Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bjarni segir Bandaríkin engin efni hafa á að gagnrýna hvalveiðar Íslendinga: „Þau eru að drepa fólk“

Fjár­mála­ráð­herra seg­ist ósátt­ur við tíma­bund­ið bann Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra við hval­veið­um. Dró hann fram sam­an­burð á milli dauðarefs­inga í Banda­ríkj­un­um og hval­veiða til að styðja við mál sitt. Bjarni seg­ir jafn­framt að það sé risa­stór ákvörð­un að stöðva hval­veið­ar á grund­velli dýra­vernd­ar­sjón­ar­miða.

Bjarni segir Bandaríkin engin efni hafa á að gagnrýna hvalveiðar Íslendinga: „Þau eru að drepa fólk“
Óvænt Umræður leiðtoga ríkisstjórnarflokkanna tóku óvænta stefnu í morgun. Mynd: Pressphotos

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist ósáttur við tímabundið bann Svandísar Svavarsdóttur við hvalveiðum. Dró hann fram samanburð á milli dauðarefsinga í Bandaríkjunum og hvalveiða.

„Við ræddum það sérstaklega hvort flokkarnir gætu verið sammála um að stöðva veiðarnar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi í morgun og bætti við því að hann hefði lýst sig andsnúinn þeirri stefnu. „Mér er brugðið og ég er ekki sáttur við það.“

Bjarni, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, voru til viðtals í þættinum. „Ég sat því miður ekki þennan hluta ríkisstjórnarfundarins þegar þetta mál kom upp,“ sagði Bjarni. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða vegna dýravelferðarsjónarmiða hafi ekki verið á dagskrá ríkisstjórnarinnar daginn sem hún var kynnt. „Ég held að það sé margt til umhugsunar um þessa ákvörðun,“ sagði hann. Margt fleira kæmi til en dýravelferð þegar horft væri á hvort hvalveiðum ætti að halda áfram.

„Sprauta svona efni inn í æðarnar á því“
Bjarni Benediktsson
um dauðarefsingar í Bandaríkjunum í samhengi við gagnrýni á hvalveiðar Íslendinga.

Bjarni fór svo með umræðuna í nokkuð óvænta átt og gagnrýndi Bandaríkjamenn fyrir að gagnrýna hvalveiðar Íslendinga: „Þau eru að drepa fólk,“ sagði hann og bætti við: „Sprauta svona efni inn í æðarnar á því.“

Katrínu var augljóslega brugðið við þennan samanburð. „Ég veit nú ekki hvert þessi umræða er nú komin,“ skaut hún inn í mál Bjarna sem greip orðið aftur og bætti við: „Þetta er fólk sem telur sig vera umkomið að gagnrýna okkur í þessu máli.“

Bjarni sagði að flokkurinn sinn hefðu sent út þau skýru skilaboð að endurskoða ætti ákvörðun Svandísar. „Við höfum verið hvalveiðiþjóð í gegnum tíðina,“ sagði hann og bætti við að það væri risastór ákvörðun að stöðva þær veiðar á grundvelli dýravelferðarsjónarmiða.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Ef þetta er rétt haft eftir Bjarna er hann ekki lengur fær um að meta það sem hann segir. Dauðarefsingar bandaríkjamanna eru auðvitað forkastanlegar og villimennska. En þær hafa ekkert með hvalveiðar íslendinga að gera. Við hvalveiðar er ekki hægt að tryggja að dýrin séu deydd á eins sársaukalausan hátt og krafist er við slátrun dýra. En að bera þær saman við dauðarefsingar er illhæðni (á erlendum málum cynismus).
    1
  • Guðrún Gunnarsdóttir skrifaði
    Bjarni miðar hvalveiði við manns dráp í Bandaríkjunum, þar er skammt hugsað. Þeir sem drepa mannfólkið eru svipaðir í hugsun og þeir sem td. drepa hvalina. Það segir allt.
    1
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Það er sjaldgæft að mér finnist Bjarni segja sannleikann. En það er vissulega rétt hjá honum að yfirvöld í Bandaríkjunum eru sífellt að drepa fólk. Ekki bara innanlands heldur einnig þúsundir sem búa í fátækum ríkjum.

    Notaðar eru til þess ýmsar aðferðir og iðulega er þessum drápum útvistað þannig að það eru þá gjarnan verktakar sem sjá um hryllinginn. En þetta gera öll herveldin með mjög breytilegum aðferðum.

    En vikulega berast af því fréttir, að bandaríkjafólk stundar sjálfseyðingu af miklum móð og nánast hvatt til þess skjóta á hvort annað með einkennilegri byssulöggjöf og gríðarlegum fordómum.

    Eini munurinn á Bandaríkjunum í þessum morðmálum er að stöðugt berast fréttir af þessu háttarlagi vestra. Á meðan morðunum er gjarnan haldið leyndum hjá öðrum herveldum
    0
  • Brynja Óskarsdóttir skrifaði
    Dýravernd villtra dýra og loftslagsvernd eru nátengd og nánast órjúfanleg bönd þar á milli. Var ekki ríkisstjórn þessa lands að ítreka loforð sín í loftslagsmálum? Kannski stjórnvöld vilji endalausar undanþágur í dýravernd, álíka og í loftslagsmálum, eymingjans greyin. Frábært að Svandís sýnir mennsku og ákveðni varðandi stopp á fáránlegum hvalveiðum þessa eina hobbý-fyrirtækis, Hvals Kristjáns Loftssonar. Áfram Svandís!!
    1
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Er ekki í lagi með þennan kökugerðarmann?! Vill hann ekki bera saman epli og appelsínur líka? Íslenska þjóðin er heiladauð að vera með þetta fólk í vinnu.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
5
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár