Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

„Ég sá að það er hægt að kaupa hvalkjöt, er það rétt?“

Hval­veið­ar munu ekki fara fram í sum­ar. Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra tók í vik­unni ákvörð­un um að stöðva veið­ar á lang­reyð­um, tíma­bund­ið, til 31.ág­úst. Ákvörð­un­ina tók hún í kjöl­far af­drátt­ar­lauss álits fagráðs um vel­ferð dýra. Heim­ild­in fór á stúf­ana og fékk álit veg­far­enda, inn­lendra sem er­lendra, á hval­veið­um.

Hver er afstaða þín til hvalveiða? 

„Nei.“

Svar Sigurjóns Sindra Skjaldarsonar er einfalt. Hann andvarpar þegar blaðamaður spyr út í ákvörun ráðherra um að stöðva hvalveiðar tímabundið og segist ekki vita nóg um málið. Hann hefur ekki smakkað hvalkjöt og getur ekki hugsað sér að gera það. „Nei, ég er góður þar sko.“   

„Nei“Afstaða Sigurjóns Sindra Skjaldarsonar til hvalveiða er neikvæð.

Hvalaskoðun ekki stórfengleg sjón

Rob Smedema, hollenskur ferðamaður, er frekar hlutlaus þegar kemur að hvalveiðum. „Auðvitað var það mikilvægur iðnaður, tekjulind. Ég held að það séu breyttir tímar en eftir því sem ég best veit eru nokkur lönd í heiminum sem hafa ekki enn skrifað undir Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna sem bannar hvalveiðar, eitt þeirra er Ísland.“

Hvalveiðar sem slíkar höfðu ekki áhrif á ákvörðun hans þegar kom að því að  ferðast til Íslands? „En auðvitað vissum við að það er eitthvað slíkt á Íslandi.“ 

Rob hefur ekki smakkað hvalkjöt en hann hefur farið í hvalaskoðun, á Norðurlandi, og líkaði það vel.  „Við sáum nokkra hnúfubaka en þetta var ekki stórfengleg sjón, þeir flutu bara um, ekki eins og flottu myndirnar sem þú sérð þar sem þeir stökkva upp úr sjónum. Ég bjóst ekki við því. Það voru tveir hnúfubakar og þetta var indælt, þetta var í firðinum og  veðrið var gott og þetta var ánægjuleg upplifun.“

Breyttir tímarHollendingurinn Rob Smedema segir hvalveiðar hafa verið mikilvægan iðnað og tekjulind en nú eru breyttir tímar.

Er ekki komið nóg? 

Gunnar Steinn Aðalsteinsson hefur verið búsettur í Noregi stóran hluta ævi sinnar og afstaða hans gagnvart hvalveiðum er frekar hlutlaus. „En ég er ánægður að þetta er búið,“ segir hann um ákvörðun ráðherra að stöðva hvalveiðar tímabundirð. Hann gerir þó athugasemdir við fyrirvarann.  

„Ég hef meiri áhyggjur af fólki sem er að starfa við þetta, hvort að þau missi vinnuna sína og eru búin að plana sumarferðir eða ráða fólk inn fyrir sumarið.“ Spurningin er samt sem áður siðferðileg, að hans mati. „Er ekki komið nóg?“ 

Smakkaði hvalkjöt í brúðkaupiGunnar Steinn Aðalsteinsson hefur einu sinni smakkað hvalkjöt. Það var í brúðkaupi í Noregi, en fannst það ekkert sérstakt.

Gunnar hefur smakkað hvalkjöt. Einu sinni. Í Noregi. „Það var ekkert sérstakt sko, ekki fyrir minn smekk.“ Þá hefur hann einu sinni farið í hvalaskoðun sem hann hafði gaman af. „Einu sinni þegar ég var krakki, það var mjög gaman, spennandi.“

Hefur ekki smakkað hvalkjöt

Arna Katrín Davíðsdóttir segist ekkert vita um hvalveiðar og því geti hún ekki tekið afstöðu til þeirra. Hún hefur ekki smakkað hvalkjöt. „Og ég plana ekki að gera það.“ Hún hefur einu sinni farið í hvalaskoðun og segir það hafa verið mjög fínt. Aðspurt hvort hún hafi séð marga hvali segir hún: „Svona já og nei.“

Ekki á planinu að smakka hvalkjötArna Katrín Davíðsdóttir veit lítið um hvalveiðar en hefur einu sinni farið í hvalaskoðun sem var mjög fínt.

Sá Hval 9 fyrst fyrir 37 árum

Bernhard Wessling kom fyrst til Íslands fyrir 37 árum og var að velta fyrir sér hvort hvalveiðiskipið Hvalur 9 væri það sama og hann sá þá, þegar blaðamaður nálgast hann í grennd við hvalveiðiskipið sem liggur nú við bryggju. Svo reyndist vera þar sem Hvalur 9 er smíðað árið 1952. 

Bernhard og eiginkona hans, Karin, setjast á bekk og ræða við blaðamann. Karin afþakkar hins vegar spjall þar sem hún segir enskukunnáttuna takmarkaða en hún þekkir umræðuefnið vel. Hjónin eru miklir náttúruverndasinnar. „Ég er alfarið á móti hvalveiðum. Ég er í náttúruvernd, ekki hvað varðar hvali, heldur tranfugla og fugla og náttúruvernd almennt. Hvalir hafa verið nánast útdauðir og hvalir gegna stóru hlutverki í vistfræði, í vistkerfi sjávar, við einfaldlega verðum að vernda þá og við þurfum ekki að veiða þá. Og Ísland þarf ekki að veiða þá.“

NáttúruverndarsinnarBernhard Wessing og Karin Muras eru þýsk hjón á ferð um landið. Þau eru miklir dýra- og náttúruverndarsinnar og hefur Bernhard gefið út bók um tranfugla, fuglategund sem lítið er vitað um.

Það ætti ekki að koma á óvart að Bernhard hefur ekki smakkað hvalkjöt. En þegar hann var hér á landi fyrir 37 árum með sonum sínum dreymdi þá um að sjá lunda. Þeim varð hins vegar ekki að ósk sinni, að sjá lifandi lunda. „Við vorum að leita að lunda. Síðasta daginn komum við til Reykjavíkur og fórum á veitingastað og það var lundi á matseðlinum og strákarnir mínir fóru að gráta þannig við vildum ekki borða þá. Það sama á við um hvalina.“  

Hrefnan var með eitthvað vesen

Berglind Guðný Kaaber og Valgerður Gréta Gröndal eru báðar mótfallnar hvalveiðum og fagna ákvörðun ráðherra um frestun hvalveiða. „Já bara þótt fyrr hefði verið, bara stórkostlegt,“ segir Valgerður. 

Berglind hefur ekki smakkað hvalkjöt en það hefur Valgerður gert. „Já, mér líkaði það ekki. Það var hrefna, einhvern tímann um árið, sem þurfti að leggja í mjólk, hún var með eitthvað vesen. Þetta var samt vont.“  

Berglind hefur hins vegar farið í hvalaskoðun. „Já, ég hef gert það. Það var bara eiginlega sigling, ég sá alveg sporðinn á honum en þetta var bara sigling.“

Stórkostelgt að fresta hvalveiðumBerglind Guðný Kaaber og Valgerður Gréta Gröndal fagna ákvörðun ráðherra. Berglind hefur farið í hvalaskoðun og Valgerður hefur smakkað hvalkjöt. Hvalaskoðunin var eins og hver önnur sigling og hvalkjötið var ekki gott.

Hissa á hvalkjötsáti

Merle Fauck, ferðamaður frá Þýskalandi, er ekki hlynnt hvalveiðum. „Við viljum heldur halda þeim lifandi. En ég sá að það er hægt að kaupa hvalkjöt, er það rétt?“ Sjálf getur hún ekki hugsað sér að leggja slíkt til munns. 

Vonast til að sjá stökkvandi hvaliMerle Fauck, ferðamaður frá Þýskalandi, var spennt fyrir hvalaskoðun en furðaði sig á því að hægt er að kaupa hvalkjöt og og borða það.

Hún var hins vegar á leiðinni í hvalaskoðun með vinkonu sinni. „Við erum að fara í kvöld að skoða þá, ég vil frekar gera það,“ segir Merie, en þær voru bjartsýnar á að sjá helling af hvölum í góða veðrinu. „Þegar þeir synda og stökkva. Við vonumst til þess.“   

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Kristján og Ralph tókust á – Báðir pólar á villigötum
FréttirHvalveiðar

Kristján og Ralph tók­ust á – Báð­ir pól­ar á villi­göt­um

Óvænt­ur gest­ur mætti á er­indi um mik­il­vægi hvala fyr­ir líf­ríki sjáv­ar í Hörpu í lok októ­ber. Hann mót­mælti því sem hafði kom­ið fram í er­ind­inu um kol­efn­is­bind­ingu hvala. „Ég er sjálf­ur hval­veiði­mað­ur,“ sagði mað­ur­inn – Kristján Lofts­son – áð­ur en hann full­yrti að hval­ir gæfu frá sér tvö­falt meira magn af kolt­ví­sýr­ingi en þeir föng­uðu.

Mest lesið

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
1
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
4
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
7
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
8
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
9
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
10
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
7
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu