Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Haraldur sat fastur á hafsbotni í óvirkum kafbáti: „Við eigum á hættu að kafna“

„Það kom mér í mik­ið upp­nám, þeg­ar frétt­ir bár­ust í vik­unni af týnd­um kaf­bát í mikl­um vanda í grennd við flak­ið af Tit­anic,“ seg­ir Har­ald­ur Sig­urðs­son eld­fjalla­fræð­ing­ur. „Ég hef sjálf­ur lent í sams­kon­ar vanda í kaf­bát á botni Karíbahafs­ins.“

Haraldur sat fastur á hafsbotni í óvirkum kafbáti: „Við eigum á hættu að kafna“

„Við Tim finnum líka að andardráttur er orðinn erfiðari,“ skrifar Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, þegar hann rifjar upp atvik þar sem hann sat fastur á hafsbotni í óvirkum kafbáti við neðansjávareldfjallið Kick 'em Jenny, í grend við eynna Grenada í Karíbahafi árið 1988.

Haraldur lýsir reynslu sinni í aðsendri grein til Heimildarinnar vegna þess að það fékk á hann að heyra af því að fimm menn hefðu látist í kafbátaleiðangri. 

Fimm létust með Titan

Kafbáturinn Titan hvarf af rafsjá út fyrir Nýfundnalandi á sunnudag, en fimm farþegar voru um borð í bátnum. Þeir voru að leið að flaki farþegaskipsins Titanic. Í gærkvöldi var staðfest að fimm hlutar úr kafbátnum hefðu fundist og að allir farþegar hans væru látnir. Kafbáturinn féll saman vegna þrýstings. 

Um borð voru Hamish Harding, milljarðamæringur frá Bretlandi og pakistanski viðskiptajöfurinn Shahzada Dawood og Suliman, 19 ára gamall sonur hans. Forstjóri OceanGate Expeditions var einnig um borð, Stockton Rush, en hann stóð að ferðinni. Með í för var einnig einn helsti sérfræðingur í Titanic, sjávarlíffræðingurinn Paul-Henry Nargeloet. Hann hafði farið alls 35 sinnum niður að Titanic sem er á 3.800 metra dýpi.

„Það kom mér í mikið uppnám, þegar fréttir bárust í vikunni af týndum kafbát í miklum vanda í grennd við flakið af Titanic á um 4 km dýpi á hafsbotni hins ískalda Norður Atlantshafs. Ég hef sjálfur lent í samskonar vanda í kafbát á botni Karíbahafsins,“ skrifar Haraldur.

Mælaborðið varð svart

Í greininni segir Haraldur frá þessum leiðangri og fleiri kafbátaferðum. Hann mininst þess hve mikil upplifun það var að fylgjast með fjölbreyttu lífríki hafsins á leiðinni niður í um 700 metra dýpi. Eftir að hafa lokið sýnatöku og athugunum á hafsbotni og ætluðu þeir að færa sig ofar, en þá slokknuðu öll ljós í kafbátnum og mælaborðið varð svart. 

„Ég spyr Tim hvað er að gerast, en hann svarar ekki. Hann dregur fram vasaljós og fer að grúska í vírum og tækjum. Mér datt ekki annað í hug en að þetta væri aðeins smá bilun og að hann hlyti að kippa því í lag strax. En tíminn líður og Tim byrjar að bölva. Hann reynir við alla takka og ekkert gerist. Við erum án allrar orku og þar á meðal er slökkt á tækinu sem hreinsar koltvíoxíð úr lofti inni í bátnum og heldur við súrefni. Við eigum á hættu að kafna vegna vaxandi koltvíoxíðs og súrefnisskorts. 

Fyrir aftan stóru plastkúluna sem við Tim sitjum í er stærri kúla gerð úr álblöndu. Þar sitja tveir aðstoðarmenn, sem geta haft talsamband við okkur en ekkert op er á milli. Þeir kvarta mikið yfir kulda. Á þessu dýpi er sjávarhiti kominn langt niður og farinn að nálgast eina eða tvær gráður. Álhylkið þeirra leiðir kuldann beint inn, en plastkúlan okkar veitir góða einangrun. Þeir eru farnir að kvarta yfir loftleysi og við Tim finnum líka að andardráttur er orðinn erfiðari. Koltvíoxíðið vex hægt og hægt.“

Illa haldnir

Þegar Haraldi og félögum hans var bjargað voru þeir „illa haldnir, loftlausir, og þeir í aftara hylkinu farnir að kasta upp.“ Hann lýsir því þegar þeir gátu loks „opnað hlerann og andað að okkur þessu dásamlega andrúmslofti sem gefur öllu líf í jarðríki“. 

Nánari lýsingu á atvikum og kafbátaferðum Haralds má lesa í greininni Kafbátur í vanda staddur

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár