Við hvalveiðar er ekki hægt að tryggja að dýrin séu deydd á eins sársaukalausan hátt og krafist er við slátrun dýra. En að bera þær saman við dauðarefsingar er illhæðni (á erlendum málum cynismus).
    1
  • Guðrún Gunnarsdóttir skrifaði
    Bjarni miðar hvalveiði við manns dráp í Bandaríkjunum, þar er skammt hugsað. Þeir sem drepa mannfólkið eru svipaðir í hugsun og þeir sem td. drepa hvalina. Það segir allt.
    1
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Það er sjaldgæft að mér finnist Bjarni segja sannleikann. En það er vissulega rétt hjá honum að yfirvöld í Bandaríkjunum eru sífellt að drepa fólk. Ekki bara innanlands heldur einnig þúsundir sem búa í fátækum ríkjum.

    Notaðar eru til þess ýmsar aðferðir og iðulega er þessum drápum útvistað þannig að það eru þá gjarnan verktakar sem sjá um hryllinginn. En þetta gera öll herveldin með mjög breytilegum aðferðum.

    En vikulega berast af því fréttir, að bandaríkjafólk stundar sjálfseyðingu af miklum móð og nánast hvatt til þess skjóta á hvort annað með einkennilegri byssulöggjöf og gríðarlegum fordómum.

    Eini munurinn á Bandaríkjunum í þessum morðmálum er að stöðugt berast fréttir af þessu háttarlagi vestra. Á meðan morðunum er gjarnan haldið leyndum hjá öðrum herveldum
    0
  • Brynja Óskarsdóttir skrifaði
    Dýravernd villtra dýra og loftslagsvernd eru nátengd og nánast órjúfanleg bönd þar á milli. Var ekki ríkisstjórn þessa lands að ítreka loforð sín í loftslagsmálum? Kannski stjórnvöld vilji endalausar undanþágur í dýravernd, álíka og í loftslagsmálum, eymingjans greyin. Frábært að Svandís sýnir mennsku og ákveðni varðandi stopp á fáránlegum hvalveiðum þessa eina hobbý-fyrirtækis, Hvals Kristjáns Loftssonar. Áfram Svandís!!
    1
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Er ekki í lagi með þennan kökugerðarmann?! Vill hann ekki bera saman epli og appelsínur líka? Íslenska þjóðin er heiladauð að vera með þetta fólk í vinnu.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
1
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
2
Fréttir

Hita­fund­ur þar sem kos­ið var gegn van­traust­stil­lögu á hend­ur for­manni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
7
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
8
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
6
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
9
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
10
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Fótboltamaðurinn sem ætlaði að verða pípari en endaði í neyðarskýlinu
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Fót­bolta­mað­ur­inn sem ætl­aði að verða píp­ari en end­aði í neyð­ar­skýl­inu

Hann út­skrif­að­ist úr ís­lensku­námi frá Tækni­skól­an­um, var byrj­að­ur að æfa fót­bolta með Þrótti og að læra píp­ar­ann þeg­ar fót­un­um var kippt und­an hon­um. Hús­næð­ið var tek­ið af hon­um, heil­brigð­is­þjón­ust­an og vasa­pen­ing­arn­ir líka. Nú gist­ir hann á sófa vin­ar síns eða í neyð­ar­skýli Rauða kross­ins. Fram­tíð þess hef­ur ekki ver­ið tryggð.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
8
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
9
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár