Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Haraldur sat fastur á hafsbotni í óvirkum kafbáti: „Við eigum á hættu að kafna“

„Það kom mér í mik­ið upp­nám, þeg­ar frétt­ir bár­ust í vik­unni af týnd­um kaf­bát í mikl­um vanda í grennd við flak­ið af Tit­anic,“ seg­ir Har­ald­ur Sig­urðs­son eld­fjalla­fræð­ing­ur. „Ég hef sjálf­ur lent í sams­kon­ar vanda í kaf­bát á botni Karíbahafs­ins.“

Haraldur sat fastur á hafsbotni í óvirkum kafbáti: „Við eigum á hættu að kafna“

„Við Tim finnum líka að andardráttur er orðinn erfiðari,“ skrifar Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, þegar hann rifjar upp atvik þar sem hann sat fastur á hafsbotni í óvirkum kafbáti við neðansjávareldfjallið Kick 'em Jenny, í grend við eynna Grenada í Karíbahafi árið 1988.

Haraldur lýsir reynslu sinni í aðsendri grein til Heimildarinnar vegna þess að það fékk á hann að heyra af því að fimm menn hefðu látist í kafbátaleiðangri. 

Fimm létust með Titan

Kafbáturinn Titan hvarf af rafsjá út fyrir Nýfundnalandi á sunnudag, en fimm farþegar voru um borð í bátnum. Þeir voru að leið að flaki farþegaskipsins Titanic. Í gærkvöldi var staðfest að fimm hlutar úr kafbátnum hefðu fundist og að allir farþegar hans væru látnir. Kafbáturinn féll saman vegna þrýstings. 

Um borð voru Hamish Harding, milljarðamæringur frá Bretlandi og pakistanski viðskiptajöfurinn Shahzada Dawood og Suliman, 19 ára gamall sonur hans. Forstjóri OceanGate Expeditions var einnig um borð, Stockton Rush, en hann stóð að ferðinni. Með í för var einnig einn helsti sérfræðingur í Titanic, sjávarlíffræðingurinn Paul-Henry Nargeloet. Hann hafði farið alls 35 sinnum niður að Titanic sem er á 3.800 metra dýpi.

„Það kom mér í mikið uppnám, þegar fréttir bárust í vikunni af týndum kafbát í miklum vanda í grennd við flakið af Titanic á um 4 km dýpi á hafsbotni hins ískalda Norður Atlantshafs. Ég hef sjálfur lent í samskonar vanda í kafbát á botni Karíbahafsins,“ skrifar Haraldur.

Mælaborðið varð svart

Í greininni segir Haraldur frá þessum leiðangri og fleiri kafbátaferðum. Hann mininst þess hve mikil upplifun það var að fylgjast með fjölbreyttu lífríki hafsins á leiðinni niður í um 700 metra dýpi. Eftir að hafa lokið sýnatöku og athugunum á hafsbotni og ætluðu þeir að færa sig ofar, en þá slokknuðu öll ljós í kafbátnum og mælaborðið varð svart. 

„Ég spyr Tim hvað er að gerast, en hann svarar ekki. Hann dregur fram vasaljós og fer að grúska í vírum og tækjum. Mér datt ekki annað í hug en að þetta væri aðeins smá bilun og að hann hlyti að kippa því í lag strax. En tíminn líður og Tim byrjar að bölva. Hann reynir við alla takka og ekkert gerist. Við erum án allrar orku og þar á meðal er slökkt á tækinu sem hreinsar koltvíoxíð úr lofti inni í bátnum og heldur við súrefni. Við eigum á hættu að kafna vegna vaxandi koltvíoxíðs og súrefnisskorts. 

Fyrir aftan stóru plastkúluna sem við Tim sitjum í er stærri kúla gerð úr álblöndu. Þar sitja tveir aðstoðarmenn, sem geta haft talsamband við okkur en ekkert op er á milli. Þeir kvarta mikið yfir kulda. Á þessu dýpi er sjávarhiti kominn langt niður og farinn að nálgast eina eða tvær gráður. Álhylkið þeirra leiðir kuldann beint inn, en plastkúlan okkar veitir góða einangrun. Þeir eru farnir að kvarta yfir loftleysi og við Tim finnum líka að andardráttur er orðinn erfiðari. Koltvíoxíðið vex hægt og hægt.“

Illa haldnir

Þegar Haraldi og félögum hans var bjargað voru þeir „illa haldnir, loftlausir, og þeir í aftara hylkinu farnir að kasta upp.“ Hann lýsir því þegar þeir gátu loks „opnað hlerann og andað að okkur þessu dásamlega andrúmslofti sem gefur öllu líf í jarðríki“. 

Nánari lýsingu á atvikum og kafbátaferðum Haralds má lesa í greininni Kafbátur í vanda staddur

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár