Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bjarni segir Bandaríkin engin efni hafa á að gagnrýna hvalveiðar Íslendinga: „Þau eru að drepa fólk“

Fjár­mála­ráð­herra seg­ist ósátt­ur við tíma­bund­ið bann Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra við hval­veið­um. Dró hann fram sam­an­burð á milli dauðarefs­inga í Banda­ríkj­un­um og hval­veiða til að styðja við mál sitt. Bjarni seg­ir jafn­framt að það sé risa­stór ákvörð­un að stöðva hval­veið­ar á grund­velli dýra­vernd­ar­sjón­ar­miða.

Bjarni segir Bandaríkin engin efni hafa á að gagnrýna hvalveiðar Íslendinga: „Þau eru að drepa fólk“
Óvænt Umræður leiðtoga ríkisstjórnarflokkanna tóku óvænta stefnu í morgun. Mynd: Pressphotos

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist ósáttur við tímabundið bann Svandísar Svavarsdóttur við hvalveiðum. Dró hann fram samanburð á milli dauðarefsinga í Bandaríkjunum og hvalveiða.

„Við ræddum það sérstaklega hvort flokkarnir gætu verið sammála um að stöðva veiðarnar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi í morgun og bætti við því að hann hefði lýst sig andsnúinn þeirri stefnu. „Mér er brugðið og ég er ekki sáttur við það.“

Bjarni, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, voru til viðtals í þættinum. „Ég sat því miður ekki þennan hluta ríkisstjórnarfundarins þegar þetta mál kom upp,“ sagði Bjarni. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða vegna dýravelferðarsjónarmiða hafi ekki verið á dagskrá ríkisstjórnarinnar daginn sem hún var kynnt. „Ég held að það sé margt til umhugsunar um þessa ákvörðun,“ sagði hann. Margt fleira kæmi til en dýravelferð þegar horft væri á hvort hvalveiðum ætti að halda áfram.

„Sprauta svona efni inn í æðarnar á því“
Bjarni Benediktsson
um dauðarefsingar í Bandaríkjunum í samhengi við gagnrýni á hvalveiðar Íslendinga.

Bjarni fór svo með umræðuna í nokkuð óvænta átt og gagnrýndi Bandaríkjamenn fyrir að gagnrýna hvalveiðar Íslendinga: „Þau eru að drepa fólk,“ sagði hann og bætti við: „Sprauta svona efni inn í æðarnar á því.“

Katrínu var augljóslega brugðið við þennan samanburð. „Ég veit nú ekki hvert þessi umræða er nú komin,“ skaut hún inn í mál Bjarna sem greip orðið aftur og bætti við: „Þetta er fólk sem telur sig vera umkomið að gagnrýna okkur í þessu máli.“

Bjarni sagði að flokkurinn sinn hefðu sent út þau skýru skilaboð að endurskoða ætti ákvörðun Svandísar. „Við höfum verið hvalveiðiþjóð í gegnum tíðina,“ sagði hann og bætti við að það væri risastór ákvörðun að stöðva þær veiðar á grundvelli dýravelferðarsjónarmiða.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Ef þetta er rétt haft eftir Bjarna er hann ekki lengur fær um að meta það sem hann segir. Dauðarefsingar bandaríkjamanna eru auðvitað forkastanlegar og villimennska. En þær hafa ekkert með hvalveiðar íslendinga að gera. Við hvalveiðar er ekki hægt að tryggja að dýrin séu deydd á eins sársaukalausan hátt og krafist er við slátrun dýra. En að bera þær saman við dauðarefsingar er illhæðni (á erlendum málum cynismus).
    1
  • Guðrún Gunnarsdóttir skrifaði
    Bjarni miðar hvalveiði við manns dráp í Bandaríkjunum, þar er skammt hugsað. Þeir sem drepa mannfólkið eru svipaðir í hugsun og þeir sem td. drepa hvalina. Það segir allt.
    1
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Það er sjaldgæft að mér finnist Bjarni segja sannleikann. En það er vissulega rétt hjá honum að yfirvöld í Bandaríkjunum eru sífellt að drepa fólk. Ekki bara innanlands heldur einnig þúsundir sem búa í fátækum ríkjum.

    Notaðar eru til þess ýmsar aðferðir og iðulega er þessum drápum útvistað þannig að það eru þá gjarnan verktakar sem sjá um hryllinginn. En þetta gera öll herveldin með mjög breytilegum aðferðum.

    En vikulega berast af því fréttir, að bandaríkjafólk stundar sjálfseyðingu af miklum móð og nánast hvatt til þess skjóta á hvort annað með einkennilegri byssulöggjöf og gríðarlegum fordómum.

    Eini munurinn á Bandaríkjunum í þessum morðmálum er að stöðugt berast fréttir af þessu háttarlagi vestra. Á meðan morðunum er gjarnan haldið leyndum hjá öðrum herveldum
    0
  • Brynja Óskarsdóttir skrifaði
    Dýravernd villtra dýra og loftslagsvernd eru nátengd og nánast órjúfanleg bönd þar á milli. Var ekki ríkisstjórn þessa lands að ítreka loforð sín í loftslagsmálum? Kannski stjórnvöld vilji endalausar undanþágur í dýravernd, álíka og í loftslagsmálum, eymingjans greyin. Frábært að Svandís sýnir mennsku og ákveðni varðandi stopp á fáránlegum hvalveiðum þessa eina hobbý-fyrirtækis, Hvals Kristjáns Loftssonar. Áfram Svandís!!
    1
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Er ekki í lagi með þennan kökugerðarmann?! Vill hann ekki bera saman epli og appelsínur líka? Íslenska þjóðin er heiladauð að vera með þetta fólk í vinnu.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár