Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Haraldur sat fastur á hafsbotni í óvirkum kafbáti: „Við eigum á hættu að kafna“

„Það kom mér í mik­ið upp­nám, þeg­ar frétt­ir bár­ust í vik­unni af týnd­um kaf­bát í mikl­um vanda í grennd við flak­ið af Tit­anic,“ seg­ir Har­ald­ur Sig­urðs­son eld­fjalla­fræð­ing­ur. „Ég hef sjálf­ur lent í sams­kon­ar vanda í kaf­bát á botni Karíbahafs­ins.“

Haraldur sat fastur á hafsbotni í óvirkum kafbáti: „Við eigum á hættu að kafna“

„Við Tim finnum líka að andardráttur er orðinn erfiðari,“ skrifar Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, þegar hann rifjar upp atvik þar sem hann sat fastur á hafsbotni í óvirkum kafbáti við neðansjávareldfjallið Kick 'em Jenny, í grend við eynna Grenada í Karíbahafi árið 1988.

Haraldur lýsir reynslu sinni í aðsendri grein til Heimildarinnar vegna þess að það fékk á hann að heyra af því að fimm menn hefðu látist í kafbátaleiðangri. 

Fimm létust með Titan

Kafbáturinn Titan hvarf af rafsjá út fyrir Nýfundnalandi á sunnudag, en fimm farþegar voru um borð í bátnum. Þeir voru að leið að flaki farþegaskipsins Titanic. Í gærkvöldi var staðfest að fimm hlutar úr kafbátnum hefðu fundist og að allir farþegar hans væru látnir. Kafbáturinn féll saman vegna þrýstings. 

Um borð voru Hamish Harding, milljarðamæringur frá Bretlandi og pakistanski viðskiptajöfurinn Shahzada Dawood og Suliman, 19 ára gamall sonur hans. Forstjóri OceanGate Expeditions var einnig um borð, Stockton Rush, en hann stóð að ferðinni. Með í för var einnig einn helsti sérfræðingur í Titanic, sjávarlíffræðingurinn Paul-Henry Nargeloet. Hann hafði farið alls 35 sinnum niður að Titanic sem er á 3.800 metra dýpi.

„Það kom mér í mikið uppnám, þegar fréttir bárust í vikunni af týndum kafbát í miklum vanda í grennd við flakið af Titanic á um 4 km dýpi á hafsbotni hins ískalda Norður Atlantshafs. Ég hef sjálfur lent í samskonar vanda í kafbát á botni Karíbahafsins,“ skrifar Haraldur.

Mælaborðið varð svart

Í greininni segir Haraldur frá þessum leiðangri og fleiri kafbátaferðum. Hann mininst þess hve mikil upplifun það var að fylgjast með fjölbreyttu lífríki hafsins á leiðinni niður í um 700 metra dýpi. Eftir að hafa lokið sýnatöku og athugunum á hafsbotni og ætluðu þeir að færa sig ofar, en þá slokknuðu öll ljós í kafbátnum og mælaborðið varð svart. 

„Ég spyr Tim hvað er að gerast, en hann svarar ekki. Hann dregur fram vasaljós og fer að grúska í vírum og tækjum. Mér datt ekki annað í hug en að þetta væri aðeins smá bilun og að hann hlyti að kippa því í lag strax. En tíminn líður og Tim byrjar að bölva. Hann reynir við alla takka og ekkert gerist. Við erum án allrar orku og þar á meðal er slökkt á tækinu sem hreinsar koltvíoxíð úr lofti inni í bátnum og heldur við súrefni. Við eigum á hættu að kafna vegna vaxandi koltvíoxíðs og súrefnisskorts. 

Fyrir aftan stóru plastkúluna sem við Tim sitjum í er stærri kúla gerð úr álblöndu. Þar sitja tveir aðstoðarmenn, sem geta haft talsamband við okkur en ekkert op er á milli. Þeir kvarta mikið yfir kulda. Á þessu dýpi er sjávarhiti kominn langt niður og farinn að nálgast eina eða tvær gráður. Álhylkið þeirra leiðir kuldann beint inn, en plastkúlan okkar veitir góða einangrun. Þeir eru farnir að kvarta yfir loftleysi og við Tim finnum líka að andardráttur er orðinn erfiðari. Koltvíoxíðið vex hægt og hægt.“

Illa haldnir

Þegar Haraldi og félögum hans var bjargað voru þeir „illa haldnir, loftlausir, og þeir í aftara hylkinu farnir að kasta upp.“ Hann lýsir því þegar þeir gátu loks „opnað hlerann og andað að okkur þessu dásamlega andrúmslofti sem gefur öllu líf í jarðríki“. 

Nánari lýsingu á atvikum og kafbátaferðum Haralds má lesa í greininni Kafbátur í vanda staddur

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
4
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
4
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár